Laus störf

Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Dagdvalir aldraðra - hjúkrunarfræðingur

Dagdvalir aldraðra - hjúkrunarfræðingur

 

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir hjúkrunarfræðingi í 100% stöðu deildarstjóra dagdvala aldraðra.

 Deildarstjóri stýrir daglegum rekstri deildarinnar, ber faglega ábyrgð á þjónustunni, samræmir verkferla, sinnir þverfaglegu samstarfi og starfsmannamálum í samstarfi við forstöðumann öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar.

Dagdvalir aldraðra heyra undir öldrunarþjónustu Velferðarsviðs Reykjanesbæjar og eru staðsettar á Nesvöllum og í Selinu.

Markmiðið dagdvalanna er að styðja aldraða einstaklinga til þess að búa á eigin heimilum sem lengst og  rjúfa félagslega einangrun. Einnig að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu.

 

Menntunar og  hæfniskröfur:

Íslenskt hjúkrunarleyfi

Reynsla af starfi með öldruðum eða þekking á málefnum aldraðra

Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni

Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs

Stjórnunarreynsla æskileg

 

Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

Umsóknarfrestur er til  31. ágúst 2018

Nánari upplýsingar veitir Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar á netfangið: asa.eyjolfsdottir@reykjanesbaer.is

 

Upplýsingar gefur Ása Eyjólfsdóttir. eyjolfsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. ágúst 2018

Sækja um þetta starf

Tjarnarsel óskar eftir leikskólakennara

Viltu vinna í líflegum leikskóla í hjarta bæjarins?

Leikskólinn Tjarnarsel óskar eftir leikskólakennara í 100% stöðu. Í leikskólanum er unnið faglegt og metnaðarfullt skólastarf þar sem sérstök áhersla er lögð á mál og læsi, útinám í náttúrulegum garði leikskólans og á vettvangsferðir um nánasta umhverfi hans. Tjarnarsel er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Landlæknisembættis Íslands. Sjá nánar um Tjarnarsel á www.tjarnarsel.is og á fésbókarsíðu skólans, Leikskólinn Tjarnarsel.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla.
  • Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í leikskólastarfinu.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Ábyrgð og stundvísi.

Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL.

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður litið til annarrar menntunar og reynslu. Karlmenn jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.  

 

Nánari upplýsingar veitir Árdís H. Jónsdóttir, leikskólaskólastjóri í

síma 420-3100 eða 896-2578. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið ardis.h.jonsdottir@tjarnarsel.is

 

Umsóknarfrestur er til 5. september 2018.

 

Upplýsingar gefur Árdís H. Jónsdóttir, leikskólaskólastjóri

Umsóknarfrestur til: 05. september 2018

Sækja um þetta starf