Laus störf

Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Hljómahöll - Hljóðmaður/Verkefnastjóri

Hljómahöll auglýsir lausa 100% stöðu hljóðmanns/verkefnastjóra

Tæknimál á höndum hljóðmanns/verkefnastjóra varða allar hliðar rekstursins s.s. tónleika- og ráðstefnuhald, fundi, dansleiki, Rokksafn Íslands o.s.frv. Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi þjónustulund, vera mjög sveigjanlegur varðandi vinnutíma, geta haft umsjón með hljóðblöndun á viðburðum, verkefnastjórn á viðburðum og helst búa yfir tæknimenntun af einhverju tagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af hljóðvinnslu og tæknimálum á viðburðum
 • Góð og yfirgripsmikil þekking á tæknibúnaði sem tengist viðburðahaldi
 • Mikil tölvukunnátta (Apple, Windows, iOS og Android umhverfi)
 • Tæknimenntun t.d. á sviði hljóðstjórnar er kostur
 • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
 • Reynsla af lýsingu á viðburðum er kostur
 • Góð yfirsýn og hæfni til að vinna undir álagi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

Áhugasamir fylla út umsókn á vef Reykjanesbæjar. Umsókninni um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Upplýsingar gefur Tómas Young, Framkvæmdastjóri Hljómahallar og Rokksafns (tomas@hljomaholl.is)

Umsóknarfrestur til: 10. mars 2019

Sækja um þetta starf

Holt - Leikskólastjóri

Leikskólastjóri óskast í leikskólann Holt

Staða leikskólastjóra við leikskólann Holt í Reykjanesbæ er laus til umsóknar. Leikskólinn er fjögra deilda með um 95 börn á aldrinum tveggja til sex ára. Í skólanum er starfað í anda Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru gleði, virðing, sköpun og þekkingarleit.

Leikskólinn er staðsettur þar sem stutt er í skemmtileg og fjölbreytt útivistarsvæði. Útinámssvæði er í nálægð skólans sem byggt var upp af leikskólum og grunnskólanum í hverfinu. Holt hefur verið þátttakandi í Evrópusamstarfi Erasmus+ og eTwinning og hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni. Leikskólinn er einnig þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Landslæknisembættisins. Holt hefur fjórum sinnum fengið Grænfánann.   

Leitað er að metnaðarfullum stjórnanda sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur góða þekkingu á leikskólastarfi

Starfssvið:

 • Vera faglegur leiðtogi
 • Bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi leikskólans, stjórna daglegri starfsemi hans og hafa forgöngu um mótun og framgang stefnu leikskólans
 • Vinna náið með starfsfólki að því að skapa frjótt námsumhverfi þar sem vellíðan er tryggð og styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín
 • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
 • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og rekstri
 • Áhugi og reynsla í að leiða þróunarstarf
 • Góðir skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í starfsháttum
 • Framsækni og vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsókninni fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda í leikskólum.

 

 

Upplýsingar gefur Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi (ingibjorg.b.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 421-6700/616-9966)

Umsóknarfrestur til: 03. mars 2019

Sækja um þetta starf

Sumarstarf - Flokkstjóri Vinnuskólans

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir sumarstörf flokkstjóra laus til umsóknar. Í störfunum felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 15 til 16 ára við ýmis umhverfisstörf.  Flokkstjórar þurfa að vera hvetjandi, stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir unglinganna. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 19 ára aldri.  Flokkstjórar hefja störf 22. maí n.k.Umsóknarfrestur er til og með 10.mars n.k. og aðeins er tekið við rafrænum umsóknum. Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður og allir flokkstjórar skulu vera tóbakslausir. Um launakjör fer eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir (berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 420-3200)

Umsóknarfrestur til: 10. mars 2019

Sækja um þetta starf

Sumarstarf - Yfirflokkstjóri Vinnuskólans

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir eftir yfirflokkstjóra til starfa í sumar

Í starfinu felst:

 • Skipulagning og stýring á vinnuskólanum sumarið 2019
 • Eftirlit með vinnuhópum
 • Dagleg verkefnastýring

Yfirflokkstjóri þarf að vera stundvís, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með mannleg samskipti.

Umsækjendur þurfa að vera 21 árs eða eldri og með bílpróf.

Umsóknarfrestur er til 10.mars nk. 

Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður.

Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir (berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 840-1556)

Umsóknarfrestur til: 10. mars 2019

Sækja um þetta starf

Tjarnarsel - Aðstoðarleikskólastjóri

Reykjanesbær auglýsir starf aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Tjarnarsel laust til umsóknar frá og með 1.ágúst 2019

Tjarnarsel er fjögra deilda leikskóli með 80 börn staðsettur í hjarta bæjarins. Í Tjarnarseli  er lögð áhersla á útinám í náttúrulegum garði leikskólans og vettvangsferðir um nánasta umhverfi hans. Einnig er lögð rækt við mál og læsi með áherslu á að efla orðaforða barna í gegnum leik og starf.  Tjarnarsel er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Landslæknisembættis Íslands. Skólinn tekur jafnframt þátt í samstarfsverkefnum með öðrum leik-og grunnskólum hérlendis og erlendis í gegnum Erasmus+ og eTwinning. Leikskólinn hefur fimm sinnum tekið við Grænfána viðurkenningu Landverndar.   

Helstu verkefni:

 • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.
 • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
 • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
 • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun.
 • Reynsla af stjórnun æskileg.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni.
 • Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Gott vald á íslenskri tungu.
 • Góð tölvukunnátta.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.Umsókninni fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda í leikskólum.

 

Upplýsingar gefur Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri (ardis.h.jonsdottir@tjarnarsel.is, sími: 421-3100/896-2578)

Umsóknarfrestur til: 27. febrúar 2019

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf