Laus störf

Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Drekadalur - Deildarstjórar

Deildarstjórar óskast við nýjan leikskóla í Reykjanesbæ

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík leitar eftir þremur drífandi, skipulögðum og jákvæðum einstaklingum í störf deildarstjóra sem er tilbúnir að taka þátt í og leiða gott faglegt starf í lýðræðislegu skólaumhverfi. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðra hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun.

Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum.  Í Drekadal er lögð áhersla á samvinnu, nýtingu mannauðs og flæði ásamt leik barna sem er gert hátt undir höfði.

Deildarstjóri er faglegur leiðtogi og situr í stjórnendateymi leikskólans. Hann starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Reykjanesbæ með opnum hug og gleði í hjarta, uppeldi til ábyrgðar aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.

Um er að ræða 100% starfshlutföll  frá og með 1. desember 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
  • Stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar
  • Situr foreldrafundi, starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans
  • Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari
  • Reynsla af vinnu með börnum æskileg
  • Stjórnunarreynsla í leikskóla mikilvæg
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Stundvísi og reglusemi
  • Góð íslenskukunnátta. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar,www.reykjanesbaer.is, undir laus störf. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfni til að sinna starfinu.

Áhugasamir einstaklingar án tilits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964

Umsóknarfrestur til: 28. október 2024

Sækja um þetta starf

Drekadalur - Kennarar

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík auglýsir eftir sex kennurum í 100% störf.

Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum. Í Drekadal verður lögð áhersla á samvinnu og nýtingu mannauðs og flæði ásamt leik barna sem verður gert hátt undir höfði.

Um framtíðarstörf er að ræða í 100% starfshlutföllum frá og með 1. Desember 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags leikskólakennara.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Taka þátt í skipulagningu starfs
  • Taka þátt í foreldrastarfi í samráði við deildarstjóra
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur honum 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem leikskólakennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna
  • Færni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakarvottorð skilyrði 

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja og skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964

Umsóknarfrestur til: 28. október 2024

Sækja um þetta starf

Hæfingarstöðin - Matráður

Hæfingarstöð Reykjanesbæjar er dagþjónustuúrræði fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum. Markmið Hæfingarstöðvarinnar er að efla atvinnutengda færni þjónustunotenda auk þess að veita fötluðu fólki vettvang til þess að taka virkan þátt í samfélaginu

Við leitum að jákvæðum og skipulögðum matráð til starfa á Hæfingarstöð Reykjanesbæjar í 62,5% starfshlutfalli. Matráður ber ábyrgð á eldhúsinu, sér um matseld og bakstur, skipuleggur matseðla, og annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum. Einnig hefur matráður umsjón með þrifum og annast önnur tilfallandi verkefni er varða eldhúsið.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Yfirumsjón með eldhúsi Hæfingarstöðvar Reykjanesbæjar
  • Skipulagning matseðla og innkaupa á matvörum
  • Eldar heitan hádegisverð fyrir þjónustunotendur og starfsfólk
  • Undirbúningur og frágangur vegna morgunkaffis
  • Þrif og ábyrgð á hreinlæti eldhúss
  • Aðstoðar þjónustunotendur við eldhússtörf og frágang eftir þörfum
  • Bakstur eftir þörfum
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Grunnskólapróf
  • Þekking á meðferð matvæla
  • Góð færni í íslensku, bæði töluðu og rituðu
  • Reynsla af eldahússtörfum
  • Áhugi á að starfa með fötluðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Sveigjanleiki og þjónustulund
  • Jákvætt viðhorf

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf á tímabilinu 25.-29. nóvember.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar gefur Berglind Ólafsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, netfang berglind.olafsdottir@reykjanesbaer.is S. 420-3250.

Umsóknarfrestur til: 24. október 2024

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hjá Reykjanesbæ starfa u.þ.b. 1.200 manns í fjölbreyttum störfum hjá sveitarfélaginu og er reglulega verið að leita að hæfu og góðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Eingöngu er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Vinsamlegast taktu fram í umsóknarforminu ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á  tímavinnu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið 100% stöður eða/og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði.

Reykjanesbær hvetur þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2024

Sækja um þetta starf

Viltu taka þátt í að veita börnum og fjölskyldum stuðning?

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir stuðningsfjölskyldum

Ert þú einstaklingur eða fjölskylda sem hefur áhuga á að bjóða barni með stuðningsþarfir hlýlegt umhverfi, umhyggju og kærleik um helgar? Við erum að leita að jákvæðum og ábyrgðarfullum einstaklingum eða fjölskyldum sem eru tilbúin að taka þátt í því mikilvæga hlutverki að létta á álagi á fjölskyldum og styrkja félagslegt stuðningsnet barna. 

Helstu verkefni:

  • Veita barni með stuðningsþarfir helgarvistun á heimili þínu.
  • Veita barninu öruggt, kærleiksríkt og styðjandi umhverfi. 

Með því að gerast stuðningsfjölskylda getur þú:

  • Haft jákvæð áhrif á líf barns.
  • Veitt fjölskyldu kærkomna hvíld og stuðning. 

Ef þetta hljómar eins og eitthvað fyrir þig, þá er þetta einstakt tækifæri til að leggja þitt af mörkum til að styðja við börn og fjölskyldur!

Upplýsingar gefur Kolbrún Þorgilsdóttir ráðgjafi barna- og fjölskylduteymis, Kolbrun.thorgilsdottir@reykjanesbaer.is S. 421-6700

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2024

Sækja um þetta starf