Menningar- og þjónustusvið - Markaðsstjóri
Ert þú kraftmikill, drífandi og skilvirkur einstaklingur? Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum markaðsstjóra með afburða hæfileika í mannlegum samskiptum sem á auðvelt með að vinna í teymi.
Markaðsstjóri hefur umsjón með markaðsmálum sveitarfélagsins. Hann sér til þess að markaðsefni sé samræmt, að faglegt yfirbragð sé til staðar á öllu sendu markaðsefni og finnur leiðir til að efla ímynd svæðisins með markvissum markaðsaðgerðum.
Um fullt starf er að ræða. Vinnutími markaðsstjóra er sveigjanlegur og búast má við tímabundnum sveiflum í starfi. Starfið heyrir undir menningar- og þjónustusvið sem starfar þvert á önnur svið bæjarins. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Helstu verkefni:
- Vinnur að og ber ábyrgð á markaðssetningu og jákvæðri ímynd Reykjanesbæjar
- Framkvæmd og eftirfylgni á aðgerðaráætlun markaðsstefnunnar
- Utanumhald og eftirfylgni verkefna
- Hefur yfirumsjón með öllu kynningarefni sveitarfélagsins og samræmingu þess
- Samskipti við hagsmunaaðila, t.d. hönnuði, starfsfólk Reykjanesbæjar, félög og fyrirtæki
- Miðlar áfram jákvæðum fréttum svæðisins á miðlum sveitarfélagsins
- Gerð og eftirfylgni á starfs- og fjárhagsáætlun markaðsmála
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Staðgóð þekking og reynsla af markaðsmálum
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Þekking og reynsla af starfsemi opinberrar stjórnsýslu er kostur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta til að vinna undir álagi og í fjölbreyttum verkefnum á sama tíma
- Skapandi og lausnamiðuð nálgun
- Þekking og reynsla af myndvinnslu- og hönnunarforritum er kostur
- Geta og reynsla til að miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku ásamt hæfni í framsetningu texta.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Þórdís Ósk Helgadóttir, sviðstjóri menningar- og þjónustusviðs, netfang thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is S. 421-6700
Umsóknarfrestur til: 02. október 2023
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Skólaritari 50% starf
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar starfar samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Við skólann starfar samheldinn hópur kennara og annars starfsfólks sem leggur metnað sinn í öflugt skólastarf. Skólinn er í rúmgóðu og björtu húsnæði að Hjallavegi 2 í Reykjanesbæ.
Skólaritari er starfsmaður á skrifstofu skólans. Markmið skólaritara er að veita nemendum, forráðamönnum, starfsmönnum, opinberum aðilum og öðrum viðskiptavinum skólans eins góða þjónustu og kostur er.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
- Símsvörun, móttaka og afgreiðsla erinda nemenda, forráðamanna og gesta.
- Ýmis þjónusta við kennara og stjórnendur skólans.
- Skráning í gagnagrunn skólans og ýmis önnur tölvuvinnsla.
- Skráning skólagjalda.
- Eftirlit með eignaskrá skólans, skráningu hljóðfæra o.fl.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Góð hæfni í íslensku- og ensku jafnt rituðu sem töluðu
- Góð hæfni í almennri tölvukunnáttu
- Grunnþekking á Excel og uppsetningu bréfa skilyrði
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is undir laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri S. 420-1400/863-7071 Karen Janine Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri S. 420-1400/867-9738
Umsóknarfrestur til: 28. september 2023
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Forstöðumaður umhverfismiðstöðvar
Reykjanesbær leitar að kraftmiklum, þjónustulundum og lausnamiðuðum einstaklingi í stöðu forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar. Forstöðumaður hefur það hlutverk að sjá til þess að samgöngumannvirki í sem víðustum skilningi séu í þannig ásigkomulagi að ekki stafi hætta af fyrir íbúa sveitarfélagsins. Að tryggja að umhirða og ástand opinna svæða, leik- og grunnskólalóða sé í lagi og standist allar opinberar kröfur.
