Akurskóli – Umsjónarkennari í 4. bekk
Starfssvið: Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum umsjónarkennara í 4.bekk. Um tímabundna ráðningu er að ræða vegna leyfis kennara.
Í Akurskóla eru um 350 nemendur og um 80 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Upphaf ráðningar er 1. ágúst 2025. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.
Hlutverk/helstu verkefni:
- Umsjónarkennsla í 4.bekk
- Fagleg vinna í skóla
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Kennaramenntun og leyfisbréf til að starfa sem kennari.
- Reynsla af vinnu með börnum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni og sveigjanleiki.
- Góð íslenskukunnátta.
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
- Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
- Hreint sakavottorð.
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.
Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.
Umsóknarfrestur til: 15. júlí 2025
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ!
Hjá Reykjanesbæ starfa um 1.200 manns í fjölbreyttum störfum, og við leitum reglulega að hæfileikaríku og jákvæðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú sent inn almenna umsókn til sveitarfélagsins.
Við bjóðum eingöngu tímabundin afleysingastörf sem vara að hámarki í 12 mánuði samfellt, t.d. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Ef þú hefur ákveðnar óskir um starfshlutfall eða tímavinnu, vinsamlegast taktu það fram í umsókninni. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, en stjórnendur skoða gagnagrunninn okkar þegar störf losna og hafa samband við viðeigandi umsækjendur. Störfin geta verið bæði í 100% starfshlutfalli og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í grunninum í allt að 6 mánuði.
Við hvetjum þig einnig til að fylgjast með auglýstum störfum á heimasíðu Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef þú hefur áhuga á ákveðnu starfi.
Vinsamlegast athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Upplýsingar gefur Mannauður og starfsumhverfi, starf@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur til: 31. desember 2025
Sækja um þetta starf