- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Lífið hjá okkur öllum getur verið alls konar, það geta komið upp ýmsar áskoranir í okkar lífi sem við þurfum að takast á við. Þá þarf stundum að fá ráðgjöf og stuðning til þess að takast á við þær.
Með félagslegri ráðgjöf hjálpum við fólki til sjálfshjálpar og stuðlum þannig að auknum lífsgæðum þeirra.
Hvernig sæki ég um félagslega ráðgjöf?
Bóka má viðtal hjá ráðgjafa í félagslega ráðgjöf á þrjá vegu:
Hvað kostar að fá félagslega ráðgjöf?
Það kostar ekki neitt að fá félagslega ráðgjöf.
Hvernig ráðgjöf er í boði?
Ráðgjöfin getur verið mjög fjölbreytt, meðal annars ráðgjöf vegna fjárhagsaðstoðar, stuðningur við húsnæðisleit, uppeldismál, virkni í atvinnuleysi og skilnaðarmál.
Ráðgjafar veita persónulega þjónustu þar sem þeir veita upplýsingar og leiðbeina fólki um ýmsa þjónustu og réttindi og vísa því áfram í úrræði sem henta hverjum og einum einstakling.