Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Akurskóli - íslenskukennari 70%

Akurskóli óskar eftir að ráða íslenskukennara á unglingastig í 70% starfshlutfall. Um tímabundna ráðningu er að ræða, til 5.júní 2020 vegna forfalla.

Í Akurskóla eru um 430 nemendur  og um 70 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Börn eru gleðigjafar, skapandi og fróðleiksfús. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína sem mótuð eru í fræjum skólans. Í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
 • Góð íslenskukunnátta
 • Góð mannleg samskipti
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
 • Frumkvæði og jákvæðni gagnvart skólaþróun

Umsókn skal fylgja afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur.Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla (sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is, sími: 849-3822)

Umsóknarfrestur til: 13. október 2019

Sækja um þetta starf

Björgin Geðræktarmiðstöð - Sálfræðingur

Laust er til umsóknar 80% starf sálfræðings við Björgina Geðræktarmiðstöð Suðurnesja.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf á spennandi vettvangi. Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Sálfræðiþjónusta fullorðinna
 • Greining, mat og meðferð á geðrænum vanda þar sem notast er við gagnreyndar aðferðir
 • Einstaklings- og hópmeðferð
 • Námskeiðshald og fræðsla
 • Þróun og uppbygging sálfræðiþjónustu á staðnum

Hæfnikröfur:

 • Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur
 • Reynsla af greiningu og meðferð
 • Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum
 • Þekking af áfallavinnu, reynsla æskileg  
 • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
 • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
 • Góð kunnátta í íslensku

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 2. janúar 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg náms- og ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem kemur fram rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Einnig skal leggja fram afrit af prófskírteinum og leyfisbréfi.

Farið er fram á að umsækjendur veiti heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá ef til ráðningar kemur.

Launakjör eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar (diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is, símí: 420-3270)

Umsóknarfrestur til: 03. nóvember 2019

Sækja um þetta starf

Fjörheimar - starfsmaður í Skjólið

Félagsmiðstöðin Fjörheimar óskar eftir starfsmanni í Skjólið eftirskólaúrræði í 40% starfshlutfall.

Skjólið er eftirskólaúrræði fyrir ungmenni með greiningar en megintilgangur Skjólsins er að rjúfa félagslega einangrun og auka félagsfærni sem og jákvæð og heilbrigð samskipti. Börn og ungmenni eru í Skjólinu eftir að skóladegi lýkur til kl. 16:00.

Hlutverk starfsfólks er að stuðla að virkni og þátttöku barna og ungmenna og styðja við jákvæða sjálfsmynd.

Vinnutími er virka daga frá 13.00 – 16.00.

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af störfum með fötluðum og ungmennum æskileg
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt
 • Hreint sakavottorð skilyrði

Viðkomandi þarf að hafa náð 19 ára aldri.

Upplýsingar gefur Aron Freyr Kristjánsson, forstöðumaður Fjörheima og 88-hússins (aron.f.kristjansson@reykjanesbaer.is, sími: 891-9101)

Umsóknarfrestur til: 14. október 2019

Sækja um þetta starf

Fræðslusvið - Sálfræðingur

Reykjanesbær óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðslusviði bæjarins. Rík áhersla er lögð á þróun og nýsköpun á sviði menntamála með það fyrir augum að búa börnum sem best umhverfi til að alast upp í og þroskast. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu starfsumhverfi þar sem sjálfstæð og vönduð vinnubrögð ásamt hagsmunum nemenda eru höfð að leiðarljósi.

Starfssvið:

 • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum.
 • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra.
 • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum.
 • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.
 • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg.
 • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg.
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum.
 • Hreint sakavottorð. 

Upplýsingar gefur Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur (einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is)

Sækja um þetta starf

Garðasel - Matráður í 75%

Heilsuleikskólinn Garðasel óskar eftir að ráða starfskraft í 75 % stöðu matráðs frá 1. desember 2019 eða eftir samkomulagi. Matráður ber faglega ábyrgð á rekstri eldhússins og starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og stefnu sveitarfélagsins. Matráður starfar einnig náið með aðstoðarmatráði.

Garðasel er 4 deilda aldursskiptur leikskóli þar sem unnið er metnaðarfullt og skemmtilegt starf þar sem barnið er í brennidepli.  Garðasel er með það að markmiði að efla alhliða þroska barnsins í samræmi við eðli, þarfir og þroska hvers og eins í gegnum leikinn, ásamt því að auka gleði og vellíðan barnanna. Einkunnarorð Garðasels eru : Hreyfing – virðing – næring – skapandi starf

Eldhús Garðasels leitast við að bjóða börnum og starfsfólki leikskólans hollan, bragðgóðan og einfaldan mat þar sem sykri og salti er haldið í lágmarki. Boðið er upp á gott úrval af ávöxtum og grænmeti daglega.

Helstu viðfangsefni matráðs eru:

 • Hefur yfirumsjón með eldhúsi leikskólans
 • Sér um matseld (heitur matur) og bakstur
 • Skipuleggur 8 vikna matseðill samkvæmt Samtökum heilsuleikskóla
 • Annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum
 • Hefur umsjón með þrifum í eldhúsi

Hæfniskröfur:

 • Menntun í matreiðslu og reynsla af starfi í mötuneyti æskileg
 • Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára samkvæmt viðmiðum Manneldisráðs
 • Frumkvæði og skipulagshæfni við innkaup og vörustjórnun
 • Áhugi á að vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Íslenskt mál skilyrði

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Ingibjörg Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Garðasels (ingibjorg.gudjonsdottir@leikskolinngardasel.is, sími: 420-3160/896-5058)

Umsóknarfrestur til: 01. nóvember 2019

Sækja um þetta starf

Hljómahöll og Rokksafn Íslands - starfsmaður í móttöku

Hljómahöll leitar að tveimur starfsmönnum í fjölbreytt starf móttöku og miðasölu Hljómahallar og Rokksafns Íslands.

Hlutverk þessara starfsmanna er að veita gestum fyrstu flokks þjónustu og gæta þess að safnagestir njóti þess að heimsækja og eiga í samskiptum við Hljómahöll og Rokksafn Íslands.

Um 70% starfshlutfall er að ræða en unnið er á 5-5-4 vaktakerfi. Vinnutími er frá kl. 10-18. Yfirvinna fylgir starfinu en gerð er krafa um að starfsmenn geti unnið á kvöldin og um helgar þegar þörf krefur, t.d. á viðburðum í Hljómahöll.

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á fagmannlegri móttöku gesta
 • Umsjón með miðasölu
 • Samskipti við miðasölufyrirtæki
 • Umsjón með verslun og vöruinnkaupum verslunar
 • Umsjón með Navision og sölukerfi
 • Símsvörun
 • Umsjón með samfélagsmiðlum Hljómahallar

 Hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf - háskólamenntun kostur
 • Mjög rík þjónustulund
 • Mikil færni í mannlegum samskiptum
 • Mikil skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Mikil tölvufærni og hæfileiki til að tileinka sér nýjungar hratt
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli. Færni í fleiri tungumálum er kostur
 • Grunnþekking á popp- og rokksögu Íslands - brennandi áhugi á popp- og rokksögu Íslands kostur
 • Talnagleggni
 • Þekking á hljóðfærum og aukahlutum
 • Þekking og reynsla af sölukerfum, kassauppgjöri og Navision er æskileg

Umsókninni um starfið þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Upplýsingar gefur Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar og Rokksafns Íslands (tomas@hljomaholl.is)

Umsóknarfrestur til: 16. október 2019

Sækja um þetta starf

Njarðvíkurskóli - Umsjónarmaður fasteignar

Njarðvíkurskóli leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi í starf umsjónarmanns fasteignar.

