Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Þar sem Reykjanesbær er afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er sveitarfélaginu óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema meðheimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem sveitarfélagið vinnur því afhentar Þjóðskjalasafni að þrjátíu árum liðnum.

Fræðslusvið - Sálfræðingur

Reykjanesbær óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðsluskrifstofu bæjarins. Rík áhersla er lögð á þróun og nýsköpun á sviði menntamála með það fyrir augum að búa börnum sem best umhverfi til að alast upp í og þroskast. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu starfsumhverfi þar sem sjálfstæð og vönduð vinnubrögð ásamt hagsmunum nemenda eru höfð að leiðarljósi. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og tækifæri til starfsþróunar.

Starfssvið sálfræðings:

 • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum.
 • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra.
 • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum.
 • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.
 • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg.
 • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg.
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum.
 • Hreint sakavottorð. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu.

Upplýsingar gefur Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur (einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 27. febrúar 2020

Sækja um þetta starf

Stapaskóli - Aðstoðarskólastjóri

Stapaskóli auglýsir stöðu aðstoðarskólastjóra lausa til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla og mótun stefnu hans.

Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að stýra og veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi á grunnskólastigi.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða – 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Næsta haust munu nemendur frá 18 mánaða aldri til 15 ára stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám.

Hlutverk og ábyrgð:

 • Tekur virkan þátt í daglegri stjórn skólans
 • Vinnur að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans
 • Vinnur að skipulagi skólastarfs
 • Er með faglegt utanumhald um skólanámskrárvinnu og starfsáætlun
 • Kemur að vinnu við innra mat skólans
 • Hefur umsjón með vinnutilhögun starfsmanna

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Grunnskólakennaramenntun skilyrði
 • Framhaldsmenntun er kostur
 • Stjórnunarreynsla í grunnskóla æskileg
 • Frumkvæði í starfi og framsýni í skólamálum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Færni og lipurð í samskiptum
 • Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu
 • Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgðarkennd og áreiðanleiki
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1.ágúst 2020.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um umsagnaraðila sem og almennar upplýsingar um viðkomandi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ vegna SÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla (groa.axelsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 420-1600/824-1069)

Umsóknarfrestur til: 24. febrúar 2020

Sækja um þetta starf

Starf við liðveislu

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Hér sækir þú um að starfa við liðveislu.

Upplýsingar gefur Freydís Aðalsteinsdóttir, félagsráðgjafi (freydis.adalsteinsdottir@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 31. janúar 2022

Sækja um þetta starf

Starfsmaður á heimili fatlaðra barna

Reykjanesbær óskar eftir starfsmanni á heimili fatlaðra barna.

Um er að ræða vakta- og tímavinnu. Unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla og þekking af málefnum fatlaðs fólks
 • Reynsla af umönnunarstöfum
 • Hæfni og virðing í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og þolinmæði

Sjúkraliðar og félagsliðar eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

 

 

Upplýsingar gefur Sæunn G. Guðjónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi (saeunn.g.gudjonsdottir@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 24. febrúar 2020

Sækja um þetta starf

Sumarstarf - Flokkstjóri Vinnuskólans

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir sumarstörf flokkstjóra laus til umsóknar. Í störfunum felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 14 til 18 ára við ýmis umhverfisstörf.  Flokkstjórar þurfa að vera hvetjandi, stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir unglinganna. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.  Flokkstjórar hefja störf 20. maí n.k.Umsóknarfrestur er til og með 8.mars n.k. og aðeins er tekið við rafrænum umsóknum. Vinnuskólinn er tóbaks- og veiplaus vinnustaður og allir flokkstjórar skulu vera tóbaks- og veiplausir. Um launakjör fer eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir (berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 420-3200)

Umsóknarfrestur til: 08. mars 2020

Sækja um þetta starf

Sumarstarf - Yfirflokkstjóri Vinnuskólans

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir eftir yfirflokkstjóra til starfa í sumar

Í starfinu felst:

 • Skipulagning og stýring á vinnuskólanum sumarið 2020
 • Umsjón með vinnuhópum og tímaskráningu
 • Dagleg verkefnastýring
 • Önnur tilfallandi verkefni

Yfirflokkstjóri þarf að vera stundvís, jákvæður, sveigjanlegur og góður í mannlegum samskiptum.

Umsækjendur þurfa að vera 21 árs eða eldri og með bílpróf.

Umsóknarfrestur er til 8.mars nk. 

Vinnuskólinn er tóbaks- og veiplaus vinnustaður.

Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir (berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 840-1556)

Umsóknarfrestur til: 08. mars 2020

Sækja um þetta starf

Tjarnarsel - Deildarstjóri

Leikskólinn Tjarnarsel óskar eftir deildarstjóra í 100% stöðu frá 1. júní 2020 á deild með börnum sem fædd eru árið 2016.

Í Tjarnarseli er lögð áhersla á útinám í náttúrulegum garði leikskólans og vettvangsferðir um nánasta umhverfi hans. Einnig er lögð rækt við mál og læsi með áherslu á að efla orðaforða barna í gegnum leik og starf.  Tjarnarsel er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Landslæknisembættis Íslands. Skólinn tekur jafnframt þátt í samstarfsverkefnum með öðrum leik-og grunnskólum hérlendis og erlendis í gegnum Erasmus+ og eTwinning. Leikskólinn hefur fimm sinnum tekið við Grænfána viðurkenningu Landverndar.

Helstu verkefni deildarstjóra:

 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
 • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu og/eða sérkennslu við hæfi.
 • Skipuleggur og heldur utan um faglegt starf, foreldrasamstarf og þróunarstarf ásamt stjórnendateymi skólans.
 • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti, miðlun upplýsinga og foreldrasamtöl.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun skilyrði.
 • Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í Tjarnarseli.
 • Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og faglegur metnaður.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Reynsla af deildarstjórnun æskileg.

Gildi Reykjanesbæjar eru eldmóður, virðing og framsækni og mikilvæg er að viðkomandi endurspegli þau í sínum störfum.

Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefur Árdís H. Jónsdóttir, leikskólastjóri (ardis.h.jonsdottir@tjarnarsel.is, sími: 420-3100/896-2578)

Umsóknarfrestur til: 03. mars 2020

Sækja um þetta starf

Umhverfissvið - Eftirlitsmaður nýframkvæmda

Umhverfissvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða eftirlitsmann með nýframkvæmdum og endurbótum eigna.

Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður, sýnir frumkvæði og hefur mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Starfssvið:

 • Umsjón með nýframkvæmdum og endurbótum fasteigna.
 • Gerð framkvæmdaáætlana.
 • Stýring framkvæmda.
 • Eftirlit með framkvæmdum.
 • Tilfallandi verkefni á Umhverfissviði.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í verk-, tækni- eða byggingarfræði, eða sambærilegt háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Þekking á byggingaframkvæmdum er skilyrði.
 • Þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunar æskileg.
 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
 • Hæfni til ákvarðanatöku og sjálfstæðra vinnubragða.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Gild ökuréttindi eru skilyrði.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Upplýsingar gefur Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs (gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 24. febrúar 2020

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf