Menningarstyrkir

Menningarráð Reykjanesbæjar sér um styrkveitingar til menningarmála fyrir hönd bæjarstjórnar.

Árlega  úthlutar menningarráð styrkjum úr Menningarsjóði Reykjanesbæjar og auglýsir eftir styrkumsóknum  í upphafi árs á vef Reykjanesbæjar og í staðarblöðum. Hægt er að sækja um styrki til einstakra verkefna auk þess sem starfandi menningarhópar í bæjarfélaginu geta sótt um þjónustusamninga við sveitarfélagið. 

Sótt er um rafrænt gegnum mittreykjanes.is.

Opnað verður fyrir nýjar umsóknir 23. janúar 2023 og umsóknarfrestur verður til 19. febrúar 2023.

Mitt Reykjanes

Þá úthlutar Uppbyggingarsjóður Sóknaráætlunar Suðurnesja styrkjum til menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefna árlega. Heklan - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja sér um þær úthlutanir.

 Heklan