Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Fræðslusvið - Sálfræðingur

Reykjanesbær óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðslusviði bæjarins. Rík áhersla er lögð á þróun og nýsköpun á sviði menntamála með það fyrir augum að búa börnum sem best umhverfi til að alast upp í og þroskast. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu starfsumhverfi þar sem sjálfstæð og vönduð vinnubrögð ásamt hagsmunum nemenda eru höfð að leiðarljósi.

Starfssvið:

 • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum.
 • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra.
 • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum.
 • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.
 • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg.
 • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg.
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum.
 • Hreint sakavottorð. 

Upplýsingar gefur Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur (einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is)

Sækja um þetta starf

Stapaskóli - Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi

Stapaskóli leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi í 100% starf þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2 – 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám. Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð á umgjörð náms- og einstaklingsáætlunar í samvinnu við stjórnendur
 • Ábyrgð á kennslu, þjálfun og umönnun nemenda
 • Þátttaka í þverfaglegu teymi fagaðila og annarra sem koma að hverjum nemanda
 • Ábyrgð á markvissum samskiptum við foreldra og aðra fagaðila
 • Að taka þátt í öðum verkefnum innan skólans eftir þörfum

Menntunar – og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf sem iðjuþjálfi eða þroskaþjálfi
 • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi
 • Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun
 • Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og Iðjuþjálfafélags Íslands eða Þroskaþjálfafélags Íslands.

Einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla (groa.axelsdottir@stapaskoli.is, sími: 420-1600/824-1069)

Umsóknarfrestur til: 26. janúar 2020

Sækja um þetta starf

Starf við liðveislu

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Hér sækir þú um að starfa við liðveislu.

Upplýsingar gefur Freydís Aðalsteinsdóttir, félagsráðgjafi (freydis.adalsteinsdottir@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 31. janúar 2022

Sækja um þetta starf

Súlan - Verkefnastjóri markaðsmála

Reykjanesbær óskar eftir að ráða í stöðu verkefnastjóra markaðsmála. Við leitum að skapandi og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur góða þekkingu á markaðsmálum, er drífandi og metnaðarfullur. Hann skal hafa afburða hæfileika í mannlegum samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Vinnutími verkefnastjóra er sveigjanlegur og búast má við tímabundnum sveiflum í starfi. Starfið heyrir undir Súluna verkefnastofu og vinnur þvert á önnur svið bæjarins. Um fullt starf er að ræða.

Verkefnastjóri markaðsmála ber ábyrgð á undirbúningi og mótun markaðsstefnu bæjarins og þeirri vinnu sem felst í að koma henni í framkvæmd. Hann ber ábyrgð á þróun stafrænna miðla og markaðssetningar til innri og ytri viðskiptavina. Einnig ber honum að vera í samskiptum við fjölmiðla, hönnuði og ýmsa hagsmunaaðila.

Helstu verkefni:

 • Vinnur að og ber ábyrgð á markaðssetningu og jákvæðri ímynd Reykjanesbæjar
 • Mótun markaðsstefnu Reykjanesbæjar gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum
 • Ýmis greiningarvinna
 • Hefur yfirumsjón með öllu kynningarefni sveitarfélagsins og samræmingu þess
 • Þróun á notkun stafrænna miðla til markaðssetningar
 • Mótun, framkvæmd og eftirfylgni markaðsáætlunar
 • Gerð kostnaðaráætlunar markaðsmála

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Staðgóð þekking og reynsla af markaðsmálum
 • Þekking og reynsla af starfsemi opinberrar stjórnsýslu er kostur
 • Framúrskarandi samstarfshæfileikar
 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
 • Skapandi og lausnamiðuð nálgun
 • Þekking og reynsla af hönnunarforritum
 • Reynsla af markaðssetningu á samfélagsmiðlum og leitarvélabestun
 • Þekking á Google Ads, Google Analytics og Facebook Business Manager
 • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu.

Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og bréf með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðukona Súlunnar verkefnastofu (thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is, sími: 421-6725)

Umsóknarfrestur til: 02. febrúar 2020

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf

Þjónustukjarni Suðurgötu - Deildarstjóri

Leitað er að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi í starf deildarstjóra í búsetukjarna þar sem markmiðið er að veita fólki með langvarandi stuðningsþarfir aðstoð og stuðning til sjálfstæðs heimilishalds og félagslegrar þátttöku í samfélaginu.

Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða aðstoð, virðingu og virk samskipti við íbúa.

Um er að ræða 80% starf á vöktum og væri kostur ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Ábyrgðarsvið:

 • Umsjón með faglegu starfi og þjónustu við íbúa í samráði við forstöðumann
 • Fagleg ráðgjöf til starfsmanna
 • Samskipti og samstarf við íbúa, aðstandendur og aðra þjónustuaðila
 • Þátttaka í að innleiða hugmyndafræðina Þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching)

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar
 • Þekking á málefnum fatlaðs fólks skilyrði
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í starfi
 • Jákvæðni, framtakssemi og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð almenn tölvukunnátta

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar eru einstaklingar af hvaða kyni hvattir til að sækja um. Með umsókn skal skila upplýsingum um nám og starfsferil.

Upplýsingar gefur Kristín Ósk Bergsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi (kristin.o.bergsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 420-3260/869-9677)

Umsóknarfrestur til: 21. janúar 2020

Sækja um þetta starf