Laus störf

Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Velferðarsvið, Dagdvalir aldraðra - Sumarstörf

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða starfsfólk í dagdvalir aldraðra. Um er að ræða sumarafleysingar. 

Óskað er eftir starfsmönnum í sumarafleysingar í dagdvalir aldraðra í Reykjanesbæ. Um er að ræða stöðugildi sem geta verið 100% í dagvinnu. Dagdvöl aldraða er rekin á Nesvöllum og í Selinu.  

Markmiðið með þjónustunni er að styðja aldraða einstaklinga til þess að geta búið á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun. Ásamt því að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu. Starfsfólk leitast við að veita öryggi og sinna þörfum hvers og eins. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

• Umönnun

• Félagsstarf

• Hvatning og stuðningur

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Reynsla af starfi með öldruðum kostur

• Góð íslenskukunnátta

• Sjálfstæði í vinnubrögðum 

• Góð hæfni í mannlegum samskiptum 

• Jákvæðni og metnaður í starfi 

• Sveigjanleiki

Hlunnindi:

• Bókasafnskort

• Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum

• Gjaldfrjáls aðgangur í sund

• Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 2. júní

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur kristin.m.hreinsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 27. febrúar 2025

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ!

Hjá Reykjanesbæ starfa um 1.200 manns í fjölbreyttum störfum, og við leitum reglulega að hæfileikaríku og jákvæðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú sent inn almenna umsókn til sveitarfélagsins.

Við bjóðum eingöngu tímabundin afleysingastörf sem vara að hámarki í 12 mánuði samfellt, t.d. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Ef þú hefur ákveðnar óskir um starfshlutfall eða tímavinnu, vinsamlegast taktu það fram í umsókninni. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, en stjórnendur skoða gagnagrunninn okkar þegar störf losna og hafa samband við viðeigandi umsækjendur. Störfin geta verið bæði í 100% starfshlutfalli og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í grunninum í allt að 6 mánuði.

Við hvetjum þig einnig til að fylgjast með auglýstum störfum á heimasíðu Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef þú hefur áhuga á ákveðnu starfi.

Vinsamlegast athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Upplýsingar gefur Mannauður og starfsumhverfi, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2025

Sækja um þetta starf

Vinnuskóli Reykjanesbæjar - Leiðbeinandi Vinnuskóla Reykjanesbæjar (flokkstjóri 100% starf)

Spennandi sumarstörf hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar.  

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni, mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í störfum sínum. 

Helstu verkefni: 

  • Umsjón með ungmennum Vinnuskólans í hefðbundnu starfi við götu- og beðahreinsun, á sjö starfsstöðvum:
    • Myllubakkaskóli
    • Holtaskóli
    • Heiðarskóli
    • Njarðvíkurskóli
    • Akurskóli
    • Stapaskóli
    • Háaleitisskóli. 
  • Götu- og beðahreinsun. 
  • Önnur tilfallandi verkefni.  

Menntunar- og hæfnikröfur: 

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Góð samskiptahæfni. 
  • Stundvísi, góð ástundun og dugnaður. 
  • Reynsla af starfi með ungmennum er kostur. 
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 19 ára aldri.  
  • Ökuréttindi og bíll til eigin afnota skilyrði. 

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 19. maí. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja kynningarbréf með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar. 

Upplýsingar gefur Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, netfang gunnhildur.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 19. mars 2025

Sækja um þetta starf

Vinnuskóli Reykjanesbæjar - Leiðbeinandi Vinnuskóla Reykjanesbæjar (flokkstjóri 50% starf)

Spennandi sumarstörf hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar.  

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni, mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í störfum sínum. 

Helstu verkefni: 

  • Umsjón með ungmennum Vinnuskólans í hefðbundnu starfi við götu- og beðahreinsun, á sjö starfsstöðvum:
    • Myllubakkaskóli
    • Holtaskóli
    • Heiðarskóli
    • Njarðvíkurskóli
    • Akurskóli
    • Stapaskóli
    • Háaleitisskóli. 
  • Götu- og beðahreinsun. 
  • Önnur tilfallandi verkefni.  

