Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Um tímavinnu er að ræða 8-12 klst á mánuði.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir laus störf.

Upplýsingar gefur Snædís Góa Guðmundsdóttir í tölvupósti Snaedis.G.Gudmundsdottir@reykjanesbaer.is og Freydís Aðalsteinsdóttir Freydis.Adalsteinsdottir@Reykjanesbaer.is og í síma 421-6700.

Umsóknarfrestur til: 30. desember 2022

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á miðstig

Starfssvið: Kennsla í bóklegum greinum á miðstigi og umsjón í 6. bekk. 

Háaleitisskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Háaleitisskóla eru um 390 nemendur og um 80 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs. Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Einnig er unnið að því að fá viðurkenningu sem Grænfánaskóli með markvissu starfi í umhverfismálum. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Hlutverk/helstu verkefni:

 • Kennsla í bóklegum greinum á miðstigi
 • Umsjón með nemendum, foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
 • Reynsla af kennslu í leik- grunn eða framhaldsskóla
 • Góð stærðfræðikunnátta
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun

Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Ráðning: Frá og með 1. desember 2022 eða sem fyrst, starfstímabil er út skólaárið.  

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri, netfang: fridthjofur.h.karlsson@haaleitisskoli.is og í símum 420 3050/863 6810 og Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, netfang: Johanna.Saevarsdottir@Haaleitisskoli.is og í símum 420 3050/695 7616

Umsóknarfrestur til: 30. nóvember 2022

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima

Háaleitisskóli óskar eftir að ráða kennara í Nýheima, móttökudeild fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd 

Starfssvið:

Kennsla í íslensku sem öðru máli, félagsfærni, sjálfstyrkingu, lífsleikni, námstækni, ensku og stærðfræði. 

Í Háaleitisskóla eru um 400 nemendur og um 80 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs. Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og Háaleitisskóli er réttindaskóli UNICEF. Einnig er unnið að því að fá viðurkenningu sem Grænfánaskóli með markvissu starfi í umhverfismálum. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Helstu verkefni:

 • Annast almenna kennslu í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Undirbúa nemendur fyrir nám í almennum bekk.
 • Mæta nemendum af hlýju og skilningi í þeirra erfiðu aðstæðum.
 • Áhersla er á að kenna nemendum íslensku, stærðfræði, ensku, félagsfærni, námstækni, sjálfstyrkingu og lífsleikni.
 • Hvetja nemendur til að lesa á sínu móðurmáli og nota tungumálið sem stuðning við íslenskukennslu.
 • Aðlaga nemendur eins og kostur er að íslensku samfélagi.
 • Vinna að faglegri þróun deildarinnar með öðru starfsfólki deildarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
 • Reynsla af kennslu í leik- grunn eða framhaldsskóla
 • Reynsla af kennslu íslensku sem annars tungumáls æskileg
 • Góð íslenskukunnátta
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um 100% starf er að ræða og fara laun og starfskjör eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri í tölvupósti johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is og í símum 420 3050/695 7616 eða Friðþjófur Helgi Karlsson Fridthjofur.H.Karlsson@haaleitisskoli.is.

Umsóknarfrestur til: 12. desember 2022

Sækja um þetta starf

Umhverfissvið - Verkefnisstjóri hjá byggingarfulltrúa

Reykjanesbær leitar að verkefnastjóra hjá byggingarfulltrúa á umhverfissviði. Byggingarfulltrúi annast meðal annars umsóknir um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra. Umsýsla þess fer fram í samræmi við mannvirkjalög og byggingarreglugerð, ásamt öðrum tilheyrandi lögum, reglugerðum og skilmálum sem varðar notkun lóða og byggingarframkvæmd á þeim. Um er að ræða 100% starf.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

 • Yfirferð byggingarleyfisumsókna og hönnunargagna
 • Opinbert byggingareftirlit, stöðuskoðanir, öryggis- og lokaúttektir
 • Útgáfa vottorða, umsagnir vegna rekstrar og veitingaleyfa
 • Halda utan um stafræna mannvirkjaskrá
 • Aðkoma að skipulagsmálum, auk aðstoðar við kortagrunna og fleiri tengd verkefni
 • Önnur tilfallandi störf hjá embætti byggingarfulltrúa

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í arkitektúr, byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða byggingarfræði er skilyrði
 • Reynsla á sviði hönnunar- og mannvirkjagerðar er skilyrði
 • Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga er skilyrði
 • Þekking á lagaumgjörð mannvirkjamála er kostur
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Þekking á verkefnastjórnun er æskileg
 • Góð tölvukunnátta er æskileg
 • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli nauðsynleg
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Sveinn Björnsson í gegnum netfangið sveinn.bjornsson@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 09. desember 2022

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf