Leikskólinn Drekadalur - Kennarar
Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík hóf starfsemi í nýju og glæsilegu húsnæði þann 17. nóvember 2025. Við erum að leitar eftir drífandi, skipulögðum og jákvæðum kennurum í okkar frábæra teymi þar sem starfsandinn í Drekadal er góður og einkennist af virðingu, jákvæðni, gleði og góðri samvinnu. Um fjölbreytt framtíðarstörf er að ræða sem krefst góðra hæfni í mannlegum samskiptum.
Leikskólinn Drekadalur mun taka á móti um 120 nemendum. Í Drekadal er lögð áhersla á samvinnu, nýtingu mannauðs, flæði og útinám ásamt leik barna sem er gert hátt undir höfði í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans er gleði, leikur, virðing og hugrekki og einkunnarorð leikskólans er með opnum hug og gleði í hjarta þar sem við viljum að öllum börnum, foreldrum og starfsfólki líði vel.
Helstu verkefni:
- Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
- Taka þátt í skipulagningu starfs
- Taka þátt í foreldrastarfi í samráði við deildarstjóra
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur honum
- Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna
- Færni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Hreint sakarvottorð skilyrði
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Um er að ræða 50% til 100% starfshlutföll sem allra fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Ef ekki fæst kennari til starfa verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun og eða reynslu innan leikskóla.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri, netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964
Umsóknarfrestur til: 09. desember 2025
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Leikskólinn Hjallatún -Leikskólakennari / Starfsfólk
Leikskólinn Hjallatún óskar eftir að ráða leikskólakennara eða háskólamenntaðan starfsmann
Leikskólinn Hjallatún er opinn leikskóli og starfar eftir fjölgreindarkenningu Howard Garnders. Áhersla er á frjálsa leikinn, lýðræði og samskipti.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
- Uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
- Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun æskileg
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða starfsmann með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi.
Um 100% starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Ólöf Magnea Sverrisdóttir, leikskólastjóri, netfang: Olof.M.Sverrisdottir@hjallatun.is
Umsóknarfrestur til: 15. desember 2025
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Leikskólinn Holt - Kennari
Leikskólinn Holt er sex deilda leikskóli í Innri-Njarðvík. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem trú á hæfileikum barnanna er í fyrirrúmi og vilja þeirra til að læra og þroskast í örvandi, styðjandi og áhugasömu umhverfi.
Starfið felur í sér almenna kennslu í góðu umhverfi sem er í stöðugri þróun. Í skólanum er faglegur og framúrskarandi starfsmannahópur sem vinnur saman að því að gera góðan leikskóla enn betri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
- Taka þátt í skipulagningu starfs
- Taka þátt í foreldrastarfi í samráði við deildarstjóra
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur honum
- Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Góð íslenskukunnátta
- Ábyrgð, áreiðanleiki og jákvæðni
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Hreint sakarvottorð
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Um 100% starf er að ræða. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til grein að ráða starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða reynslu.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Viktoría Sigurjónsdóttir leikskólastjóri, netfang: viktoria.sigurjonsdottir@leikskolinnholt.is S. 420-3187
Umsóknarfrestur til: 10. desember 2025
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Hjá Reykjanesbæ starfa um 1.200 manns í fjölbreyttum störfum, og við leitum reglulega að hæfileikaríku og jákvæðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú sent inn almenna umsókn til sveitarfélagsins.
Við bjóðum eingöngu tímabundin afleysingastörf sem vara að hámarki í 12 mánuði samfellt, t.d. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Ef þú hefur ákveðnar óskir um starfshlutfall eða tímavinnu, vinsamlegast taktu það fram í umsókninni. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, en stjórnendur skoða gagnagrunninn okkar þegar störf losna og hafa samband við viðeigandi umsækjendur. Störfin geta verið bæði í 100% starfshlutfalli og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í grunninum í allt að 6 mánuði.
Við hvetjum þig einnig til að fylgjast með auglýstum störfum á heimasíðu Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef þú hefur áhuga á ákveðnu starfi.
Vinsamlegast athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Upplýsingar gefur Mannauður og starfsumhverfi, starf@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur til: 31. desember 2025
Sækja um þetta starf