Laus störf

Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa yfir 1.200 manns. Hjá sveitarfélaginu starfar samhentur hópur sem vinnur að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í þágu bæjarbúa.

Meginstefna Reykjanesbæjar ber yfirskriftina „Í krafti fjölbreytileikans“, en sveitarfélagið leggur ríka áherslu á að vera fjölskylduvænn bær sem styður og eflir hæfileika allra. Þetta kemur fram í öflugu skóla-, íþrótta- og menningarstarfi.

Reykjanesbær er vottað barnvænt sveitarfélag af UNICEF á Íslandi og vinnur markvisst að því að skapa samfélag þar sem allir hópar fá rödd og tækifæri til þátttöku.

Bókasafn Reykjanesbæjar – Bókasafn- og/eða upplýsingafræðingur

Viltu vinna þar sem bækur, menning, fólk og framtíðin mætast?

Bókasafn Reykjanesbæjar leitar að bókasafns- og/eða upplýsingafræðingi í 100% starf deildarstjóra (dagvinna).

Bókasafn Reykjanesbæjar er á spennandi tímamótum. Aðalsafnið flutti á síðasta ári í glæsilegt og nútímalegt húsnæði sem býður upp á fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og þróunar ásamt því að opna útibú í Innri Njarðvík, Stapasafn. Nú leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum liðsfélaga sem vill taka þátt í að móta framtíð safnsins með okkur.

Unnið er þvert á bæði söfnin. Engir dagar eru eins og það er hluti af sjarma starfsins hversu fjölbreytt starf fer þar fram.

Starfið er fjölbreytt og lifandi og snýr að miðlægum verkefnum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skráning og gagnavinna
  • Upplýsingaþjónusta og þjónusta við notendur
  • Kynningar, fræðsla og samstarf við ýmsa aðila
  • Þátttaka í þróun starfsemi safnanna og nýjum verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf á sviði bókasafns- og/eða upplýsingafræða (eða nema sem hefur lokið a.m.k. 60 ECTS einingum í upplýsingafræði)
  • Reynsla og þekking á bókasafnskerfinu Gegni (skráningarleyfi er kostur)
  • Góð tæknikunnátta og áhugasemi um nýjungar
  • Hæfni og áhugi á að leiðbeina og kenna öðrum
  • Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þekking og áhugi á bókmenntum, menningu og sögu
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Hjá okkur færðu tækifæri til að:

  • Vinna í framsæknu og skapandi umhverfi
  • Hafa raunveruleg áhrif á þróun safnsins
  • Starfa með öflugu og samhentu teymi
  • Taka þátt í fjölbreyttu menningar- og samfélagsstarfi

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Komdu og vertu hluti af spennandi ferðalagi hjá Bókasafni Reykjanesbæjar!

Upplýsingar gefur Guðný Kristín Bjarnadóttir forstöðumaður bókasafns, netfang: gudny.k.bjarnadottir@reykjanesbaer.is S. 4216770.

Umsóknarfrestur til: 02. febrúar 2026

Sækja um þetta starf

Fjármála- og stjórnsýslusvið - Innkaupastjóri Reykjanesbæjar

Reykjanesbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn innkaupastjóra til að starfa í öflugu teymi starfsfólks á fjármála- og stjórnsýslusviði bæjarins.

