Byggingarfulltrúi

 Byggingarfulltrúi er Sveinn Björnsson. Skrifstofa byggingafulltrúa starfar á grundvelli mannvirkjalaga nr. 160/2010, byggingareglugerðar nr. 112/2012 og öðrum reglugerðum og samþykktum sem embætti byggingarfulltrúar varðar.

Viðtalstímar hjá byggingarfulltrúa og starfsmönnum byggingarfulltrúa.
Mánudagar: 10:00-12:00
Þriðjudagar: 10:00-12:00
Miðvikudagar: 10:00-12:00
Fimmtudagar: 10:00-12:00

Minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi

Eftirfarandi minniháttar mannvirki og framkvæmdir eru undanþegnar byggingarleyfi. Þær eru einnig undanþegnar byggingarheimild og tilkynningarskyldu skv. 2.3.6. gr. enda séu þær í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar sem við eiga hverju sinni.

 1. Allt viðhald innanhúss og utan, þ.m.t. endurnýjun léttra innveggja.
 2. Uppsetning móttökudiska, allt að 1,2 m að þvermáli, vegna móttöku útsendinga útvarps eða sjónvarps eða móttökuloftnets.
 3. Allt viðhald lóða, girðinga, bílastæða og innkeyrslna.
 4. Gerð palla og annar frágangur á eða við jarðvegsyfirborð.
 5. Skjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m. Ennfremur girðingar eða skjólveggir sem eru nær lóðarmörkum en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nemur fjarlægðinni að lóðarmörkum. Einnig allt að 2,0 m langir og 2,5 m háir skjólveggir sem eru áfastir við hús og í a.m.k. 1,8 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingar eða skjólveggi allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina. Miðað skal við jarðvegshæð lóðar sem hærri er ef hæðarmunur er á milli lóða á lóðamörkum.
 6. Smáhýsi sem er að hámarki 15 m2 og mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs. Sé smáhýsið minna en 3,0 m frá aðliggjandi lóð þarf samþykki eigenda aðliggjandi lóðar. Slík smáhýsi eru ekki ætluð til gistingar eða búsetu.

Hvar sæki ég um?

 Ekki þarf að sækja um þar sem þetta er minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi. Mannvirkjagerð skal samræmast skipulagi og öðrum ákvæðum reglugerða.

 • Umsókn og útgáfa byggingarleyfis.

  Öllum gögnum skal skila inn rafræn. Smelltu hér til að nálgast Umsóknareyðublöð    

  Byggingarleyfi í umfangsflokki I (byggingarheimild). Með henni skulu fylgja eftirfarandi gögn:
  a. Aðaluppdrættir ásamt byggingarlýsingu, eða breytingar á aðaluppdráttum eftir því sem við á.
  b. Gögn sem sýna fram á eignarheimildir og samþykki meðeigenda þegar við á. Önnur gögn sem leyfisveitandi telur nauðsynleg vegna afgreiðslu umsóknar svo sem umsögn Minjastofnunar Íslands, Vinnueftirlits ríkissins og annarra eftirlitsaðila.
  c. Skráningartafla vegna nýrra mannvirkja og breytinga á stærð eða eignarmörkum eldri mannvirkja.
  Veiting byggingarheimildar 2.3.8. gr. Skilyrði fyrir veitingu byggingarheimildar eru eftirfarandi:
  1. Mannvirkið og notkun þess eða breytingar á mannvirki samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu eða fyrir liggur samþykkt sveitarstjórnar vegna heimildarumsóknar skv. ákvæðum skipulagslaga.
  2. Leyfisveitandi hefur yfirfarið og staðfest aðaluppdrætti.
  3. Byggingarheimildargjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við veitingu byggingarheimildar.
  4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda.
  5. Skráð hefur verið í gagnasafn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og hönnuður hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.
  • Séruppdráttum skal skila til leyfisveitanda til varðveislu áður en lokaúttekt fer fram.
  • Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs skal skilað til leyfisveitanda áður en framkvæmd hefst, sbr. 15.2.2. gr.
  • Óheimilt er að veita byggingarheimild fyrir mannvirki sem fellur undir lög um mat á umhverfis­áhrifum fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eða ákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki matsskyld.
  • Leyfisveitanda er heimilt að veita umsækjanda leyfi til að kanna jarðveg á framkvæmdasvæði án þess að byggingarheimild hafi verið veitt.
  • Gæta skal að ákvæðum laga um menningarminjar vegna umsóknar um breytingu á þegar byggðu mannvirki sem fellur undir þau lög.