Umsjónarmaður hefur yfirumsjón og daglegt eftirlit með skólahúsnæðinu. Hann fylgist með ástandi húsa, lóða, innanstokks- og húsmuna og sér um almennt viðhald þessara þátta. Hann kallar til iðnaðarmenn vegna stærra viðhalds í samráði við yfirmann og umhverfis- og framkvæmdasvið bæjarins.

Gerð er krafa um að umsjónarmaður hafi áhuga á að starfa með börnum og hafi mikla hæfni í mannlegum samskiptum.

Vinnutími er kl. 8.00 – 16.00.

Starfsvið:

 • Gerir tillögur og/eða áætlanir um viðhald og breytingar á húsnæði skólans
 • Annast eftirlit með ræstingu skólans og sér um samskipti við ræstingaraðila
 • Er til staðar og aðstoðar á álagstímum í skólastarfinu, svo sem í upphafi skólastarfs, í frímínútum, í hádegi, á þemadögum, árshátíðum o.s.frv.
 • Fer með umsjón öryggismála húsnæðis og skipuleggur neyðaráætlanir í samvinnu við öryggistrúnaðarmenn og skólastjóra
 • Undirbýr húsnæði skólans þannig að skólahald geti hafist á réttum tíma
 • Tryggir að húsnæðið, húsbúnaðurinn og lóðir skólans sé aðgengilegt nemendum og starfsfólki
 • Sér um lokun húsnæðisins
 • Sinnir ýmsum útréttingum og innkaupum fyrir skólann
 • Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyrir

Menntunar – og hæfniskröfur:

 • Áhugi á að vinna með börnum
 • Reynsla og menntun sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Jákvæðni og sveigjanleiki
 • Góð íslenskukunnátta
 • Stundvísi og reglusemi
 • Ökuréttindi
 • Góð skipulagshæfni
 • Almenn tölvukunnátta
 • Hreint sakavottorð skilyrði

Ráðið er í starfið frá 1.janúar 2020.

Umsóknum skulu fylgja afrit af menntunargögnum, ferilskrá, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Allir áhugasamir um starfið, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Sjá nánar um Njarðvíkurskóla á www.njardvikurskoli.is

Upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla (asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is, sími: 420-3000/863-2426)

Umsóknarfrestur til: 29. október 2019

Sækja um þetta starf

Starf við liðveislu

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Hér sækir þú um að starfa við liðveislu.

Upplýsingar gefur Freydís Aðalsteinsdóttir, félagsráðgjafi (freydis.adalsteinsdottir@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 31. janúar 2022

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - félagsráðgjafi í barnavernd

Velferðarsvið Reykjanesbæjar leitar að félagsráðgjafa í fullt starf í barnavernd.

Starfið felst í vinnu við barnavernd, fósturmál, ráðgjöf við foreldra og börn í Reykjanesbæ. Lögð er áhersla á öflugt barnaverndarstarf, þverfaglegt samstarf við aðrar deildir sviðsins og helstu samstarfsstofnanir.

Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga, úrræðum sveitarfélaga og ríkis auk þess sem þekking á málefnum barna og fjölskyldna er mikilvæg.Helstu verkefni:

 • Vinnsla barnaverndarmála
 • Vinnsla fósturmála
 • Ráðgjöf við foreldra og börn
 • Samstarf við leik-og grunnskóla og aðrar stofnanir sem tengjast börnum

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Félagsráðgjafanám til starfsréttinda eða háskólamenntun á sviði félagsráðgjafar
 • Viðbótarmenntun á sviði barnaverndar eða PMTO meðferðar er kostur
 • Þekking á ESTER mati er kostur
 • Reynsla á sviði barnaverndar og fósturmála
 • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
 • Hæfni til þverfaglegs samstarfs
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags.

Upplýsingar gefur María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar (maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 421-6700)

Umsóknarfrestur til: 13. október 2019

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf