Byggingarfulltrúi

Skrifstofa byggingafulltrúa starfar á grundvelli mannvirkjalaga nr. 160/2010, byggingareglugerðar nr. 112/2012 og öðrum reglugerðum og samþykktum sem embætti byggingarfulltrúar varðar. 

 • Teikningar af flestum mannvirkjum eru aðgengilegar á Kortasjá Loftmynda. Slóð á kortasjá er hér til hægri.
 • Hægt er að senda beiðni um afrit teikninga og gagna á netfangið teikningar@reykjanesbaer.is. Beiðnir eru afgreiddar við fyrsta tækifæri.
 • Hægt er að nálgast gögn s.s. umsóknir, eyðublöð og afgreiðslu beiðna hjá Þjónustuveri Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil færist þú á síðu með umsóknum  til útprentunar. Undirrituðum umsóknum skal skila til Þjónustuvers.
 • Byggingarfulltrúi er Sveinn Björnsson, aðstoðarmaður og staðgengill byggingarfulltrúa er Sigmundur Eyþórsson.
 • Afgreiðsla byggingarleyfa

  Með umsókn um byggingarleyfi verður að fylgja með tvö eintök af aðaluppdráttum og tilkynning um hönnunarstjóra byggingar.

  Til að hægt sé að ganga frá útgáfu byggingarleyfis þarf að skila eftirtöldum eyðublöðum útfylltum á skrifstofu byggingarfulltrúa í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12:

 • Útgáfa byggingarleyfis

  Hægt er að panta útmælingu húss eftir að allir aðal- og séruppdrættir hafa verið samþykktir, búið er að greiða öll gjöld og byggingarstjóri og iðnmeistarar hafa undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína. Þegar útmælingum er lokið er leyfilegt að hefja framkvæmdir.

  Ef skipt er um byggingarstjóra þarf að tilkynna það sérstaklega. Meistaraskipti eru tilkynnt af byggingarstjóra á sérstöku eyðublaði. Hér má nálgast eyðublaðið.

 • Gjaldskrá byggingarfulltrúa

  Prenta gjaldskrá

  Gjaldskrá um gatnagerðargjald í Reykjanesbæ var samþykkt í bæjarstjórn þann 4. júní 2019.

  Gatnagerðagjöld

  Tegund fasteignar
  Gjald
  Einbýlishús
  30.317 kr. á fermetra
  Parhús, raðhús, tvíbýlishús og keðjuhús
  23.321 kr. á fermetra
  Fjölbýlishús
  11.194 kr. á fermetra
  Verslunar- og skrifstofu- og þjónustuhúsnæði
  17.490 kr. á fermetra
  Iðnaðar-, geymslu- og annað atvinnuhúsnæði
  17.490 kr. á fermetra
  Aðrar byggingar
  17.490 kr. á fermetra
  Viðbygging íbúðarhúsa eldri en 15 ára
  50% af venjulegu gjaldi
  Endurbygging þaka íbúðarhúsa, án aukningar á nýtingu
  án gatnagerðargjalda

  Byggingarleyfisgjöld - íbúðarhúsnæði

  Íbúðarhúsnæði
  Gjald
  Einbýlishús
  165.054 kr.
  Parhús, tvíbýlishús, raðhús á einni hæð
  139.838 kr. á íbúð
  Raðhús á fleiri en einni hæð, fjölbýlishús með þremur íbúðum
  119.206 kr. á íbúð
  Fjölbýlishús, tvær hæðir, með fjórum íbúðum eða fleiri
  105.451 kr. á íbúð
  Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með fjórum íbúðum eða fleiri
  91.697 kr. á íbúð
  Byggingar- og afgreiðslugjald; lágmarksgjald
  16.047 kr.
  Minniháttar breytingar á útliti og innra skipulagi
  22.924 kr.
  Meiriháttar breytingar á útliti og innra skipulagi
  57.311 kr.
  Frístundahús, eitt hús á lóð
  103.159 kr.
  Frístundahús með gestahúsi
  114.621 kr.
  Yfirferð sérteikningar skv. reikningi, hámark
  149.007 kr.