  Byggingarleyfi í umfangsflokki II
  Á fyrra stigi umsóknar, þ.e. vegna byggingaráforma, skal skila inn gögnum sem tilgreind eru í 2. mgr.
  Á seinna stigi, þ.e. vegna endanlegrar afgreiðslu byggingarleyfis, skal skila inn gögnum sem tilgreind eru í 3. mgr. Heimilt er að samþykkja byggingaráform og gefa út byggingarleyfi samtímis hafi öllum gögnum verið skilað til leyfisveitanda.
  Gögn vegna samþykktar byggingaráforma eru eftirtalin:
  a. Aðaluppdrættir ásamt byggingarlýsingu. Sé bygging eða starfsemi sérstaks eðlis getur leyfisveitandi krafist þess að viðbótargreinargerð fylgi umsókn auk greinargerða skv. 4.5.3. gr. Ennfremur skal fylgja mæli- og hæðarblað er sýnir götunafn og númer, afstöðu húss og lóðar, hæðarlegu miðað við götu, eftir því sem við á og hnitaskrá og landnúmer.
  Leyfisveitandi ákveður hvort og að hvaða leyti leggja þarf fram aðaluppdrætti vegna breytinga á þegar byggðum mannvirkjum.
  b. Tilkynning um hönnunarstjóra mannvirkis
  c. Samþykki meðeigenda eða annarra aðila eftir atvikum.
  d. Önnur gögn sem leyfisveitandi telur nauðsynleg vegna afgreiðslu umsóknar, s.s. umsögn Minjastofnunar Íslands, Vinnueftirlits ríkisins, slökkviliðs og annarra eftirlitsaðila og gögn sem sýna fram á eignarheimildir, réttindi hönnuða o.fl.
  e. Staðfesting skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags ef mannvirki er á varnar- og öryggissvæði á því að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir á svæðinu.
  f. Skráningartafla vegna allra nýrra mannvirkja svo og vegna breytinga á stærð eða breytinga á eignarmörkum eldri mannvirkja.

  Vegna útgáfu byggingarleyfis ber, til viðbótar gögnum skv. 2. mgr., að leggja fram eftirfarandi gögn:

  a. Áætlun um verkframvindu.
  b. Undirritaða yfirlýsingu byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd.
  c. Undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara og rafvirkjameistara sem ábyrgð bera á einstökum verkþáttum.
  d. Yfirlit hönnunarstjóra um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar.
  e. Yfirlit hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða og áritun hans til staðfestingar á því að um tæmandi yfirlit sé að ræða

  Byggingarleyfi í umfangsflokki III
  Á fyrra stigi umsóknar, þ.e. vegna byggingaráforma, skal skila inn gögnum sem tilgreind eru í 2. mgr.
  Á seinna stigi, þ.e. vegna endanlegrar afgreiðslu byggingarleyfis, skal skila inn gögnum sem tilgreind eru í 3. mgr. Heimilt er að samþykkja byggingaráform og gefa út byggingarleyfi samtímis hafi öllum gögnum verið skilað til leyfisveitanda.
  Gögn vegna samþykktar byggingaráforma eru eftirtalin:
  a. Aðaluppdrættir ásamt byggingarlýsingu. Sé bygging eða starfsemi sérstaks eðlis getur leyfisveitandi krafist þess að viðbótargreinargerð fylgi umsókn auk greinargerða skv. 4.5.3. gr. Ennfremur skal fylgja mæli- og hæðarblað er sýnir götunafn og númer, afstöðu húss og lóðar, hæðarlegu miðað við götu, eftir því sem við á og hnitaskrá og landnúmer.
  Leyfisveitandi ákveður hvort og að hvaða leyti leggja þarf fram aðaluppdrætti vegna breytinga á þegar byggðum mannvirkjum.
  b. Tilkynning um hönnunarstjóra mannvirkis
  c. Samþykki meðeigenda eða annarra aðila eftir atvikum.
  d. Önnur gögn sem leyfisveitandi telur nauðsynleg vegna afgreiðslu umsóknar, s.s. umsögn Minjastofnunar Íslands, Vinnueftirlits ríkisins, slökkviliðs og annarra eftirlitsaðila og gögn sem sýna fram á eignarheimildir, réttindi hönnuða o.fl.
  e. Staðfesting skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags ef mannvirki er á varnar- og öryggissvæði á því að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir á svæðinu.
  f. Skráningartafla vegna allra nýrra mannvirkja svo og vegna breytinga á stærð eða breytinga á eignarmörkum eldri mannvirkja.
  Vegna útgáfu byggingarleyfis ber, til viðbótar gögnum skv. 2. mgr., að leggja fram eftirfarandi gögn:
  a. Áætlun um verkframvindu.
  b. Undirritaða yfirlýsingu byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd.
  c. Undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara og rafvirkjameistara sem ábyrgð bera á einstökum verkþáttum.
  d. Yfirlit hönnunarstjóra um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar.
  e. Yfirlit hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða og áritun hans til staðfestingar á því að um tæmandi yfirlit sé að ræða

  Embætti byggingarfulltrúa hefur ekki lagalega heimild til að gefa út byggingarleyfi fyrr en öllum skjölum hefur verið skilað inn rafrænt.

 • Gjaldskrá byggingarfulltrúa

  Gatnagerðagjöld

  Tegund fasteignar
  Gjald
  Einbýlishús
  35.871 kr. á fermetra
  Parhús, raðhús, tvíbýlishús og keðjuhús
  27.593 kr. á fermetra
  Fjölbýlishús - A gjöld
  13.245 kr. á fermetra
  Verslunar- og skrifstofu- og þjónustuhúsnæði
  20.695 kr. á fermetra
  Iðnaðar-, geymslu- og annað atvinnuhúsnæði
  20.695 kr. á fermetra
  Aðrar byggingar
  20.695 kr. á fermetra
  Viðbygging íbúðarhúsa eldri en 15 ára
  50% af venjulegu gjaldi af fyrstu 30 m2, fullt gjald eftir það
  Endurbygging þaka íbúðarhúsa, án aukningar á nýtingu
  án gatnagerðargjalda
  Grunnur að gatnagerðargjöldum
  281.296 kr. á fermetra

  Byggingarleyfisgjöld - íbúðarhúsnæði

  Íbúðarhúsnæði
  Gjald
  Einbýlishús
  198.671 kr.
  Parhús, tvíbýlishús, raðhús á einni hæð
  168.319 kr. á íbúð
  Raðhús á fleiri en einni hæð, fjölbýlishús með þremur íbúðum
  143.485 kr. á íbúð
  Fjölbýlishús, tvær hæðir, með fjórum íbúðum eða fleiri
  126.929 kr. á íbúð
  Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með fjórum íbúðum eða fleiri
  110.373 kr. á íbúð
  Byggingar- og afgreiðslugjald; lágmarksgjald
  19.315 kr.
  Minniháttar breytingar á útliti og innra skipulagi
  27.593 kr.
  Meiriháttar breytingar á útliti og innra skipulagi
  68.983 kr.
  Frístundahús, eitt hús á lóð
  124.169 kr.
  Frístundahús með gestahúsi
  137.966 kr.
  Yfirferð sérteikningar skv. reikningi, hámark
  179.356 kr.

  Byggingarleyfisgjöld - geymslur

  Óeinangraðar geymslur og áþekk hús
  Gjald
  Gólfflötur að 99 fermetrum
  22.075 kr.
  Gólfflötur 100 - 199 fermetrar
  33.112 kr.
  Gólfflötur 200 - 499 fermetrar
  55.186 kr.
  Gólfflötur 500 - 799 fermetrar
  110.373 kr.
  Gólfflötur 800 - 1.999 fermetrar
  331.118 kr.
  Gólfflötur frá 2.000 fermetrum
  510.474 kr.
  Yfirferð sérteikningar sk. reikningi, hámark
  179.356 kr.

