Laus störf

Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Háaleitisskóli - Deildarstjóri stoðþjónustu

Starfssvið: Deildarstjóri stoðþjónustu

Háaleitisskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi til að sinna starfi deildarstjóra stoðþjónustu. Starfið er fullt starf og felur í sér 100% stjórnun.

Í Háaleitisskóla eru um 460 nemendur og um 100 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs.  Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Háaleitisskóli fékk viðurkenningu fyrir sitt markvissa starf í umhverfismálum með afhendingu Grænfánans síðastliðið vor. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá og með 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Skipuleggja og stýra fyrirkomulagi stoðþjónustu.
 • Sér til þess að veitt sé stoðþjónusta í hverjum árgangi eftir þörfum.
 • Er tengiliður skólans ásamt aðstoðarskólastjóra við sálfræðinga, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga og stofnanir sem tengjast skólanum og stoðþjónustu hans.
 • Vera kennurum skólans faglegur ráðgjafi um skipulag kennslu.
 • Gera stundatöflur stuðningsfulltrúa í samráði við aðstoðarskólastjóra og kennara.
 • Veitir stuðningsfulltrúum faglegan stuðning og leiðbeinir þeim í samstarfi við umsjónarkennara.
 • Situr teymis- og skilafundi eftir því sem við á.
 • Vera í forystu um gerð einstaklingsnámsskráa og vera ráðgefandi aðili við gerð þeirra.
 • Hefur eftirlit með námsgögnum sem eru sérstaklega ætluð sérkennslu og sér um skipulagningu á sérkennsluaðstöðu í samráði við aðra stjórnendur.
 • Fundar með sérkennurum, þroskaþjálfum og stuðningsfulltrúum reglulega yfir veturinn
 • Hefur mannaforráð og starfar í stjórnunarteymi skólans.
 • Aðstoða umsjónarkennara til að vera í samstarfi við heimili, skóla og stoðþjónustu vegna nemenda með sérþarfir.
 • Halda utan um niðurstöður greininga/skimana í samráði við aðstoðarskólastjóra, skipuleggja og fylgja eftir inngripum í kjölfar skimana.
 • Önnur verkefni sem skólastjóri felur honum og eru innan ábyrgðarsviðs hans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • Haldbær reynsla af kennslu og stjórnun í grunnskóla æskileg.
 • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslu er skilyrði.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • Frumkvæði og metnaður.
 • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum og unglingum
 • Hreint sakarvottorð.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is, S. 695-7616

Umsóknarfrestur til: 25. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Drekadalur - Kennarar

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík auglýsir eftir fimm kennurum í 100% störf fyrir næsta skólaár.

Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum. Í Drekadal verður lögð áhersla á samvinnu og nýtingu mannauðs ásamt leik barna sem verður gert hátt undir höfði.

Um framtíðarstörf er að ræða í 100% starfshlutföllum frá og með ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags leikskólakennara.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
 • Taka þátt í skipulagningu starfs
 • Taka þátt í foreldrastarfi í samráði við deildarstjóra
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur honum 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf sem leikskólakennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
 • Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna
 • Færni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
 • Góð íslenskukunnátta
 • Hreint sakarvottorð skilyrði 

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja og skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964

Umsóknarfrestur til: 29. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Fjörheimar félagsmiðstöð - Frístundaleiðbeinandi

Fjörheimar félagsmiðstöð óskar eftir að ráða inn starfsmann í hlutastarf. Um er að ræða 20-50% starf seinnipartinn og á kvöldin svo starfið hentar vel með skóla.

Í félagsmiðstöðinni er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10 – 16 ára börn og ungmenni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi og opnu starfi. Félagsmiðstöðvastarfið byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem á að tryggja áhrif barna og ungmenna á starfið. Fjölbreytt, skemmtilegt og skapandi starf.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 26. ágúst. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

 • Skipulagning og uppsetning á viðburðum, klúbbum eða öðrum verkefnum.
 • Leiðbeina og tryggja þátttöku ungmenna í starfi með styrkleika þeirra að leiðarljósi.
 • Áhersla á leik, sköpun, virkni og unglingalýðræði.
 • Skapa öruggt umhverfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi með ungmennum er kostur.
 • Tæknilæsi eða vilji til þess að nýta sér tækni í starfi.
 • Samskipta- og samvinnuhæfni, ásamt getu til að miðla upplýsingum.
 • Virðing fyrir ungmennum og samstarfsfólki, skoðunum þeirra og upplifun.
 • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
 • Sveigjanleiki og hjálpsemi.
 • Þolinmæði og umhyggja.
 • Hæfni til þess að lesa í aðstæður.
 • Hreint sakavottorð.
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 19 ára aldri. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðukona Fjörheima og 88 hússins, netfang gunnhildur.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 06. ágúst 2024

Sækja um þetta starf

Fjörheimar félagsmiðstöð á Ásbrú - Starfsfólk

Félagsmiðstöðin á Ásbrú óskar eftir að ráða inn starfsfólk í hlutastarf. Um er að ræða 20-30% starf seinnipartinn og á kvöldin svo starfið hentar vel með skóla.