Menntunar- og hæfnikröfur: 

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Góð samskiptahæfni. 
  • Stundvísi, góð ástundun og dugnaður. 
  • Reynsla af starfi með ungmennum er kostur. 
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 19 ára aldri.  
  • Ökuréttindi og bíll til eigin afnota skilyrði. 

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 19. maí. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja kynningarbréf með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar. 

Upplýsingar gefur Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, netfang gunnhildur.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 19. mars 2025

Sækja um þetta starf

Vinnuskóli Reykjanesbæjar - Leiðbeinandi ungmenna með sértækar stuðningsþarfir (flokkstjóri)

Spennandi sumarstörf hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar.  

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni, mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í störfum sínum.  

Helstu verkefni: 

  • Umsjón með ungmennum Vinnuskólans með sértækar stuðningsþarfir, með starfsstöð í 88 húsinu. 
  • Aðstoða og leiðbeina ungmennum í hefðbundnu starfi við götu- og beðahreinsun. 
  • Þjónusta ungmenni í hádegishlé, m.a. sækja fyrir þau hádegismat frá Skólamat. 
  • Götu- og beðahreinsun. 
  • Önnur tilfallandi verkefni. 

Menntunar- og hæfnikröfur: 

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Góð samskiptahæfni. 
  • Stundvísi, góð ástundun og dugnaður. 
  • Reynsla af starfi með ungmennum er kostur. 
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. Tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur uppeldismenntun er kostur. 
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.  
  • Ökuréttindi skilyrði. 

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 19. maí.  

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja kynningarbréf með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar. 

Upplýsingar gefur Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, netfang gunnhildur.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 19. mars 2025

Sækja um þetta starf

Vinnuskóli Reykjanesbæjar - Umsjónaraðili verklegs starfs (yfirflokkstjóri)

Spennandi sumarstörf hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar.  

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni, mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í störfum sínum.  

Helstu verkefni: 

  • Umsjón með verklegu starfi flokkstjóra og ungmenna í samráði við forstöðumann. 
  • Umsjón með eigum Vinnuskólans: verkfærakistum, verkfærum og vinnufatnaði. 
  • Aðstoðar flokkstjóra við úrvinnslu verkefna og umsjón með ungmennum vinnuskóla. 
  • Götu- og beðahreinsun. 
  • Umsjón með samfélagsmiðlum
  • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur honum. 

Menntunar- og hæfnikröfur: 

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Góð samskiptahæfni. 
  • Stundvísi, góð ástundun og dugnaður. 
  • Reynsla af starfi með ungmennum er kostur. 
  • Reynsla af stjórnunarstarfi eða sambærilegum störfum er kostur. 
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. Tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur uppeldismenntun er kostur. 
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.  
  • Ökuréttindi skilyrði. 

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 9. maí. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja kynningarbréf með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar. 

Upplýsingar gefur Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, netfang gunnhildur.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 19. mars 2025

Sækja um þetta starf

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar – Starfsfólk í sumarafleysingar

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar óska eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar í Sundmiðstöð/Vatnaveröld og Íþróttamiðstöð Stapaskóla.

Starfssvið: Umsjón með öryggi sundlaugargesta í og við laug, almenn þjónusta og leiðbeiningar við notendur, eftirfylgni með umgengisreglum og almenn þrif á mannvirkinu. 

Um er að ræða 100% stöður þar sem unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsækjandi þarf að fara á námskeið í skyndihjálp sem og að standast hæfnispróf sundstaða.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með öryggi sundlaugargesta í og við laug
  • Eftirlit í búningsklefum á skólatíma
  • Almenn afgreiðsla og þjónusta við notendur
  • Leiðbeina gestum eftir því sem við á
  • Eftirfylgni með umgengisreglum sundlaugarinnar
  • Almenn þrif í mannvirkinu.

Mennturnar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjandi þarf að fara á námskeið í skyndihjálp.
  • Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Rík þjónustulund og stundvísi
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli skilyrði
  • Hreint sakarvottorð

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí og sótt námskeið í skyndihjálp og björgun um miðjan maí. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eða uppruna, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Hafsteinn Ingibergsson, netfang: hafsteinn.ingibergsson@reykjanesbaer.is S. 899-8010

Umsóknarfrestur til: 25. febrúar 2025

Sækja um þetta starf