Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Bókasafn Reykjanesbæjar í Stapasafni

Hefur þú gaman að börnum og ungmennum? Langar þig að slást í hópinn?

Laust starf hjá Bókasafni Reykjanesbæjar í Stapasafni

Bókasafn Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða starfsmann með starfsstöð í Stapasafni, Stapaskóla í 100% starf. Starfið felur m.a. í sér vinnu við aðföng, umsýslu og frágang safnefnis, barna- og ungmennastarf, hugmyndavinnu, skipulagningu, upplýsingagjöf, teymisvinnu svo og önnur verkefni. Starfsmaður heyrir undir Bókasafn Reykjanesbæjar og vinnur þvert á söfnin.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·      Stúdentspróf eða hliðstæð menntun og/eða starfsreynsla á bókasafni

·      Mjög góð almenn tölvukunnátta og þekking á stafrænni miðlun

·      Góð íslenskukunnátta og gott vald á ensku

·      Áhugi og gleði gagnvart börnum og ungmennum

·      Nákvæmni, vandvirkni og snyrtimennska

·      Drifkraftur, frumkvæði, metnaður og færni til að vinna í hópi

·      Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki

·      Lipurð í samskiptum og rík þjónustulund.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 1. október.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Gunnarsdóttir, í gegnum netfang stefania.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is og í síma 421-6770.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Stefanía Gunnarsdóttir

Umsóknarfrestur til: 01. október 2021

Sækja um þetta starf

Fræðslusvið - Hegðunarráðgjafi

Reykjanesbær óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðslusviði bæjarins. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, faglegt starf og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra.

Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsfólks sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Þjónustan tekur mið af grunnstefnu Reykjanesbæjar undir heitinu Í krafti fjölbreytileikans, þar sem Börnin mikilvægust og Vellíðan íbúa eru tvær af sex stefnuáherslum hennar. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og tækifæri til starfsþróunar. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

 • Sérhæfð og einstaklingsmiðuð ráðgjöf vegna nemenda í leikskóla og yngri bekkjum grunnskóla. Ráðgjöfin er veitt til skólastjórnenda, kennara og annars starfsfólks sem vinnur með nemandanum.
 • Bein athugun á börnum í leik- og grunnskólum, þar sem stuðst er við viðurkenndar aðferðir við kortlagningu hegðunar.
 • Vinnur stuðningsáætlun í samstarfi við starfsfólk skóla og foreldra og styður við innleiðingu og framkvæmd hennar.
 • Almenn ráðgjöf til starfsfólks skóla vegna nemenda í leik- og grunnskóla sem byggir á árangursríkum leiðum í hegðunarmótun.
 • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun og reynsla á sviði sálfræði, atferlisfræði, kennslufræða og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi og tengist vinnu með börnum í skólaaðstæðum.
 • Framhaldsmenntun æskileg.
 • Yfirgripsmikil þekking og reynsla á sviði árangursríkra uppeldis- og hegðunarmótandi aðferða.
 • Þekking og reynsla af ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla.
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði.
 • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og leikni í mannlegum samskiptum.
 • PMT-O menntun er kostur.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, í gegnum netfang einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur

Umsóknarfrestur til: 26. september 2021

Sækja um þetta starf

Fræðslusvið - Sálfræðingur

Reykjanesbær óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðslusviði bæjarins. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, faglegt starf og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra. 

Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Þjónustan tekur mið af grunnstefnu Reykjanesbæjar undir heitinu Í krafti fjölbreytileikans, þar sem Börnin eru mikilvægust og Vellíðan íbúa eru tvær af sex stefnuáherslum hennar. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og tækifæri til starfsþróunar. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Starfssvið sálfræðings:

 • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum.
 • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra.
 • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum.
 • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.
 • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg.
 • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg.
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði.
 • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og leikni í mannlegum samskiptum.
 • Hreint sakavottorð. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágústmánuði 2021.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, í gegnum netfang einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur

