Heimsendur matur

Heimsendur matur er í boði alla daga ársins, fyrir íbúa sem ekki geta eldað sjálfir heima eða hafa tök á að mæta í hádegisverð í þjónustumiðstöð á Nesvöllum.

Maturinn er framleiddur á Nesvöllum og keyrður heim að dyrum. Hægt að panta heimsendan mat frá 08:00-14:00. Eftir 14:00 þá er það of seint til að fá heimsendingu daginn eftir.

Hvernig panta ég mat?

Til þess að panta mat þarf að skrá sig í áskrift með rafrænum hætti inn á MittReykjanes.is > Umsóknir > undir Velferð er valið Umsókn um heimsendan mat

Einnig má hafa samband við þjónustumiðstöðina í síma 420 3400 og skrá í áskrift.

Hvað kostar maturinn?

Heimsendur matur kostar 1.800 kr og sendingargjald er 333 kr. (athugið að aðeins er eitt sendingargjald á heimili).

Hvað er í matinn?

Matseðill er settur á Facebook síðuna: Nesvellir í upphafi hverrar viku