Innkaupastjóri ber ábyrgð á skipulagi, stefnumótun og framkvæmd innkaupa hjá Reykjanesbæ með það markmið að tryggja hagkvæmni í rekstri, fylgni við lög um opinber innkaup, innkaupareglur og fagleg vinnubrögð við samningsgerð. Innkaupastjóri vinnur þvert á deildir sveitarfélagsins og er ráðgefandi og tryggir að kaup á vörum og þjónustu séu ávallt eins hagkvæm og kostur er hverju sinni. Starfið krefst siðferðislegs þreks og nákvæmni í vinnubrögðum.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum. 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Móta og fylgja eftir innkaupastefnu Reykjanesbæjar með áherslu á hagkvæmni, sjálfbærni og gagnsæi
  • Framkvæmd verðkannanna og innkaupa á vöru og þjónustu
  • Umsjón með gerð útboðsgagna, auglýsingum og mati á tilboðum í samræmi við lög um opinber innkaup (nr. 120/2016) og verkstýring á útboðsferli
  • Gerð samninga við birgja og virkt eftirlit með því að samningsbundnir aðilar uppfylli skyldur sínar
  • Greining á innkaupagögnum til að finna tækifæri til hagræðingar
  • Stuðningur og leiðbeiningar til forstöðumanna og deildarstjóra vegna minni innkaupa og innkaupaferla
  • Innleiðing tæknilausna í innkaupaferlinu og þróun og umsjón með rafrænum innkaupakerfum og sjálfvirkni í pöntunarferlum
  • Samskipti við markaðinn, birgja og aðra opinbera aðila 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði viðskipta-, hag- og/eða lögfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi eru skilyrði
  • Víðtæk reynsla af innkaupamálum æskileg
  • Góð þekking á lögum um opinber innkaup, stjórnsýslulögum og samningalögum
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu, verkefnastjórnun og samningagerð á fyrirtækjamarkaði æskileg
  • Góð kunnátta í notkun töflureiknis og læsi á reiknilíkönum í útboðum kostur
  • Talnagleggni og góð íslensku- og enskukunnátta bæði í máli og riti
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Hafa mjög góða samskipta- og samstarfshæfni

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri/fjármálastjóri, netfang: Regina.F.Gudmundsdottir@Reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 26. janúar 2026

Sækja um þetta starf

Menningar- og þjónustusvið - Verkefnastjóri viðburða og menningarverkefna

Reykjanesbær leitar að öflugum, skipulögðum, skapandi og lausnamiðuðum einstaklingi í starf verkefnastjóra viðburða og menningarverkefna. 

Starfið hentar einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á menningarlífi og viðburðahaldi, er skipulagður í vinnubrögðum og vill taka virkan þátt í að skapa lifandi og fjölbreytta viðburði fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Í starfinu felst skipulagning, framkvæmd og samræming menningartengdra viðburða og verkefna í nánu samstarfi við menningarfulltrúa og aðra aðila, með það að markmiði að tryggja faglega framkvæmd og samræmda og markvissa dagskrá yfir árið. Hluti starfsins er unninn utan hefðbundins vinnutíma og því er vinnutími sveigjanlegur að einhverju marki. Um 100% starf er að ræða og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl eða eftir samkomulagi. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Skipulag og framkvæmd minni og meðalstórra viðburða 
  • Skipulag og framkvæmd afmarkaðra verkþátta í stærri viðburðum, s.s. Ljósanótt, BAUN og Aðventugarði 
  • Samræming dagskrár og samstarf við menningarstofnanir, félög og aðra samstarfsaðila
  • Vinna að kynningu og upplýsingagjöf í samstarfi við markaðs- og kynningarfulltrúa 
  • Viðvera á vettvangi viðburða og eftirfylgni með framkvæmd  

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af viðburða- eða verkefnastjórnun 
  • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni 
  • Frumkvæði, sjálfstæði, skapandi og lausnamiðuð nálgun 
  • Reynsla af markaðssetningu og miðlun kostur 
  • Geta til að vinna með mörg verkefni samtímis 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta 

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Guðlaug María Lewis, netfang: gudlaug.m.lewis@reykjanesbaer.is S. 421-6700

Umsóknarfrestur til: 27. janúar 2026

Sækja um þetta starf

Menntasvið - Íþróttamannvirki

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar óska eftir að ráða starfsfólk, um nokkrar stöður er að ræða í íþróttamannvirkjum. 

Íþróttamiðstöð Stapaskóla – kvenmann.

Íþróttahús Sunnubraut – karlmann.

Sundmiðstöð/Vatnaveröld – karlmann. 

Starfssvið Umsjón með öryggi sundlaugargesta í og við laug, almenn þjónusta og leiðbeiningar við notendur, eftirfylgni með umgengisreglum og almenn þrif á mannvirkinu. 

Um er að ræða 100% stöður þar sem unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum.

Umsækjandi þarf að fara á námskeið í skyndihjálp sem og að standast hæfnispróf sundstaða.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum. 

Helstu verkefni

  • Umsjón með öryggi sundlaugargesta í og við laug
  • Eftirlit í búningsklefum á skólatíma
  • Almenn afgreiðsla og þjónusta við notendur
  • Leiðbeina gestum eftir því sem við á
  • Eftirfylgni með umgengisreglum sundlaugarinnar
  • Almenn þrif í mannvirkinu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjandi þarf að fara á námskeið í skyndihjálp.
  • Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Rík þjónustulund, barngóð/ur og stundvísi skiryrði
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli skilyrði
  • Hreint sakarvottorð

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega og geti sótt námskeið í skyndihjálp og björgun áður.  

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar gefur Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður, netfang: hafsteinn.ingibergsson@Reykjanesbaer.is, s: 8998010

Umsóknarfrestur til: 28. janúar 2026

Sækja um þetta starf

Njarðvíkurskóli – Umsjónarkennari á yngsta- og miðstigi

Starfssvið:

Njarðvíkurskóli auglýsir eftir metnaðarfullum og áhugasömum umsjónarkennara til starfa. Starfið felur í sér kennslu á miðstigi á tímabilinu febrúar til mars 2026 og á yngsta stigi frá apríl til júní 2026.

Njarðvíkurskóli er heildstæður grunnskóli með um 460 nemendur og starfsfólk skólans er rúmlega 100. Menntun og mannrækt eru einkunnarorð Njarðvíkurskóla sem endurspegla þá stefnu að veita nemendum öfluga menntun í jákvæðu og styðjandi umhverfi. Starfsfólk Njarðvíkurskóla vinnur eftir hugmyndafræði PBS og leiðsagnarnáms sem stuðlar að jákvæðum skólabrag og markvissri námsframvindu. Áhersla er lögð á heildstæða nálgun þar sem þarfir nemenda eru í forgrunni. Skólinn hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfu starfsfólki með fjölbreytta menntun og reynslu sem leggur sig fram um að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir alla nemendur. Njarðvíkurskóli er umhverfisvænn skóli sem leggur ríka áherslu á gott samstarf heimilis og skóla. Stöðugt leitað nýrra leiða til að efla skólastarfið enn frekar og tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms í hvetjandi umhverfi. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Ráðning er frá 2. febrúar 2026 og er tímabundin ráðning til 12. júní 2026 vegna forfalla. Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Hlutverk og helstu verkefni:

  • Umsjónarkennari á yngsta- og miðstigi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af kennslu í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla er æskileg. 
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Hreint sakavottorð.

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort.
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum.
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund.
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Rafn Markús Vilbergsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla, netfang: rafn.m.vilbergsson@njardvikurskoli.is og í síma 420-3000/694-7292.

Umsóknarfrestur til: 26. janúar 2026

Sækja um þetta starf

Reykjaneshöfn - Hafnarvörður / Skipstjóri

Reykjaneshöfn auglýsir eftir hafnarverði/skipstjóra til starfa á starfssvæði hafnarinnar. Um er að ræða tímabundið starf til sex mánaða, frá 1. mars til 31. ágúst 2026, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Unnið er í bakvöktum samkvæmt vaktakerfi hafnarinnar. Starfið er bæði innan- og utandyra við krefjandi aðstæður og getur falið í sér vinnu á öllum tímum sólarhrings.

