Húsnæðismál

Félagslegt húsnæði

Skila skal umsóknum um félagslegt húsnæði í gegnum mittreykjanes.is ásamt umbeðnum gögnum sem þar kemur fram. Við mat á umsóknum um félagslegt húsnæði er höfð hliðsjón af reglum þar um, þar sem m.a. er tekið mið af tekjum, eignum og fjölskyldustærð.

Úthlutun félagslegra leiguíbúða fer fram hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar í umboði Fasteigna Reykjanesbæjar ehf.

Íbúðir fyrir aldraða

Leitast skal við að tryggja framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða. Stefnt skal að því að húsnæðið sé þannig staðsett að aldraðir eigi kost á sem bestum tengslum við aðra íbúa byggðarlagsins. Einnig skal tekið tillit til nálægðar við nauðsynlega þjónustu.

Búseta fyrir fólk með fötlun

Fötluðu fólki stendur til boða ýmis úrræði og þjónusta í búsetumálum. Um er að ræða heimili með sólarhringsþjónustu og einnig þjónustu sem aðlöguð er að mismunandi þörfum fólks sem býr sjálfstætt. Þjónustan miðar að því að styðja fatlað fólk í daglegu lífi þeirra, virkja það til þátttöku í samfélaginu og styrkja það til að hafa áhrif á eigið líf. Val um búsetuúrræði fer eftir óskum og þörfum einstaklingsins og aðstandenda hans í samráði við Velferðarsvið.

Sólarhringsþjónusta er veitt á þremur heimilum fatlaðs fólks í Reykjanesbæ. Auk þess fá fjölmargir einstaklingar mismikla þjónustu og stuðning á heimilum sínum víðs vegar um bæinn.

Reglur um húsnæði