Velferðarsvið

Hlutverk velferðarsviðs skv. lögum er að styðja við íbúa með fyrirbyggjandi aðgerðum, aðgerðum sem bæta lífskjör barna, einstaklinga og fjölskyldna, aðgerðum sem stuðla að jöfnuði og jöfnum tækifærum, aðgerðum sem efla færni íbúa til sem mestra lífsgæða og fullra þátttöku í samfélaginu án mismununar. Áhersla er lögð á sterka framlínuþjónustu, gott samstarf kerfa, samþættingu þjónustu, notendasamráð, virðingu, eldmóð og framsækni í þróun og veitingu þjónustu við íbúa.

Velferðarsvið Reykjanesbæjar hefur frá árinu 2004 skv. samningi við Útlendingastofnun séð um þjónustu og aðbúnað við þá sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Á velferðarsviði er unnið verkefnið Allir með en það er samfélagsverkefni sem leggur áherslu á verndandi þætti í lífi barna. Allir með er fyrsta stigs forvörn sem vinnur gegn einelti, félagslegri útskúfun, fordómum, hvers kyns ofbeldi og hatursorðræðu. Stofnaður verður Allir með skóli sem verður fræðsluvettvangur fyrir hugmyndafræði verkefnisins og verða fullorðnir leiðtogar í skipulögðu barnastarfi þjálfaðir til þess að vinna að sterkri heild sinna hópa og vinna þannig að inngildandi samfélagi.

Stjórnskipulag Reykjanesbæjar