Vinnuskóli Reykjanesbæjar

Vinnuskólinn

Vinnuskólinn í Reykjanesbæ er vinnustaður unglinga á aldrinum 14 til 16 ára. Nemendur fá verkefni sem miða að fegrun og bætingu á umhverfinu um leið og þau þjálfast í vinnubrögðum sem skilar sér út í samfélagið til framtíðar. 

Netfang: vinnuskoli@reykjanesbaer.is 
Sími á starfstíma: 420-3205

  • Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytt verkefni og hafa nemendur í sínu skólahverfi.

sækja um í vinnuskóla Reykjanesbæjar

Starfstímabil og vinnutími fyrir 2022

Aldur Hefja störf Vinnutími (mán-fim) Heildarfjöldi vinnustunda í sumar
14 ára á árinu 20. júní 2022 08:30-11:30 = 3 klst. Allt að 60 klst 
15 ára á árinu 20. júní 2022 08:30-15:30 = 6 klst. Allt að 120 klst 
16 ára á árinu 20. júní 2022 08:30-15:30 = 6 klst. Allt að 120 klst 
17 ára á árinu - - -

 

Hádegismatur er klukkustund hjá þar sem hlé er gert á vinnu.
Nemendur sem eru 15 ára og eldri vinna því 6 klukkustundir á dag.

Tímakaup 2022

Laun nemenda í vinnuskóla Reykjanesbæjar miðast við hlutfall af launaflokki 117, flokkstjórar eru í launaflokki 126 og yfirflokkstjórar eru í launaflokki 129.

     
Laun 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur 17 ára 18 ára og eldri

Tímakaup

 

952 kr 952 kr 1.190 kr 1.952 kr

2.380 kr

Orlof (13,04%) 124 kr 124 kr 155 kr 255 kr

310 kr

Samtals með orlofi 1.076 kr 1.076 kr 1.345 kr 2.206 kr

2.691 kr

Mögulegar vinnustundir
60 klst 120 klst

120 klst

-------

frá 1. júní til 28. júlí

 

Launatímabil og launagreiðslur

Launatímabil nemenda vinnuskóla Reykjanesbæjar er frá 15. hvers mánaðar til 14. þess næsta. 

  • 1. júlí : greiðsla fyrir 15. maí  - 14. júní
  • 1. ágúst: greiðsla fyrir 15. júní - 14. júlí.
  • 1. september: greiðsla fyrir 15. júlí - 14. ágúst

Persónuafsláttur

Skil á skattkortum eru nú með rafrænum hætti. Mikilvægt er að nemendur sem eru 16 ára á árinu og eldri, skili skattkorti til laundeildar tímalega fyrir fyrstu útborgun launa til að laun þeirra skili sér að fullu.

En hverju á að skila?  Til að finna stöðu persónuafsáttar skaltu fylgja þessum skrefum:
1. Farðu inn á https://www.rsk.is
2. Veldu Þjónustuvefur og skráðu þig inn með rafrænum hætti.
3. Undir “Almennt” er að finna “Staðgreiðsluskrá RSK”.
4. Þar skaltu velja “yfirlit til launagreiðanda”.
5. Þar til hægri á síðunni er að finna “sækja pdf”.
6. Sendu þetta skjal á netfangið launadeild@reykjanesbaer.is ásamt nafni, kennitölu og taktu fram að þú sért að fara starfa fyrir Vinnuskólann.

Veikindi og leyfi

Veikindi

Til að tilkynna veikindi þarf að hringja á skrifstofu vinnuskólans í síma 421-4125 eða senda tölvupóst á netfangið vinnuskoli@reykjanesbaer.is 

Leyfi

Nemandi í samráði við forráðamenn ákveður hvaða daga hann kýs að mæta í vinnuskólann. Þannig geta nemendur raðað vinnudögum sínum á þann hátt að þeir skarist ekki við skipulagaðar tómstundir, frí með forráðamönnum eða annað skipulag.

