Stapaskóli - Starfsfólk skóla/Frístundaheimili
Stapaskóli leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstakling í starf starfsfólks skóla í frístundaheimilið Stapaskjól.
Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli verður hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og nánum tengslum við nánasta umhverfi.
Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
- Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd á faglegu frístundastarfi.
- Stýra hópum í frístundastarfi og leiðbeina börnum í leik og starfi.
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins.
- Önnur störf sem skólastjóri felur starfsfólki
Menntunar – og hæfniskröfur:
- Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg
- Áhugi á að vinna með börnum
- Frumkvæði í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgðarkennd og áreiðaleiki
- Stundvísi og samviskusemi
- Góð íslenskukunnátta
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Um 37,5% starf er að ræða, vinnutími er frá kl. 13:00 – 16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 5. janúar 2026.
Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Jón Haukur Hafsteinsson, skólastjóri Stapaskóla, netfang: jon.h.hafsteinsson@stapaskoli.is S. 420 – 1600 / 891-6969.
Umsóknarfrestur til: 05. janúar 2026
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Velferðarsvið – Félagsráðgjafi í virkni- og ráðgjafarteymi
Reykjanesbær leitar að öflugum og framsæknum félagsráðgjafa til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga í virkni- og ráðgjafarteymi velferðarsviðs þar sem lögð er áhersla á mannúðlega nálgun, aukin lífsgæði og velferð þjónustunotenda.
Teymið sinnir mikilvægu starfi í þágu velferðarþjónustu við íbúa Reykjanesbæjar. Um er að ræða tímabundið starf til 31. ágúst 2027 í 100% starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði félagsþjónustu og faglegrar nálgunnar og nærgætni í málefnum einstaklinga sem standa höllum fæti í samfélaginu.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
- Málstjóri og tengiliður í málefnum þjónustunotenda
- Félagsleg ráðgjöf, stuðningur og eftirfylgd með málum þjónustunotenda
- Móttaka og afgreiðsla umsókna um þjónustu, t.d. fjárhagsaðstoð og félagslegt leiguhúsnæði
- Þverfaglegt samstarf innan og utan velferðarsviðs og Reykjanesbæjar
- Þátttaka í stefnumótun og þróun umbóta í þjónustu sem styðja við starfsemi teymisins
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sterk leiðtogafærni.
- Áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi velferðarþjónustu
- Þekking og reynsla á starfi innan félagsþjónustu sveitarfélaga mikilvæg
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
- Þekking og reynsla í málefnum innflytjenda æskileg
- Þekking og reynsla á störfum með fólki með geð- og fíknivanda æskileg
- Góð íslensku- og enskunnátta í mæltu og rituðu máli
- Önnur tungumálakunnátta er kostur
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Um 100% starf er að ræða og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, netfang: hilma.h.sigurdardottir@reykjanesbaer.is S. 4216700.
Umsóknarfrestur til: 08. janúar 2026
Sækja um þetta starf