Velferðarsvið - Deildarstjóri/hjúkrunarfræðingur
Dagdvalir aldraðra – Deildarstjóri/hjúkrunarfræðingur
Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir hjúkrunarfræðingi í 100% stöðu deildarstjóra dagdvala aldraðra.
Deildarstjóri stýrir daglegum rekstri deildarinnar, ber faglega ábyrgð á þjónustunni, samræmir verkferla, sinnir þverfaglegu samstarfi og starfsmannamálum í samstarfi við forstöðumann stuðnings- og öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar.
Dagdvalir aldraðra heyra undir Velferðarsvið Reykjanesbæjar og eru staðsettar á Nesvöllum og í Selinu.
Markmiðið dagdvalanna er að styðja aldraða einstaklinga til þess að búa á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun. Einnig að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu.
Helstu verkefni:
- Stýrir daglegum rekstri dagdvalanna
- Fagleg ábyrgð á þjónustu sem veitt er
- Sér um mannauðsmál dagdvalanna s.s. ráðningar, mönnun og fræðslu
- Stuðningur og ráðgjöf við dvalargesti og aðstandendur
- Upplýsingamiðlun og skráningar
- Þátttaka í í stefnumótun og þróun öldrunarþjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla af starfi með öldruðum og þekking á málefnum aldraðra kostur
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
- Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs
- Stjórnunarreynsla æskileg
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í haust.
Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu, í gegnum netfang asa.eyjolfsdottir@reykjanesbaer.is og í síma 420-3400.
Umsóknarfrestur til: 24. ágúst 2022
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur
Stuðningsfjölskyldur óskast.
Barnavernd Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur.
Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn tímabundið í umsjá sína til að létta álagi af fjölskyldu þess og veita barninu félagslegan stuðning. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu eina til tvær helgar í mánuði en tíminn getur verið allt að viku í senn.
Um er að ræða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og hafa bæði gagn og gaman af því að kynnast annarri fjölskyldu og taka þátt í lífi heimilismanna.
Leitað er eftir fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður fyrir barn, setja skýr mörk og á sama tíma veita barninu hlýju og nærgætni. Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar veitir stuðningsfjölskyldum leyfi að undangenginni úttekt á heimilishögum. Skila þarf læknis- og sakavottorði.
Allar frekari upplýsingar veitir Elín Ingibjörg Kristófersdóttir, ráðgjafi, í síma 421-6700 eða í gegnum netfang.
Sótt er um að gerast stuðningsfjölskylda með því að hafa samband við starfsmenn barnaverndar í síma 421-6700 eða í tölvupósti.
Upplýsingar gefur elin.i.kristofersdottir@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur til: 01. október 2022
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Velferðarsvið - Tilsjónaraðilar í barnavernd
Barnavernd Reykjanesbæjar leitar að tilsjónaraðilum
Hefur þú áhuga á að starfa við tilsjón?
Um er að ræða afmörkuð verkefni sem unnin eru í tímavinnu. Verkefnin eru flest unnin á heimilum fjölskyldna eftir kl. 16:00 og um helgar. Markmið tilsjónar er að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning inni á heimilum. Tilsjónaraðilar vinna í samstarfi við ráðgjafa í barnavernd og njóta þeirra handleiðslu.
Helstu verkefni:
- Aðstoða foreldra við að koma skipulagi á heimilishald
- Veita almenna uppeldislega ráðgjöf
- Veita almenna ráðgjöf varðandi hreinlæti
- Aðstoða við heimanám barna
- Rjúfa félagslega einangrun einstaklinga
- Kanna aðstæður á heimili
- Rita skýrslu um ástand heimilis eftir heimsókn
Menntunar og hæfniskröfur:
- Stúdentspróf
- Menntun tengd uppeldi og/eða félagslegri ráðgjöf er kostur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Rík þjónustulund og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Hreint sakavottorð.
Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags suðurnesja
Frekari upplýsingar um starfið veitir Freyja Hrund Ingveldardóttir, ráðgjafi, í síma 421-6700 eða í gegnum netfang.
Upplýsingar gefur Freyja Hrund Ingveldardóttir, ráðgjafi, í síma 421-6700 eða í gegnum netfangið freyja.h.ingveldardottir@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur til: 01. september 2022
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.
Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf.
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is
Sækja um þetta starf