  • Tilkynna þarf fjarveru með því að senda tölvupóst á netfangið vinnuskoli@reykjanesbaer.is eða með því að hringja í síma 421-4125

Launaseðlar

Launaseðlar berast í heimabanka nemenda fyrsta hvers mánaðar og má finna undir „rafræn skjöl". Ef nemandi er ekki með heimabanka er gott að stofna slíkan í banka nemandans.

Einelti í vinnuskólanum

STEFNA OG VIÐBRAGÐSÁÆTLUN Í EINELTISMÁLUM.

STEFNA

Það er stefna Vinnuskólans að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu ávallt kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Meðvirkni starfsmanna í einelti er fordæmd.

Skilgreining skólans á hvað einelti og kynferisleg áreitni er, styðst við reglugerð nr. 1000/2004 en þar segir í 3. Gr.:

Einelti: Ámælisverð eða síenturtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess falin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir.

Stjórnendur bera ekki aðeins ábyrgð á störfum starfsfólks heldur einnig á því að grundvallarreglur samskipta á vinnustað séu virtar. Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun Vinnuskólans í eineltismálum strax við upphaf starfs. Stefnan og viðbragsáætlunin eru rifjaðar upp eftir þörfum.

Á vinnustöðum geta komið upp ágreiningsmál og hagsmunaárekstrar sem valdið geta óþægindum. Mikilvægt er að leysa slík mál án tafar áður en þau þróast til verri vegar. Tekið veður á fölskum ásökunum um einelti af sömu festu og einelti almennt.

Komi upp einelti skulu þolendur leita til flokkstjóra og/eða yfirflokkstjóra. Ef flokkstjórinn og/eða yfirflokkstjóri er gerandinn eða hundsar vandamálið er hægt að leita til yfirmanns Vinnuskóla Reykjanesbæjar. Þessir aðilar skulu sýna þolanda fullan trúnað.

Vinnuskólinn mun grípa til aðgerða gagnvart starfsmönnum sem leggja aðra í einelti, t.d. með áminningu, tilflutningi í starfi eða uppsögn. Alvarlegt atvik verða hugsanlega kærð að höfðu samráði við þolenda. Gerandi eineltis verður látinn axla ábyrgð.

VIÐBRÖGÐ

Starfsmaður sem verður fyrir einelti eða kynferðislegri áreitni skal snúa sér hið fyrsta til flokkstjóra/yfir flokkstjóra og tilkynna um atvikið.

Þegar yfirmaður eða trúnaðaraðilar fyrirtækisins fá vitneskju um einelti munu þeir bregðast við samkvæmt eftirfarandi viðbragðsáætlun. Strax er metin þörf þolanda fyrir bráðan stuðning og hann veittur. Lögð verður áhersla á að leysa málið hið fyrsta og koma í veg fyrir frekara einelti.

Sá aðili, sem samband er haft við, ákveður síðan í samráði við þolandann hvert framhaldið verður. Hægt era ð velja á milli óformlegrar eða formlegrar málsmeðferðar. Í öllum tilfellum er haft samband og samráð við foreldra viðkomandi.

Óformleg málsmeðferð

Slík málsmeðferð felur í sér að leitað er upplýsinga hjá þolanda og honum veittur stuðningur með trúnaðarsamtali eða ráðgjöf. Aðrir innan vinnustaðarins eru ekki upplýstir um málið.

Formleg málsmeðferð

Gerð er hlutlaus athugun á málsatvikum. Rætt er við þolanda, geranda og aðra sem veitt geta upplýsingar um málið. Mikilvægt er að leita upplýsinga um tímasetningar og fá fram gögn ef einhver eru , s.s. tölvupósta, sms-skilaboð eða annað.

Fundin verður lausn sem m.a. getur falist í breytingum á vinnustaðnum, vinnubrögðum eða vinnuskipulagi. Gerandi mun fá leiðsögn og aðvörun, hann gæti líka verið færður til í starfi.

Málinu verður fylgt eftir og rætt við aðila þess að ákveðnum tíma liðnum. Fylgst verður með samskiptum aðila málsins.