Í félagsmiðstöðinni er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10 – 16 ára börn og ungmenni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi og opnu starfi. Félagsmiðstöðvastarfið byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem á að tryggja áhrif barna og ungmenna á starfið. Fjölbreytt, skemmtilegt og skapandi starf. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 26. ágúst. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum. 

Helstu verkefni:

 • Skipulagning og uppsetning á viðburðum, klúbbum eða öðrum verkefnum.
 • Leiðbeina og tryggja þátttöku ungmenna í starfi með styrkleika þeirra að leiðarljósi.
 • Áhersla á leik, sköpun, virkni og unglingalýðræði.
 • Skapa öruggt umhverfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi með ungmennum er kostur.
 • Tæknilæsi eða vilji til þess að nýta sér tækni í starfi.
 • Samskipta- og samvinnuhæfni, ásamt getu til að miðla upplýsingum.
 • Virðing fyrir ungmennum og samstarfsfólki, skoðunum þeirra og upplifun.
 • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
 • Sveigjanleiki og hjálpsemi.
 • Þolinmæði og umhyggja.
 • Hæfni til þess að lesa í aðstæður.
 • Hreint sakavottorð.
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 19 ára aldri. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðukona Fjörheima og 88 hússins, netfang gunnhildur.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 24. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli – Grunnskólakennari á elsta stig

Háaleitisskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Háaleitisskóla eru um 460 nemendur og um 100 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs.  Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Háaleitisskóli fékk viðurkenningu fyrir sitt markvissa starf í umhverfismálum með afhendingu Grænfánans síðastliðið vor. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með nemendum og almenn faggreinakennsla á elsta stigi, foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna í teymum með öðrum kennurum.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
 • Reynsla af kennslu í leik,- grunn eða framhaldsskóla æskileg.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi.
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun og áhugi á að starfa í skapandi umhverfi.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is, S. 695-7616

Umsóknarfrestur til: 25. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli – Grunnskólakennari á miðstigi

Starfssvið: Kennsla í bóklegum greinum á miðstigi og umsjón (5.- 7. bekkur).

Háaleitisskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Háaleitisskóla eru um 460 nemendur og um 100 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs.  Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Háaleitisskóli fékk viðurkenningu fyrir sitt markvissa starf í umhverfismálum með afhendingu Grænfánans síðastliðið vor. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá og með 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.  

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Kennsla í bóklegum greinum á miðstigi, umsjón með nemendum, foreldrasamstarf ásamt faglegri   vinnu í skóla.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna í teymum með öðrum kennurum.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
 • Reynsla af kennslu í leik,- grunn eða framhaldsskóla.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi.
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun og áhugi á að starfa í skapandi umhverfi.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is, S. 695-7616

Umsóknarfrestur til: 25. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli – Grunnskólakennari á yngsta stig

Starfssvið: Kennsla á yngsta stigi og umsjón (1.- 4. bekkur)

Háaleitisskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Háaleitisskóla eru um 460 nemendur og um 100 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs.  Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Háaleitisskóli fékk viðurkenningu fyrir sitt markvissa starf í umhverfismálum með afhendingu Grænfánans síðastliðið vor. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá og með  1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Kennsla í bóklegum greinum á yngsta stigi.
 • Umsjón með nemendum, foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna í teymum með öðrum kennurum.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
 • Reynsla af kennslu í leik,- grunn eða framhaldsskóla æskileg.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi.
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun og áhugi á að starfa í skapandi umhverfi.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is, S. 695-7616

Umsóknarfrestur til: 25. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Myllubakkaskóli - Atferlisráðgjafi eða þroskaþjálfi

Myllubakkaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með atferlisráðgjafa- eða þroskaþjálfamenntun.

Í Myllubakkaskóla eru um 350 nemendur og 75 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur. Í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, heilbrigði, vellíðan og metnað í því sem við tökum okkur fyrir hendur.  

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Helstu verkefni:

 • Vinna með nemendum á öllum stigum með þroska- og hegðunarfrávik.
 • Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við fagfólk og foreldra.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans.
 • Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði atferlisfræði eða þroskaþjálfunar.
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
 • Stundvísi og samviskusemi.
 • Góð íslenskukunnátta.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Hlynur Jónsson, skólastjóri Myllubakkaskóla, netfang: hlynur.jonsson@myllubakkaskoli.is S. 862 5209.

