Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Bókasafn Reykjanesbæjar - Útlánadeild

Hefur þú gaman að fólki? Langar þig að slást í hópinn?

Laust starf hjá Bókasafni Reykjanesbæjar í útlánadeild

Bókasafn Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í útlánadeild í 50% starf. Vinnutími er morgun- , síðdegis- og helgarvaktir. Starfið felur m.a. almenna þjónustu við notendur bókasafnsins, upplýsingagjöf og afgreiðslu, vinna við aðföng, umsýslu og frágang safnefnis, teymisvinnu svo og önnur verkefni.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf eða hliðstæð menntun og/eða starfsreynsla á bókasafni
 • Mjög góð almenn tölvukunnátta
 • Góð íslenskukunnátta og gott vald á ensku
 • Þekking og áhugi á bókmenntum, menningu og sögu
 • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
 • Rík þjónustulund og stundvísi.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Stefanía Gunnarsdóttir, í gegnum netfang stefania.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is og í síma 421-6770.

Umsóknarfrestur til: 26. ágúst 2022

Sækja um þetta starf

Fræðslusvið - Talmeinafræðingur

Starf hjá fræðslusviði Reykjanesbæjar - Talmeinafræðingur

Reykjanesbær óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðslusviði bæjarins. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, faglegt starf og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra.   

Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsfólks sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Þjónustan tekur mið af grunnstefnu Reykjanesbæjar og nýrri menntastefnu sveitarfélagsins Með opnum hug og gleði í hjarta, þar sem leiðarljósin eru börnin mikilvægust, kraftur fjölbreytileikans og faglegt menntasamfélag. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og tækifæri til starfsþróunar. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.  

Helstu verkefni:  

 • Sinna athugunum og ráðgjöf vegna barna með mál- og talmein.
 • Sinna fræðslu og ráðgjöf við börn, foreldra, og starfsfólk skóla.
 • Halda námskeið, kynningar og fyrirlestra fyrir foreldra og starfsfólk.
 • Veita ráðgjöf vegna barna með íslensku sem annað tungumál.
 • Vinna í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.  

Menntunar- og hæfniskröfur:  

 • Fullgilt nám í talmeinafræðum og réttindi til að starfa sem talmeinafræðingur.
 • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna.
 • Reynsla af athugunum og ráðgjöf æskileg.
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði . 
 • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og leikni í mannlegum samskiptum. 
 • Vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. 
 • Hreint sakavottorð.   

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.  

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.   

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. 

Upplýsingar gefur Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu í gegnum netfang halldora.f.thorvaldsdottir@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700.

Umsóknarfrestur til: 26. ágúst 2022

Sækja um þetta starf

Starf við liðveislu

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Snædís Góa Guðmundsdóttir í tölvupósti og í síma 421-6700.

Upplýsingar gefur Snædís Góa Guðmundsdóttir í gegnum netfangið Snaedis.G.Gudmundsdottir@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700. Snaedis.G.Gudmundsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. ágúst 2022

Sækja um þetta starf

Starfsmaður á Eignaumsýslu Umhverfissviðs óskast.

Umhverfissvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða einstakling á Eignaumsýslu Umhverfissviðs. Starfið felur í sér umsjón með viðhaldi og framkvæmdum á fasteignum Reykjanesbæjar sem eru um 60 víðsvegar um bæinn.

Á Umhverfissviði starfa 12 manns sem sinna öllum byggingar-, skipulags- og framkvæmdarmálum fyrir sveitarfélagið og er því um mjög fjölbreytt svið að ræða. Næsti yfirmaður viðkomandi er deildarstjóri eignaumsýslu.

Starfið felur í sér mikil samskipti við umsjónarmenn fasteigna og forstöðumenn stofnanna. Góð samskiptahæfni er skilyrði auk þess sem minnt er á gildi sveitarfélagsins, virðing, eldmóður og framsækni sem mikilvægt er að viðkomandi endurspegli í sínum störfum.

Helstu verkefni:

 • Afgreiðsla viðhaldsbeiðna sem berast vegna eigna Reykjanesbæjar, deildastjóra eignaumsýslu og sviðsstjóra USK
 • Sinnir minniháttar viðhaldi en kallar til verktaka ef þarf í samráði við deildarstjóra
 • Er tengiliður við verktaka sem vinna skv. verkbeiðnum og sinnir eftirfylgni með framkvæmd verka
 • Heldur verkbókhald um verkefni sem hann hefur umsjón með
 • Önnur tilfallandi verkefni á eignaumsýslu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Gild ökuréttindi
 • Metnaður og vilji til að vaxa í starfi
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Reynsla af störfum tengdum byggingu og viðhaldi fasteigna

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs, í gegnum netfangið gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is og í síma 4216739.

Umsóknarfrestur til: 19. ágúst 2022

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í dagdvalir aldraðra.

Óskað er eftir starfsmanni í dagdvalir aldraðra. Starfið er við umönnun og félagsstarf. Um 95% stöðugildi í dagvinnu er að ræða.

Dagdvöl aldraða er rekin á Nesvöllum og í Selinu. Markmiðið með þjónustunni er að styðja aldraða einstaklinga til þess að geta búið á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun. Ásamt því að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu. Starfsfólk leitast við að veita öryggi og sinna þörfum hvers og eins.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Hæfniskröfur:

 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og metnaður í starfi
 • Góð íslenskukunnátta
 • Sveigjanleiki
 • Reynsla af starfi með öldruðum kostur 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og VSFK eða STFS.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu í Reykjanesbæ í gegnum netfangið asa.eyjolfsdottir@reykjanesbaer.is.

