Laus störf

Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Fræðslusvið - Forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskjóls

Akurskóli Dalsbraut/Stapaskóli auglýsir eftir forstöðumanni frístundaheimilis Stapaskjóls

Börn eru gleðigjafar, skapandi og fróðleiksfús

Akurskóli Dalsbraut er útibú frá Akurskóla þar sem fjölbreyttur og skemmtilegur hópur nemenda úr 1. – 4.bekk og starfsfólks starfa.  Í skólanum eru um 100 nemendur og 15 starfsmenn.

Frístundaheimilið Stapaskjól býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir 6 – 9 ára nemendur. Markmið starfsins er að hver og einn einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. Þar er leitast við að beita lýðræðislegum starfsháttum, efla hæfni barnanna til að móta sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði tómstunda-, uppeldisfræða eða félagsmálafræða
 • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er skilyrði
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
 • Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu
 • Sjálfstæði, frumkvæði og sköpunargleði
 • Jákvæðni, sveigjanleika, ábyrgðarkennd og áreiðaleika
 • Íslenskukunnáttu

Um er að ræða 100% stöðu frá 3.janúar 2019 eða eftir samkomulagi.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

 

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Akurskóla (groa.axelsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 420-4550)

Umsóknarfrestur til: 17. desember 2018

Sækja um þetta starf

Fræðslusvið - Grunnskólafulltrúi

Fræðslusvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða grunnskólafulltrúa í 100% stöðu

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að taka þátt í mótun menntunar til framtíðar í Reykjanesbæ.

Fræðslusvið annast stjórnsýslu, rekstur og þjónustu vegna uppeldis- og menntamála í bæjarfélaginu.

Starfssvið grunnskólafulltrúa:

 • Ráðgjöf, umsjón og eftirlit með faglegum og rekstrarlegum þáttum í grunnskólastarfi.
 • Tengsl við aðrar stofnanir, skýrslugerð og stjórnsýsla sem tengist málaflokknum.
 • Veita ráðgjöf og stuðla að þróun, nýsköpun og stefnumörkun varðandi grunnskólamál.
 • Skipulag endur- og símenntunar og stuðningur við starfsþróun í samráði við skólastjórnendur.
 • Eftirlit með gerð starfsáætlana, skólanámskráa og sjálfsmatsskýrslna.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða.
 • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar.
 • Þekking og færni í áætlanagerð.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt góðri skipulagshæfni.
 • Þekking og vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. febrúar 2019.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Upplýsingar gefur Helgi Arnarson, sviðsstjóri Fræðslusviðs (helgi.arnarson@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 03. janúar 2019

Sækja um þetta starf

Fræðslusvið - Hjallatún óskar eftir leikskólakennara/starfsmanni

Leikskólinn Hjallatún óskar eftir að ráða leikskólakennara

Leikskólinn Hjallatún er opinn leikskóli og starfar eftir fjölgreindarkenningu Howard Garnders. Áhersla er á leikinn, lýðræði og samskipti.

Viðkomandi mun vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Um 100% starf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Stjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða starfsmann með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.  

 

Upplýsingar gefur Ólöf Magnea Sverrisdóttir leikskólastjóri Hjallatúns (olof.sverrisdottir@hjallatun.is, sími: 420-3150/698-6061)

Umsóknarfrestur til: 26. desember 2018

Sækja um þetta starf

Fræðslusvið - Þroskaþjálfi í Akurskóla Dalsbraut/Stapaskóla

Akurskóli Dalsbraut/Stapaskóli óskar eftir þroskaþjálfa í 100% stöðu

Börn eru gleðigjafar, skapandi og fróðleiksfús

Akurskóli Dalsbraut er útibú frá Akurskóla þar sem fjölbreyttur og skemmtilegur hópur nemenda úr 1. – 4.bekk og starfsfólks starfa.  Í skólanum eru um 100 nemendur og 15 starfsmenn.

Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu. Þroskaþjálfi hefur m.a. það hlutverk að halda utan um og framfylgja ráðgjöf fagaðila, aðlaga námsumhverfi og námsefni að nemandanum í samráði við umsjónarkennara. Að stuðla að almennri velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að starfa sem þroskaþjálfi
 • Reynsla af vinnu með börnum og unglingum á grunnskólaaldri er kostur
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar
 • Íslenskukunnátta

Um er að ræða 100% stöðu frá 15.janúar 2019 eða eftir samkomulagi.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

 

 

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Akurskóla (groa.axelsdottir@akurskoli.is, sími: 420-4550)

Umsóknarfrestur til: 17. desember 2018

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Félagsráðgjafi í barnavernd

Félagsráðgjafi í fullt starf í barnavernd

Velferðarsvið Reykjanesbær leitar að félagsráðgjafa í fullt starf í barnavernd. Starfið felst í vinnu við barnavernd, fósturmál, ráðgjöf við foreldra og börn í Reykjanesbæ. Lögð er áhersla á öflugt barnaverndarstarf, þverfaglegt samstarf við aðrar deildir sviðsins og helstu samstarfsstofnanir.

Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga, úrræðum sveitarfélaga og ríkis auk þess sem þekking á málefnum barna og fjölskyldna er mikilvæg.

Helstu verkefni:

 • Vinnsla barnaverndarmála
 • Vinnsla fósturmála
 • Ráðgjöf við foreldra og börn
 • Samstarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir sem tengjast börnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Félagsráðgjafanám til starfsréttinda.
 • Viðbótarmenntun á sviði barnaverndar eða PMTO meðferðar er kostur
 • Þekking á ESTER mati er kostur
 • Reynsla á sviði barnaverndar og fósturmála
 • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
 • Hæfni til þverfaglegs samstarfs
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags.

Reykjanesbær er fimmta fjölmennasta sveitarfélag á Íslandi með um 18.800 íbúa og eru starfsmenn bæjarins um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð starfsmannahópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að nýta styrkleika sína. Þjónusta velferðarsviðs byggir á gildunum virðing, velferð og valdefling með áherslu á heildstæða þjónustu.

Upplýsingar gefur María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar (maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 420-6700)

Umsóknarfrestur til: 27. desember 2018

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf