Hagsmunaaðilar

Frá heimsókn forsetahjónanna til Félags eldri borgara á léttum föstudegi á Nesvöllum í maí 2019. Forsetafrú heilsar gestum með handabandi.
Frá heimsókn forsetahjónanna til Félags eldri borgara á léttum föstudegi á Nesvöllum í maí 2019. Forsetafrú heilsar gestum með handabandi.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum - FEBS

Félag eldri borgara á Suðurnesjum (FEBS) er frjáls félagsskapur fyrir 60 ára og eldri, félagið er með aðstöðu á Nesvöllum þjónustumiðstöð.

Formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum er Guðrún Eyjólfsdóttir. Upplýsingar um félagið gefa:

  • Kristján Gunnarsson, formaður, sími 896 5587
  • Sigurbjörg Jónsdóttir, gjaldkeri, sími 782 9661

Viðburðir á vegum FEBS eru auglýstir í staðarblöðum, þjónustumiðstöðvum eldri borgara á Suðurnesjum og á Facebook síðunni FEBS fréttir.

Þú getur sótt um aðild í félagið með því að senda póst á gjaldkerifebs@simnet.is. Í póstinum þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang.

Öldungaráð

Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um öldrunarmál og þjónustu við aldraða, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist öldungaráð, þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni.

Netfang Öldungaráðs er oldungarad@reykjanesbaer.is

Fulltrúar í öldungaráði

Borgar Jónsson (S)
Karítas Lára Rafnkelsdóttir (B)
Rúnar V. Arnarson (D)
Eyjólfur Eysteinsson (félag eldri borgara)
Guðrún Eyjólfsdóttir (félag eldri borgara)
Kristján Gunnarsson (félag eldri borgara)
Íris Dröfn Björnsdóttir (HSS)

Fundargerðir öldungarráðs