Umsóknarfrestur til: 22. ágúst 2022

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Deildarstjóri á Hæfingarstöð

Deildarstjóri á Hæfingarstöð Reykjanesbæjar

Hæfingarstöð Reykjanesbæjar er dagþjónustuúrræði fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum. Markmið Hæfingarstöðvarinnar er að efla atvinnutengda færni þjónustunotenda auk þess að veita fötluðu fólki vettvang til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Um er að ræða 100% ótímabundið starf í dagvinnu.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á faglegu starfi, verkefnum og verkáætlunum
 • Setur upp markmið, einstaklings- og þjónustuáætlanir
 • Stuðlar að því að þjónustunotendur taki virkan þátt í samfélaginu
 • Heldur utan um fræðslu til starfsfólks.
 • Skipuleggur starfsmannafundi í samráði við forstöðumann.
 • Samstarf við starfsmenn Velferðarsviðs Reykjanesbæjar, annarra sveitafélaga og aðstandendur
 • Þverfaglegt samstarf við aðrar fagstéttir
 • Er staðgengill forstöðumanns
 • Önnur tilfallandi verkefni/störf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki
 • Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
 • Reynsla af stjórnun kostur
 • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Rík þjónustulund og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
 • Sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleiki, frumkvæði og skipulagshæfni

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Jón Kristinn Pétursson í gegnum netfang jon.k.petursson@reykjanesbaer.is og í síma 420-3250.

Umsóknarfrestur til: 25. ágúst 2022

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Deildarstjóri/hjúkrunarfræðingur

Dagdvalir aldraðra – Deildarstjóri/hjúkrunarfræðingur

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir hjúkrunarfræðingi í 100% stöðu deildarstjóra dagdvala aldraðra.  

Deildarstjóri stýrir daglegum rekstri deildarinnar, ber faglega ábyrgð á þjónustunni, samræmir verkferla, sinnir þverfaglegu samstarfi og starfsmannamálum í samstarfi við forstöðumann stuðnings- og öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar.

Dagdvalir aldraðra heyra undir Velferðarsvið Reykjanesbæjar og eru staðsettar á Nesvöllum og í Selinu.

Markmiðið dagdvalanna er að styðja aldraða einstaklinga til þess að búa á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun. Einnig að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu.

Helstu verkefni:

 • Stýrir daglegum rekstri dagdvalanna
 • Fagleg ábyrgð á þjónustu sem veitt er
 • Sér um mannauðsmál dagdvalanna s.s. ráðningar, mönnun og fræðslu
 • Stuðningur og ráðgjöf við dvalargesti og aðstandendur
 • Upplýsingamiðlun og skráningar
 • Þátttaka í í stefnumótun og þróun öldrunarþjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Reynsla af starfi með öldruðum og þekking á málefnum aldraðra kostur
 • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs
 • Stjórnunarreynsla æskileg
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í haust.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu, í gegnum netfang asa.eyjolfsdottir@reykjanesbaer.is og í síma 420-3400.

Umsóknarfrestur til: 24. ágúst 2022

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur

Stuðningsfjölskyldur óskast.

Barnavernd Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur.

Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn tímabundið í umsjá sína til að létta álagi af fjölskyldu þess og veita barninu félagslegan stuðning. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu eina til tvær helgar í mánuði en tíminn getur verið allt að viku í senn.

Um er að ræða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og hafa bæði gagn og gaman af því að kynnast annarri fjölskyldu og taka þátt í lífi heimilismanna.

Leitað er eftir fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður fyrir barn, setja skýr mörk og á sama tíma veita barninu hlýju og nærgætni. Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar veitir stuðningsfjölskyldum leyfi að undangenginni úttekt á heimilishögum. Skila þarf læknis- og sakavottorði.

Allar frekari upplýsingar veitir Elín Ingibjörg Kristófersdóttir, ráðgjafi, í síma 421-6700 eða í gegnum netfang.

Sótt er um að gerast stuðningsfjölskylda með því að hafa samband við starfsmenn barnaverndar í síma 421-6700 eða í tölvupósti.

Upplýsingar gefur elin.i.kristofersdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 01. október 2022

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Tilsjónaraðilar í barnavernd

Barnavernd Reykjanesbæjar leitar að tilsjónaraðilum

Hefur þú áhuga á að starfa við tilsjón?

Um er að ræða afmörkuð verkefni sem unnin eru í tímavinnu. Verkefnin eru flest unnin á heimilum fjölskyldna eftir kl. 16:00 og um helgar. Markmið tilsjónar er að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning inni á heimilum. Tilsjónaraðilar vinna í samstarfi við ráðgjafa í barnavernd og njóta þeirra handleiðslu.

Helstu verkefni:

 • Aðstoða foreldra við að koma skipulagi á heimilishald
 • Veita almenna uppeldislega ráðgjöf
 • Veita almenna ráðgjöf varðandi hreinlæti
 • Aðstoða við heimanám barna
 • Rjúfa félagslega einangrun einstaklinga
 • Kanna aðstæður á heimili
 • Rita skýrslu um ástand heimilis eftir heimsókn

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf
 • Menntun tengd uppeldi og/eða félagslegri ráðgjöf er kostur
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Rík þjónustulund og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
 • Hreint sakavottorð.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags suðurnesja

Frekari upplýsingar um starfið veitir Freyja Hrund Ingveldardóttir, ráðgjafi, í síma 421-6700 eða í gegnum netfang.

Upplýsingar gefur Freyja Hrund Ingveldardóttir, ráðgjafi, í síma 421-6700 eða í gegnum netfangið freyja.h.ingveldardottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 01. september 2022

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf