Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Njarðvíkurskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa

Njarðvíkurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þroskaþjálfamenntun.

Í Njarðvíkurskóla eru um 410 nemendur og um 100 starfsmenn. Einkunnaorð skólans eru: Menntun og mannrækt.

Hlutverk/helstu verkefni:

Sinnir þjálfun og leiðsögn nemenda sem þurfa á þjónustu þroskaþjálfa að halda. Hefur umsjón með nemendum með fötlun og/eða ýmsar raskanir og stendur vörð um réttindi þeirra. Sinnir ráðgjöf og fræðslu til foreldra og starfsmanna skólans um nemendur með þroskafrávik. Er tengiliður skólans við fagaðila og vinnur í samstarfi við þá að velferð nemenda með fötlun.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og sveigjanleiki
 • Góð íslenskukunnátta
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Um 100% starf er að ræða og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla í tölvupósti og í síma 863-2426.

Upplýsingar gefur asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is

Umsóknarfrestur til: 02. desember 2021

Sækja um þetta starf

Stapaskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli verður hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og nánum tengslum við nánasta umhverfi.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Ráðning er frá 1. Janúar 2022.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð á umgjörð náms- og einstaklingsáætlunar í samvinnu við stjórnendur
 • Ábyrgð á kennslu, þjálfun og umönnun nemenda
 • Þátttaka í þverfaglegu teymi fagaðila og annarra sem koma að hverjum nemanda
 • Ábyrgð á markvissum samskiptum við foreldra og aðra fagaðila
 • Að taka þátt í öðum verkefnum innan skólans eftir þörfum

Menntunar – og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf sem þroskaþjálfi
 • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi
 • Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun
 • Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Góð íslenskukunnátta

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla í síma 420-1600/824-1069 eða í tölvupósti.

Upplýsingar gefur groa.axelsdottir@stapaskoli.is

Umsóknarfrestur til: 07. desember 2021

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf