Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Fræðslusvið Reykjanesbæjar - Sálfræðingur

 Fræðslusvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa

 

Reykjanesbær óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa á fræðslusvið bæjarins. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu samstarfi við kennsluráðgjafa, talmeinafræðinga, starfsfólk skóla, velferðarþjónustu og aðra sérfræðinga. Faglegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð, klínískar leiðbeiningar og að hagsmunir nemenda séu hafðir að leiðarljósi.

 

Starfssvið sálfræðings:

- Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum.

- Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra.

- Ráðgjöf við starfsfólk í skólum.

- Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

- Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.

- Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg.

- Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg.

- Skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum.

- Hreint sakavottorð.

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir

Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur, einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is

 

Umsókn er skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.

 

Upplýsingar gefur Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur, einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 01. september 2019

Sækja um þetta starf

Starf við liðveislu

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Hér sækir þú um að starfa við liðveislu.

Upplýsingar gefur Freydís Aðalsteinsdóttir, félagsráðgjafi (freydis.adalsteinsdottir@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 31. janúar 2022

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf