Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Fræðslusvið - Sálfræðingur

Reykjanesbær óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðslusviði bæjarins. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, faglegt starf og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra. 

Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Þjónustan tekur mið af grunnstefnu Reykjanesbæjar undir heitinu Í krafti fjölbreytileikans, þar sem Börnin mikilvægust og Vellíðan íbúa eru tvær af sex stefnuáherslum hennar. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og tækifæri til starfsþróunar. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Starfssvið sálfræðings:

 • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum.
 • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra.
 • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum.
 • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.
 • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg.
 • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg.
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði.
 • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og leikni í mannlegum samskiptum.
 • Hreint sakavottorð. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágústmánuði 2021.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, í gegnum netfang einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur

Umsóknarfrestur til: 01. ágúst 2021

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Verkefnastjóri lýðheilsumála

Reykjanesbær auglýsir starf verkefnastjóra lýðheilsumála laust til umsóknar.

Um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 

Reykjanesbær leitar að öflugum og framsæknum leiðtoga til að gegna forystu- og stjórnunarhlutverki í lýðheilsumálum. Reykjanesbær hefur sett sér lifandi og framsækna lýðheilsustefnu sem áhersla er lögð á að innleiða með virkum hætti. Viðkomandi mun leiða áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna sem stuðla að bættri lýðheilsu íbúa í þverfaglegu samstarfi við aðra aðila sem vinna að lýðheilsumálum og íbúum sveitarfélagsins.  Verkefnastjóri ber faglega og fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og tryggir að áherslur og verkefni sé í samræmi stefnu sveitarfélagsins og framtíðarsýn.

Áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiðir til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Gegnir forystuhlutverki í málaflokknum 
 • Leiðir faglegt starf og áherslur í lýðheilsumálum í samræmi við lýðheilsustefnu sveitarfélagsins og stefnu og gilda Reykjanesbæjar.
 • Vinnur með hagsmunaaðilum á sviði heilsueflingar, bæði innan og utan starfsemi Reykjanesbæjar
 • Tekur þátt í áætlanagerð velferðarsviðs, þ.m.t. starfsáætlun og ber fjárhagslega ábyrgð á rekstri verkefna sem undir hann falla
 • Heldur utan um tölfræðileg gögn á sviði lýðheilsumála og úrvinnslu þeirra í samstafi við hagdeild. Vinnur að fræðslu og aðgerðaráætlunum í samræmi við niðurstöður rannsókna og annarra tölfræðilegra gagna s.s. lýðheilsuvísa embættis landlæknis
 • Er tengiliður við samstarfsstofnanir á sviði lýðheilsumála þ.m.t. Embættis landlæknis, skóla, heilbrigðisstofnana og fleiri aðila
 • Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og hvatningu til íbúa og vinnur að uppbyggingu heilsueflandi samfélags í samræmi við lýðheilsustefnu sveitarfélagsins
 • Tekur þátt í nýsköpun og þróun á velferðarsviði með sérstaka áherslu virkni og valdeflingu, félagslega þátttöku, vellíð, sjálfræði og lífsgæði.
 • Undirbýr og situr fundi lýðheilsuráðs og situr í ýmsum samstarfshópum um bætta lýðheilsu og tekur virkan þátt
 • Fylgist með og sækir um styrki til stuðnings framsæknu lýðheilsustarfi í sveitarfélaginu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sterk leiðtogafærni og þjónustulund
 • Háskólamenntun í lýðheilsufræðum
 • Reynsla af stjórnun lýðheilsuverkefna æskileg
 • Þekking og reynsla af starfsumhverfi sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu æskileg
 • Þekking og reynsla á sviði endurhæfingar,endurmenntunar og virkni kostur
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Vilji til að taka ábyrgð, koma á samstarfi, mynda tengslanet og valdefla
 • Skipulagshæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs í gegnum netfang hera.o.einarsdottir@reykjanesbaer.is  Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eða uppruna, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur hera.o.einarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. júlí 2021

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf