Viðbragðsáætlun við samskiptavanda eða einelti

Grunnskólar Reykjanesbæjar starfa eftir samræmdu verklagi þegar tilkynning um grun um samskiptavanda eða einelti berst skóla. Í hverjum skóla starfar samskipta- og eineltisteymi sem sér um úrvinnslu allra þeirra mála sem eru tilkynnt. Gott samstarf á milli heimila og skóla er lykilþáttur í farsælli lausn mála. Reykjanesbær leggur áherslu á að allt starfsfólk, nemendur og foreldrar séu meðvitaðir um hvað einelti er, hvernig það birtist og hvernig við samræmum viðbrögð við því. Hér geta foreldar nálgast gagnlegar upplýsingar um einkenni samskiptavanda og eineltis og hvað þeir geta gert. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólanna, svo sem tilkynningareyðublað og skipan teymanna.

Hér fyrir neðan má sjá myndræna framsetningu á viðbragðsáætluninni.

Viðbragðsááætlun við samskiptavanda eða einelti