Hæfingarstöðin er dagþjónustuúrræði sem gefur einstaklingum með langvarandi stuðningsþarfir tækifæri til þess að auka hæfni sína til starfa og taka þátt í daglegu lífi.
Á ég rétt á að sækja um í Hæfingarstöðinni?
Já, ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
-
- Ert 18 ára og eldri
- Með fötlunargreiningu og á örorkubótum
- Með lögheimili í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík eða Sveitarfélaginu Vogum
Hvernig sæki ég um?
Sótt er um þjónustu Hæfingarstöðvarinnar á Mínum síðum hjá Vinnumálastofnun, undir Umsókn, er valið Umsókn um verndaða vinnu, hæfingu og virkniþjálfun
Hvað kostar að vera í Hæfingarstöðinni?
386 kr. dagurinn ef viðkomandi er í hádegismat.
Hvar er Hæfingarstöðin?
Hæfingarstöðin er staðsett að Keilisbraut 755 í Reykjanesbæ, sími 420 3250.
Þar er jafnfram rekin verslunin Hæfó með varningi sem gerður er af þjónustunotendum og starfsfólki.