Umsóknarfrestur til: 02. október 2021

Sækja um þetta starf

Hljómahöll - Starfsmaður í tímavinnu

Leitað er að brosmildum og þjónustulunduðum einstaklingi í tímavinnu í Hljómahöll. Í boði er spennandi og lærdómsríkt starf með fjölbreyttum verkefnum sem er í tilfallandi tímavinnu. Við leitum að metnaði, dugnaði og samviskusemi ásamt því að hafa áhuga á mannlegum samskiptum. Reynsla af þjónustustörfum er kostur. 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Þjónusta á viðburðum Í Hljómahöll s.s. á fundum, ráðstefnum, tónleikum og öðrum einkaviðburðum
 • Önnur verkefni sem falla til

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framúrskarandi þjónustulund
 • 18 ára eða eldri
 • Reiðubúin/n að koma til vinnu á tímabilinu 08:00-16:00
 • Reynsla af þjónustustarfi kostur
 • Sýna frumkvæði og jákvæðni í samskiptum og starfi
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum, framtakssemi og samstarfsvilji
 • Hæfni til að tjá sig jafnt á íslensku eða ensku

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð. 

Upplýsingar um starfið veitir Guðjón Vilmar Reynisson, sími: 420 1030, eða í gegnum tölvupóst á gudjon@hljomaholl.is.

Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2021

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

 

Upplýsingar gefur gudjon@hljomaholl.is

Umsóknarfrestur til: 04. október 2021

Sækja um þetta starf

Myllubakkaskóli óskar eftir að ráða umsjónarmann skólans

Myllubakkaskóli leitar að metnaðarfullum, áhugasömum og jákvæðum starfsmanni til að sinna starfi umsjónarmanns skólans. Umsjónarmaður hefur yfirumsjón og daglegt eftirlit með skólahúsnæðinu.  Umsjónarmaður gerir tillögur og/eða áætlanir um viðhald og breytingar á húsnæði skólans ásamt því að hafa eftirlit með störfum fólks sem sér um ræstingar og þrif á húsnæði skólans. Þá sér hann um margs konar útréttingar og innkaup fyrir skólann. Hann vinnur með starfsmönnum og nemendum skólans í daglegu starfi.

Í Myllubakkaskóla eru um 350 nemendur og um 70 starfsmenn. Skólinn leggur áherslu á hlýlegt umhverfi og jákvætt viðmót sem stuðlar að vellíðan og árangri jafnt nemenda sem starfsmanna. Virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi í skólastarfinu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·       Iðnmenntun er kostur.

·       Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og skipulagshæfni.

·       Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

·       Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.

·       Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.

·       Stundvísi, reglusemi og samviskusemi.

·       íslenskukunnátta æskileg.

·       Ökuréttindi.

·       Almenn tölvukunnátta.

Vinnutími er frá klukkan 7:30-16:30

Ráðið er í starfið frá og með 15. desember 2021

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2021.

Umsókninni skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Bryndís B. Guðmundsdóttir skólastjóri, í gegnum netfang bryndis.b.gudmundsdottir@myllubakkaskoli.is og í síma 420 1450.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur bryndis.b.gudmundsdottir@myllubakkaskoli.is

Umsóknarfrestur til: 11. október 2021

Sækja um þetta starf

Málstjóri í teymi alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks.

Velferðarsvið Reykjanesbær leitar að, öflugum, þjónustumiðuðum einstaklingi í teymi alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks.

Má bjóða þér í teymi fagfólks sem styður við umsækjendur um alþjóðlega vernd og vinnur að þróun á nýju verklagi um samþætta þjónustu við flóttafólk í Reykjanesbæ?

Teymið leitar að góðum liðsmanni sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að þjónusta, veita ráðgjöf og aðstoða flóttafólk. Teymið starfar samkvæmt samningi við Útlendingastofnun og félagsmálaráðuneyti.

Helstu verkefni og ábyrgð

·      Ráðgjöf, stuðningur og aðstoð við félagslega þátttöku í samfélaginu.

·      Mótun og þróun á nýju vinnulagi og úrræðum í þjónustu við flóttafólk.

·      Þverfaglegt samstarf við stofnanir og fyrirtæki

·      Stuðla að aukinni heildarsýn og samfellu í þjónustu.