Láti gerandi ekki segjast og viðheldur eineltinu leiðir það til uppsagnar hans úr starfi.

——————————————————————————–

VIÐAUKI – HEIMILDIR

Grunnur til viðmiðunar var fengin frá Íþróttahúsi Keflavíkur

Lög, reglugerðir og fræðslurit um eineltismál:

Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, svokölluð vinnuverndarlög.

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004.

Reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Stefanía Traustadóttir: Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum. Skrifstofa jafnréttismála og Vinnueftirlit Ríkisins. Reykjavík, 1998.

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir og Þóra Magnea Magnúsdóttir (umsjón): Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum. Forvarnir og viðbrögð. Vinnueftirlitið. Reykjavík, 2004.

Reglur Vinnuskólans

Skóla- og starfsreglur

Virðing fyrir skólareglum stuðlar að festu og vellíðan í starfi. Nemendur skulu vera stundvísir, hlíta fyrirmælum flokkstjóra, sýna kurteisi og tillitsemi í starfi.

Óásættanleg hegðun telst meðal annars:

  • Óhlýðni, ókurteisi, óstundvísi, leti og kæruleysi
  • Myndband, mynd, upptaka tekin í leyfisleysi
  • Að veitast að öðrum með meiðingum, slagsmálum eða hættulegu atferli
  • Framkoma sem ber keim af einelti. Ef eineltismál koma upp í vinnuskólanum verður farið eftir ákveðnum verkferlum sem að vinnuskólinn miðar við.

Starfsreglur fyrir nemendur og leiðbeinendur:

1. Öll notkun tóbaks og vímuefna er stranglega bönnuð í Vinnuskólanum
2. Starfsmönnum ber að fara vel með verkfæri, gróður og aðrar eigur Vinnuskólans sem og annara
3. Flokkstjóri setur nemendum reglur varðandi símanotkun
4. Beri brýna þörf til að færa nemendur milli hópa er það ferli í höndum stjórnenda Vinnuskóla

Viðbrögð vegna brota á reglum:

Verði misbrestur á hegðun nemanda fær hann áminningu og haft er samband við foreldra. Við endurtekningu t.d. ef nemandi kemur ítrekað of seint eða neitar að vinna ber flokkstjóra að draga óunnin tíma frá á vikulegri tímaskýrslu. Láti viðkomandi ekki segjast verður honum vísað tímabundið frá vinnu þar til foreldrar hafa fundað með flokkstjóra og yfirflokkstjóra. Skólanum er heimilt að vísa nemendum úr starfi, tímabundið eða varanlega eftir eðli brots.

Öryggismál

Vinnuskólinn leggur metnað í að skapa nemendum öruggt vinnuskjól. Allir nemendur sem fá að slá með bensínsláttuvélum verða að vera í stálskóm sem Vinnuskólinn skaffar og einnig aðrar persónuhlífar við hæfi. Allir hópa klæðast skærlituðum sjálflýsandi vestum.

Nemendur og flokkstjórar útvega sinn daglega hlífðarfatnað og bera ábyrgð á eigin fötum og eigum.

Bannað er að hafa með sér hverskonar hnífa eða annað sem getur ógnað eða valdið skaða.

Vinnuaðstaða nemenda

Foreldrum ber að vera vakandi yfir líðan barna sinna og hafa samband við starfsmenn Vinnuskóla ef einhverju er ábótavant.

Vinnuskólinn er útiskóli og nemendur vinna allan daginn úti. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir hafi meðferðis hlífðarfatnað og góða vinnuskó og vinnuhanska. Nemendur borða nestið sitt úti með flokkstjóranum sínum og er mikilvægt er að nemendur hafi með sér gott nesti og drykkjarföng.

Gott getur verið að taka mið af veðrinu og hafa með sér sólarvörn og einnig eru sumir með plastpoka til að setja í strigaskóna þegar rignir.

Vinnuskólinn á InstagramVinnuskólinn á Facebook