Umsóknarfrestur til: 12. ágúst 2024

Sækja um þetta starf

Myllubakkaskóli - Sérkennari

Starfssvið: Sérkennsla

Myllubakkaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Myllubakkaskóla eru um 350 nemendur og 75 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur. Í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, heilbrigði, vellíðan og metnað í því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 80 - 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Hlutverk/helstu verkefni:

 • Sérkennsla í öllum bóklegum greinum.
 • Umsjón með nemendum og foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.
 • Utanumhald og skipulagning teymisfunda með foreldrum og öðrum kennurum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
 • Reynsla af kennslu í grunnskóla.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Hlynur Jónsson, skólastjóri Myllubakkaskóla, netfang: hlynur.jonsson@myllubakkaskoli.is S. 862 5209.

Umsóknarfrestur til: 31. ágúst 2024

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Deildarstjóri í heima- og stuðningsþjónustu

Heima- og stuðningsþjónusta – Deildarstjóri

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir starfsmanni tímabundið í eitt ár í 100% stöðu deildarstjóra heima- stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar. 

Deildarstjóri stýrir daglegum rekstri deildarinnar, ber faglega ábyrgð á þjónustunni, samræmir verkferla, sinnir þverfaglegu samstarfi og starfsmannamálum í samstarfi við forstöðumann stuðnings- og öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar.

Heima- og stuðningsþjónusta heyrir undir Velferðarsvið Reykjanesbæjar og er með starfstöð á Nesvöllum.

Markmið heima- og stuðningsþjónustu er að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun. Heima- og stuðningsþjónusta stefnir að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi.

Helstu verkefni:

 • Stýrir daglegum rekstri heima- og stuðningsþjónustu
 • Móttaka umsókna, mat á þjónustuþörf, gerð þjónustuáætlana- og samninga
 • Fagleg ábyrgð á þjónustu sem veitt er
 • Sér um mannauðsmál s.s. ráðningar, mönnun og fræðsla
 • Stuðningur og ráðgjöf við notendur og aðstandendur
 • Upplýsingamiðlun og skráningar
 • Þátttaka í stefnumótun og þróun öldrunarþjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á félags- eða heilbrigðisvísindasviði
 • Þekking á málaflokkum eldra fólks og fólks með fötlun er kostur
 • Jákvætt viðmót, sveigjanleiki og framúrskarandi samskiptahæfni
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs
 • Stjórnunarreynsla æskileg
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Margrét Arnbjörg Valsdóttir teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, í gegnum netfang margret.a.valsdottir@reykjanesbaer.is og í síma 420-3400

Umsóknarfrestur til: 31. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hjá Reykjanesbæ starfa u.þ.b. 1.200 manns í fjölbreyttum störfum hjá sveitarfélaginu og er reglulega verið að leita að hæfu og góðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Eingöngu er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Vinsamlegast taktu fram í umsóknarforminu ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á  tímavinnu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið 100% stöður eða/og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði.

Reykjanesbær hvetur þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2024

Sækja um þetta starf

Íþróttamiðstöð Stapaskóla - Starfsfólk

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar óska eftir að ráða starfsfólk í fullt starf við Íþróttamiðstöð Stapaskóla. Við leitum að einstaklingum sem eru með mikla þjónustulund og sjálfstæðir í vinnubrögðum. Unnið er á vöktum.

Íþróttamiðstöð Stapaskóla er nýtt og glæsilegt íþróttamannvirki sem verður tekið í notkun á haustdögum.  Á skólatíma fer fram íþrótta- og sundkennsla en eftir skóla og um helgar er sundlaugin opin fyrir almenning og íþróttahúsið notað til æfinga og keppni.

Í íþróttamiðstöðinni er 25 metra innisundlaug, setlaug inni og setlaug úti ásamt tveimur heitum pottum og einum köldum. Saunaklefi og infraklefi er í mannvirkinu. Í íþróttamiðstöðinni er stór og glæsilegur keppnisvöllur sem verður notaður eftir skólatíma til æfinga og keppni.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst, fyrsta vikan færi í námskeið í skyndihjálp og björgun. Möguleiki að hefja störf seinna eða eftir samkomulagi.  Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Afgreiðsla í íþróttamiðstöðinni
 • Eftirlit í búningsklefum á skólatíma
 • Eftirlit með sundlaugagestum
 • Almenn þrif á mannvirkinu
 • Önnur verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
 • Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða 
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund
 • Stundvísi
 • Hreint sakavottorð skilyrði

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Hafsteinn Ingibergsson netfang: Hafsteinn.ingibergsson@reykjanesbaer.is S. 899-8010.

Umsóknarfrestur til: 23. júlí 2024

Sækja um þetta starf