Reykjaneshöfn annast rekstur hafna Reykjanesbæjar og leggur áherslu á faglega þjónustu, öryggi og gott samstarf.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti við skipstjórnendur, viðskiptavini, birgja og opinberar stofnanir
  • Móttaka, stjórnun og eftirlit með skipaumferð á hafnarsvæði
  • Skipstjórn, vélstjórn og umsjón hafnsögubáts
  • Vigtun og skráning afla til Fiskistofu
  • Umsjón með hafnarsvæði, búnaði og eignum hafnarinnar
  • Skráning þjónustu og gagna til reikningagerðar
  • Eftirlit með hafnavernd og öryggiskröfum
  • Tengiliður við m.a. Tollgæslu, Samgöngustofu, Landhelgisgæslu og aðrar stofnanir.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Skipstjórnarréttindi A
  • Vélavarðaréttindi smáskipa
  • Reynsla af skipstjórn
  • Geta til að starfa sjálfstætt og án beinna afskipta yfirmanns.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Almenn tölvukunnátta
  • Réttindi sem löggiltur vigtarmaður æskileg
  • Réttindi í hafnavernd/hafnargæslu kostur
  • Ökuréttindi og vinnuvélaréttindi (meirapróf æskilegt)
  • Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og góð samskiptahæfni
  • Geta til að vinna undir álagi og í útköllum
  • Gott líkamlegt atgervi og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Gerð er krafa um vammleysi

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Halldór K. Hermannsson hafnarstjóri, netfang: halldor.k.hermannsson@reykjanesbaer.is, sími: 420 3220.

Umsóknarfrestur til: 29. janúar 2026

Sækja um þetta starf

Stapaskóli – Aðstoðarskólastjóri

Stapaskóli óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra með sérhæfingu á leikskólastigi.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli er hjarta hverfisins og þjónar íbúum grenndarsamfélagsins sem einskonar menningarmiðstöð með sundlaug og bókasafn sem er opið fyrir almenning. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og góðum tengslum við nánasta umhverfi.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri leikskólastigsins í samráði við skólastjóra.
  • Þátttaka í stefnumörkun innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar.
  • Mannauðsmál, þar með talið ráðningar, vinnutilhögun og starfsþróun á leikskólastigi.
  • Samstarf við foreldra, nemendur og aðra hagsmunaaðila skólasamfélagsins.
  • Önnurverkefni sem varða stjórnun leikskólastigs sem skólastjóri felur honum hverju sinni. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og menntunarfræða, eða annarra sambærilegra greina er æskileg.
  • Sérhæfing og reynsla af kennslu á leikskólastigi.
  • Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Hreint sakavottorð.

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfall frá og með 1. apríl 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Jón Haukur Hafsteinsson, skólastjóri Stapaskóla, netfang: jon.h.hafsteinsson@stapaskoli.is S. 420-1600 / 891-6969.

Umsóknarfrestur til: 29. janúar 2026

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hjá Reykjanesbæ starfa um 1.200 manns í fjölbreyttum störfum, og við leitum reglulega að hæfileikaríku og jákvæðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú sent inn almenna umsókn til sveitarfélagsins.

Við bjóðum eingöngu tímabundin afleysingastörf sem vara að hámarki í 12 mánuði samfellt, t.d. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Ef þú hefur ákveðnar óskir um starfshlutfall eða tímavinnu, vinsamlegast taktu það fram í umsókninni. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, en stjórnendur skoða gagnagrunninn okkar þegar störf losna og hafa samband við viðeigandi umsækjendur. Störfin geta verið bæði í 100% starfshlutfalli og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í grunninum í allt að 6 mánuði.

Við hvetjum þig einnig til að fylgjast með auglýstum störfum á heimasíðu Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef þú hefur áhuga á ákveðnu starfi.

Vinsamlegast athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Upplýsingar gefur Mannauður og starfsumhverfi, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2026

Sækja um þetta starf