  Byggingarleyfisgjöld - geymslur

  Óeinangraðar geymslur og áþekk hús
  Gjald
  Gólfflötur að 99 fermetrum
  18.339 kr.
  Gólfflötur 100 - 199 fermetrar
  27.509 kr.
  Gólfflötur 200 - 499 fermetrar
  45.848 kr.
  Gólfflötur 500 - 799 fermetrar
  91.697 kr.
  Gólfflötur 800 - 1.999 fermetrar
  275.091 kr.
  Gólfflötur frá 2.000 fermetrum
  424.098 kr.
  Yfirferð sérteikningar sk. reikningi, hámark
  149.007 kr.

  Byggingaleyfisgjöld - atvinnu- og þjónustuhús

  Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir, húsnæði með íbúðum
  Gjald
  Gólfflötur allt að 500 fermetrum
  165.054 kr.
  Gólfflötur 500 - 1.000 fermetrar
  291.137 kr.
  Gólfflötur 1.001 - 2.000 fermetrar
  426.390 kr.
  Gólfflötur 2.002 - 5.000 fermetrar
  625.831 kr.
  Gólfflötur 5.001 - 7.500 fermetrar
  859.658 kr.
  Gólfflötur frá 7.501 fermetrum
  1.146.211 kr.
  Yfirferð sérteikningar skv. reikningi, hámark
  171.932 kr.

  Byggingaleyfisgjöld - ýmis hús

  Byggingarleyfisgjöld af viðbyggingum sem eru stærri en 100 fermetrar skulu vera þau sömu og byggingarleyfisgjöld af því húsnæði sem byggt er við.

  Kostnaður við tilkynntar framkvæmdir er kr. 83.438 kr. fyrir viðbyggingu allt að 40 fermetrum, skv. grein 2.3.6 í byggingarreglugerð.

  Ýmis hús og hvers konar viðbyggingar
  Gjöld
  Sólstofur, garðhús, bílageymslur fyrir mest 2 bíla og viðbyggingar allt að 20 fermetrar
  75.650 kr.
  Viðbyggingar 20 - 100 fermetrar
  986 kr á fermetra

  Vottorð vegna stöðuleyfa

  Tegund hýsis og lengd leyfis
  Gjald
  Gámur, hús, bátur, hljólhýsi, sumarhús o.fl. Leyfi veitt í eitt ár.
  16.688 kr.
  Söluvagn og söluskúr. Leyfi veitt í 1-6 mánuði.
  50.877 kr.
  Söluvagn og söluskúr. Leyfi veitt í 7-12 mánuði.
  81.403 kr.

  Afgreiðslu- og þjónustugjöld

  Tegund þjónustu
  Gjald
  Tímagjald byggingafulltrúa
  12.920 kr.
  Breytingar á lóðarsamningi
  36.224 kr.
  Gjald fyrir útkall þegar verk reynist ekki úttektarhæft
  10.175 kr.
  Gjald fyrir útkall önnur útköll s.s. vettvangsskoðun og mælingar
  10.175 kr.
  Stöðuleyfi - árgjald sem greiðist einu sinni á ári
  50.877 kr.
  Afgreiðslu- og fyrirspurnargjald byggingafulltrúa
  14.246 kr.
  Úttekt á leiguhúsnæði
  22.996 kr.
  Úttekt, leyfi og umsagnir vegna gistileyfa
  22.996 kr.
  Ástandsskoðun húss
  22.996 kr.

  Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga

  Eignarhlutar
  Gjald
  2-3 eignir
  16.330 kr.
  4-12 eignir
  22.180 kr.
  13-19 eignir
  33.880 kr.
  22-29 eignir
  45.580 kr.
  30-39 eignir
  57.280 kr.
  40-49 eignir
  68.980 kr.
  50-69 eignir
  80.680 kr.
  70-99 eignir
  92.380 kr.
  100 eða fleiri eignir
  115.780 kr.