·      Málstjórn, gerð einstaklingsáætlana með valdeflingu og fagmennsku að leiðarljósi.

Menntunar- og hæfniskröfur

·      Háskólamenntun sem nýtist í starfi

·      Reynsla og þekking á að starfa með fólki

·      Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi

·      Rík þjónustulund og lausnarmiðuð hugsun

·      Skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs

·      Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Fleiri tungumál er kostur.

·      Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.

 

Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2021 en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ásta Kristín Guðmundsdóttir teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks asta.k.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála hilma.h.siguardardottir@reykjanesbaer.is

Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni í starfið.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eða uppruna, eru hvattir til að sækja um starfið.

Þeir sem eru ráðnir til starfa hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Upplýsingar gefur asta.k.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is; hilma.h.siguardardottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 08. október 2021

Sækja um þetta starf

Sérfræðingur í barna og fjölskylduteymi velferðarsviðs Reykjanesbæjar

Reykjanesbær leitar að öflugum ráðgjafa í 100% starf til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga í barna- og fjölskylduteymi velferðarsviðs bæjarins þar sem lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun og þverfaglegt samstarf i málefnum.

Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði félagslegrar þjónustu, málefna fatlaðs fólks og málefnum barna og fjölskyldna.  

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau í sínum störfum. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

·      Félagsleg ráðgjöf, þjónusta og stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur.

·      Móttaka, greining og úrvinnsla á umsóknum um þjónustu.

·      Málsstjórn, gerð einstaklingsáætlana og eftirfylgd mála.

·      Heildarsýn yfir málefni einstaklinga og fjölskyldna.

·      Þverfaglegt samstarf. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·       Þroskaþjálfi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.

·       Þekking og reynsla af málefnum fatlaðra kostur.

·      Þekking og reynsla á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga kostur.

·       Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur.

·       Þekking og reynsla af vinnu með fólki af erlendum uppruna kostur.

·      Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sterk leiðtogafærni.

·      Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu.

·      Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs.

·      Góð íslensku- og enskukunnátta.

·      Hreint sakavottorð. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbær.is, undir laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2021 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis í síma 421-6700 eða í gegnum netfang vilborg.petursdottir@reykjanesbaer.is

 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eða uppruna, eru hvattir til að sækja um.

 

Upplýsingar gefur Vilborg Pétursdóttir

Umsóknarfrestur til: 28. september 2021

Sækja um þetta starf

Sérfræðingur í barnaverndarteymi velferðarsviðs Reykjanesbæjar

Reykjanesbær leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingum til að ganga til liðs við barnaverndarteymi velferðarsviðs. Starfið felur í sér verkefni á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002, teymisvinnu og þverfaglegt samstarf við aðra sérfræðinga sem að koma að málum barna og fjölskyldna. Hjá Reykjanesbæ eru börnin sett í fyrsta sæti og viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að veita börnum og fjölskyldum þeirra framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum upp á sveigjanlegt starfsumhverfi í hópi öflugra sérfræðinga og tækifæri til þess að taka þátt í uppbyggingu barnaverndarþjónustu í sveitarfélaginu.

Um er að ræða þrjár 100% stöður, eina ótímabundna stöðu og tvær tímabundnar stöður til ársloka 2022.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

·      Vinnsla barnaverndarmála og eftirfylgni

·      Móttaka tilkynninga

·      Ráðgjöf til barna og foreldra

·      Teymisvinna

·      Þverfaglegt samstarf við helstu samstarfsaðila barnaverndar

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Rík þjónustulund og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
 • Reynsla af teymisvinnu og þverfaglegu samstarfi er kostur
 • Þekking og reynsla á sviði barnaverndar er kostur
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði og önnur tungumálakunnátta er kostur
 • Hreint sakavottorð

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2021.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Elín Kristinsdóttir, teymisstjóri barnaverndar, í gegnum netfang thordis.e.kristinsdottir@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Þórdís Elín Kristinsdóttir

Umsóknarfrestur til: 28. september 2021

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið Stuðningsþjónusta

Höfuðmarkmið velferðarsviðs Reykjanesbæjar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og stuðla þannig að því að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti, tryggja að íbúar geti sem lengst búið í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi, að börn njóti þroskavænlegra uppeldisskilyrði og grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir félagsleg vandamál.

