Innkaup

Öll innkaup Reykjanesbæjar skulu vera gagnsæ, vönduð og hagkvæm, þannig að tryggð séu gæði þeirra vöru og þjónustu sem keypt er. Niðurstöður útboða skulu birtar, þannig að röð bjóðenda komi fram og ávinningur (sjá „Innkaup Reykjanesbæjar“).

Reykjanesbær er og hefur verið aðili að Rammasamningum ríkisins (RS) og með þeirri aðild þá skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að versla innan þeirra, ef varan eða þjónustan er í boði þar. Við öll innkaup skal ávallt gera verðsamanburð, fara í útboð/örútboð, verðkönnun/verðfyrirspurn eftir eðli og umfangi viðskipta og sömu vinnubrögð viðhöfð, hvort sem verslað er innan RS eða á almenna markaðnum. Með þessum vinnubrögðum vill Reykjanesbær að öll innkaup séu gegnsæ, að söluaðilar sitji við sama borð, að samkeppni ríki og Reykjanesbær geti með vissu vitað að innkaup séu hagkvæm. Fyrir frekari upplýsingar sjá innkaupareglur Reykjanesbæjar.