Útfararstyrkur

Heimilt er að veita aðstoð við greiðslu útfararkostnaðar þegar sannreynt hefur verið að dánarbú getur ekki staðið undir útför hins látna og eigi hinn látni ekki rétt á styrk frá stéttarfélagi eða öðrum aðilum. Viðmiðunarmörk eru 200.000 kr.

Einnig er heimilt að veita tekjulágu foreldri eða foreldrum fjárhagsaðstoð við útfararkostnaðar vegna barns.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn um útfararstyrk:
Skattframtal og staðgreiðsluskrá hins látna
Staðfesting frá stéttarfélagi um rétt til útfararstyrks
Tilkynning sýslumanns um skiptalok, á grundvelli eignayfirlýsingar, sbr. 25.gr. laga um skipti á dánarbúum, eða einkaskiptaleyfi útgefið af sýslumanni til erfingja skv. 31.gr. sömu laga.

Sækja um útfararstyrk