Um er að ræða tímavinnu, þar sem unnið er seinnipart og um helgar. Starfsmaður vinnur bæði á heimili notanda og utan þess. Vinnutími á viku er breytilegur og er um 7-8 klst. á viku. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með bílpróf.

Starfsmaður starfar við félagslega aðstoð við fatlað barn þar sem markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, veita stuðning og vera fyrirmynd. Starfsmaður starfar einnig við að leiðbeina barni í daglegu lífi við að auka færni þess og sjálfstæði.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Aðstoða barn við athafnir daglegs lífs
 • Aðstoða barn varðandi fæðuval, næringu og matseld
 • Aðstoða barn með að stunda, félagslegs-og/eða tómstundastarf
 • Leiðbeina barni varðandi félagsleg samskipti
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

Menntun/Þekking

 • Menntun félagsliða eða sambærileg menntun kostur
 • Góð Íslensku og enskukunnátta í mæltu og rituðu máli

 

Hæfni/Reynsla

 • Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
 • Reynsla, jákvæðni og áhugi á að starfa með fötluðum
 • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Stundvísi, samviskusemi og reglusemi
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Sveigjanleiki og þjónustulund
 • Frumkvæði í starfi
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 05.október, 2021.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Margrét Arnbjörg Valsdóttir og Stella Steingrímsdóttir, í gegnum netfang Margret.A.Valsdottir@reykjanesbaer.is og Stella.Steingrimsdottir@Reykjanesbaer.is og í síma 420-3400.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Margret.A.Valsdottir@reykjanesbaer.is; Stella.Steingrimsdottir@Reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 05. október 2021

Sækja um þetta starf

Verkefnisstjóri fræðslu og vinnuverndar

Verkefnisstjóri heyrir undir mannauðsstjóra Reykjanesbæjar á skrifstofu stjórnsýslu með aðsetur í Ráðhúsi Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12. Um er að ræða 100% starf. Starfið er nýtt og eru mikil tækifæri til að hafa áhrif á þróun starfsins ásamt öðrum mannauðstengdum verkefnum sveitarfélagsins. Ekki er gerð krafa um mikla menntun eða reynslu af vinnuverndarstarfi en starfsmaður fær þjálfun til að öðlast næga færni til að annast þennan málaflokk hjá sveitarfélaginu. Óskað er eftir einstakling sem hefur ánægju af því að vinna með og leiðbeina fólki og hefur metnað til að þróa verkefni og ná árangri.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

·       Tekur þátt í greiningu á fræðsluþörf ásamt stjórnendum

·       Skipuleggur þjálfun og fræðslu til starfsfólks í samráði við mannauðsstjóra og stjórnendur

·       Annast skipulag á móttöku nýliða og nýliðahandbók

·       Uppbygging öryggismenningar og heilsuverndar á vinnustöðum RNB

·       Áætlun um öryggi og heilbrigði og forgangsraða aðgerðum gegn áhættuþáttum

·       Gerð og innleiðing áhættumats ásamt fræðslu og ráðgjöf til starfsmanna og stjórnenda

·       Gerð ferla um vinnuverndarmál og vinnuslys /gera öryggishandbók

·       Þátttaka í verkefnum mannauðsdeildar

Menntunar- og hæfniskröfur:

·       Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun á sviði kennslu, verkefnastjórnunar, mannauðsmála, lýðheilsufræða eða vinnusálfræði er kostur.

·       Þekking og reynsla af fræðslumálum skilyrði

·       Námskeið eða menntun á sviði vinnuverndar eða öryggismála kostur

·       Mikil hæfni í mannlegum samskiptum ásamt sjálfstæði, frumkvæði og skipulagsfærni.

·       Góð íslensku- og tölvukunnátta og færni til að rita vinnulýsingar og handbækur.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, í gegnum netfang kristinn.oskarsson@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur kristinn.oskarsson@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 04. október 2021

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf