Félagsleg ráðgjöf

hand-in-hand-2065777_960_720

Markmiðið með félagslegri ráðgjöf er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og stuðla að auknum lífsgæðum íbúa. Allir íbúar Reykjanesbæjar eldri en 18 ára geta sótt um félagslega ráðgjöf. Ráðgjöfin er ókeypis.

Ráðgjafar veita upplýsingar og leiðbeina fólki um ýmsa þjónustu og réttindi og vísa á úrræði sem henta hverjum og einum.

Dæmi um ráðgjöf í boði

  • Fjárhagsaðstoð
  • Stuðningur við húsnæðisleit
  • Uppeldismál
  • Virkni fyrir fólk sem er ekki á vinnumarkaði
  • Skilnaðarmál
  • Félagslegur og persónulegur vandi

Sækja um félagslega ráðgjöf

Þú getur bókað viðtal hjá ráðgjafa með því að:

 

Ertu nýr íbúi í Reykjanesbæ?

Við viljum að nýir íbúar upplifi sig velkomna, þeir séu upplýstir um helstu þjónustu og afþreyingu á Suðurnesjum og verði sem allra fyrst virkir þátttakendur í samfélaginu.

Á Velkomin til Suðurnesja - sudurnes.is er að finna upplýsingar um alla helstu þjónustu og afþreyingu á Suðurnesjum.