Forstöðumaður hefur í öndvegi þá skyldu að þjóna íbúum, upplýsa íbúa um þær skyldur sem á sveitafélaginu hvíla og hvar mörkin liggja og leiðbeina þar um.
Á umhverfismiðstöð starfa um 20 manns, næsti yfirmaður er deildarstjóri umhverfismála.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
- Yfirumsjón með viðhaldi gatna, stíga, gangstétta og annarra gatna innviða
- Yfirumsjón með viðhaldi opinna útivistarsvæða, almenningsgarða og leiksvæða
- Yfirumsjón vetrarþjónustu (hálkuvarna, snjó ruðnings o.fl.)
- Samstarf við umhverfisstjóra um skógrækt, uppgræðslu, grasslátt, sáningu og önnur umhverfisverkefni.
- Samstarf við skipulagsfulltrúa, verkefnastjóra skipulagsmála o.fl. um innleiðingu og útfærslu hraðatakmarkandi aðgerða og umferðaröryggismál.
- Umsjón með stuðningi umhverfismiðstöðvar við aðrar stofnanir Reykjanesbæjar.
- Viðhald á leik- og grunnskólalóðum að beiðni eignasviðs Reykjanesbæjar
- Mannaforráð umhverfismiðstöðvar í umboði deildarstjóra umhverfismála.
- Tekur þátt í stefnumótun sviðsins, annast gerð starfsáætlunar, fjárhagsáætlunar og ársskýrslu í samstarfi við deildarstjóra umhverfismála og sviðsstjóra
- Fjárhagslega ábyrgð gangavart deildarstjóra umhverfismála. Annast áætlunargerð fyrir umhverfismiðstöð og fleiri gjaldalykla.
- Samþykkir reikninga eftir ítarlega yfirferð og ber ábyrgð á uppgjöri gagnvart deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Tækni og/eða iðnmenntun er nýtist í starfi
- Reynsla af verklegum framkvæmdum skilyrði
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af verkstjórn og samningum við verktaka og þjónustuaðila æskileg
- Krafa er gerð um hæfni og þekkingu á eftirliti og úttektum framkvæmda á götum, stígum, lögnum og opnum svæðum
- Áhersla á virðingu, lipurð í þjónustu og lausnarmiðuð samskipti við viðskiptavini, íbúa, verktaka og samstarfsmenn
- Góð almenn tölvukunnátta. Hæfni í Word og Excel æskileg
- Skipulagsfærni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli skilyrði
Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála, netfang Gunnar.E.Geirsson@reykjanesbaer.is S. 421-6700.
Umsóknarfrestur til: 02. október 2023
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu
Um er ræða fjölbreytt starf sem felur í sér félagslegan stuðning, persónulega aðstoð og stuðning við almenn heimilisstörf í heimahúsum hjá þjónustunotendum.
Um er að ræða 80% starf tímabundið í 3 mánuði, einnig gæti verið möguleiki á aukavinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
- Að virkja notendur til virkrar þátttöku og sjálfsbjargar eins og hægt er.
- Veita stuðning við heimilishald
- Að veita persónulegan stuðning við athafnir daglegs lífs
- Veita félagslegan stuðning til þeirra sem á þurfa að halda, svo sem í formi samveru, búðarferða og gönguferða
- Samvinna við þjónustuþega og aðra starfsmenn
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Félagsliðamenntun æskileg
- Reynsla af svipuðum störfum æskileg
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta
- Bílpróf og aðgangur að bíl
- Hreint sakarvottorð
Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Guðlaug Anna Jónsdóttir , netfang gudlaug.a.jonsdottir@reykjanesbaer.is S. 420-3400.
Umsóknarfrestur til: 09. október 2023
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.
Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf.
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur til: 31. desember 2023
Sækja um þetta starf