Innheimta

Fjármálasvið annast innheimtu gjalda samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Einnig annast sviðið greiðslur á öllum reikningum og kröfum á bæinn og fyrirtækja hans.

Fasteignagjöld

Allir álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjanesbæ eru á rafrænu formi. Hægt er að nálgast álagningarseðla á vefinum island.is . Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda birtast eingöngu sem kröfur í heimabanka og eru innheimtar þar. Þó má óska eftir að fá greiðsluseðla senda bréfleiðis. Þeir sem eiga rétt á tekjutengdum afslætti vegna elli- og örorkulífeyris þurfa ekki að sækja um hann sérstaklega en allar slíkar upplýsingar eru sóttar rafrænt til ríkisskattstjóra.

Greiðsluseðlar

Reikninga vegna leik- og frístundagjalda má nálgast á rafrænu formi í heimabanka. Með þessum hætti er Reykjanesbær að tryggja aukna hagkvæmni í rekstri og leggja sitt af mörkum fyrir umhverfið.

Boðgreiðslur

Íbúum stendur til boða að greiða ýmsar reglubundnar greiðslur til Reykjanesbæjar með öruggum og auðveldum hætti með mánaðarlegum greiðslum á kreditkort. Þannig getur sparast mikil fyrirhöfn, bæði fyrir greiðendur og Reykjanesbæ.

Þær greiðslur sem hægt er að inna af hendi með boðgreiðslum eru:

  • Fasteignagjöld
  • Leikskólagjöld
  • Frístundagjöld
  • Tónlistarskólagjöld
  • Heimaþjónusta

Milliinnheimta

Motus hefur milligöngu um milli- og lögfræðiinnheimtu fyrir Reykjanesbæ. Fólk er hvatt til að semja um vanskil sem allra fyrst til að forðast óþarfa innheimtukostnað.