  Byggingaleyfisgjöld - atvinnu- og þjónustuhús

  Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir, húsnæði með íbúðum
  Gjald
  Gólfflötur allt að 500 fermetrum
  198.671 kr.
  Gólfflötur 500 - 1.000 fermetrar
  350.434 kr.
  Gólfflötur 1.001 - 2.000 fermetrar
  513.234 kr.
  Gólfflötur 2.001 - 5.000 fermetrar
  753.294 kr.
  Gólfflötur 5.001 - 7.500 fermetrar
  1.034.745 kr.
  Gólfflötur frá 7.501 fermetrum
  1.379.660 kr.
  Yfirferð sérteikningar skv. reikningi, hámark
  206.949 kr.

  Byggingaleyfisgjöld - ýmis hús

  Byggingarleyfisgjöld af viðbyggingum sem eru stærri en 100 fermetrar skulu vera þau sömu og byggingarleyfisgjöld af því húsnæði sem byggt er við.

  Ýmis hús og hvers konar viðbyggingar
  Gjöld
  Sólstofur, garðhús, bílageymslur fyrir mest 2 bíla og viðbyggingar allt að 20 fermetrar
  91.058 kr.
  Viðbyggingar 20 - 100 fermetrar
  1.187 kr á fermetra

  Tilkynntar framkvæmdir

  Tilkynntar framkvæmdir, samkv. grein 2.3.6 í byggingarreglugerð

  Tegund þjónustu
  Gjald
  Viðbygging allt að 40 fermetrum
  113.132 kr.

  Vottorð vegna stöðuleyfa

  Tegund hýsis og lengd leyfis
  Gjald
  Gámur, hús, bátur, hljólhýsi, sumarhús o.fl. Leyfi veitt í eitt ár.
  22.626 kr.
  Söluvagn og söluskúr. Leyfi veitt í 1-6 mánuði.
  68.983 kr.
  Söluvagn og söluskúr. Leyfi veitt í 7-12 mánuði.
  110.373 kr.

  Afgreiðslu- og þjónustugjöld

  Tegund þjónustu
  Gjald
  Staðfestingargjald vegna lóðaúthlutunar undir 100 fermetrum
  7.174 kr.
  Staðfestingargjald vegna lóðaúthlutunar yfir 100 fermetra
  7.174 kr.
  Hver endurskoðaður aðaluppdráttur
  22.350 kr.
  Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt
  36.699 kr.
  Endurnýjun leyfis án breytinga
  16.004 kr.
  Úttekt vegna vín- og veitingaleyfa
  36.699 kr.
  Tímagjald skipulags- og byggingafulltrúa
  12.920 kr.
  Breytingar á lóðarsamningi
  49.116 kr.
  Gjald fyrir útkall þegar verk reynist ekki úttektarhæft
  13.797 kr.
  Gjald fyrir önnur útköll s.s. vettvangsskoðun og mælingar
  13.797 kr.
  Stöðuleyfi - árgjald sem greiðist einu sinni á ári
  68.983 kr.
  Afgreiðslu- og fyrirspurnargjald byggingafulltrúa
  19.315 kr.
  Gjald fyrir afhendingu grunngagna fyrir skipulagsvinnu
  12.478 kr.
  Gjald fyrir umsýslu vegna breytingu á deiliskipulagi sbr. 2. mgr. 43. gr.
  12.478 kr.
  Gjald fyrir umsýslu á deiliskipulagi skv. 43. gr.
  55.186 kr.
  Úttekt á leiguhúsnæði
  31.180 kr.
  Úttekt, leyfi og umsagnir vegna gistileyfa
  31.180 kr.
  Ástandsskoðun húss
  31.180 kr.

  Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga

  Eignarhlutar
  Gjald
  2-3 eignir eða viðauki við eignaskiptayfirlýsingu
  16.330 kr.
  4-12 eignir
  22.180 kr.
  13-19 eignir
  33.880 kr.
  20-29 eignir
  45.580 kr.
  30-39 eignir
  57.280 kr.
  40-49 eignir
  68.980 kr.
  50-69 eignir
  80.680 kr.
  70-99 eignir
  92.380 kr.
  100 eða fleiri eignir
  115.780 kr.