Laus störf

Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Heiðarskóli - Skólaliði í fullt starf

Heiðarskóli óskar eftir að ráða skólaliða til starfa

Heiðarskóli óskar eftir að ráða áhugasaman og metnaðarfullan skólaliða til starfa.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfsvið:

 • Skólaliðar starfa með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu
 • Annast frímínútnagæslu
 • Aðstoðar í matar- og nestistímum
 • Vinnur með nemendum í frístundaheimili
 • Önnur störf sem skólastjóri felur honum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Áhugi að vinna með börnum
 • Krafist er góðrar íslenskukunnáttu
 • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Farið er fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Vinnutími er frá 8:00 – 16:15.Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. 

Ráðið er í stöðuna frá 1.nóvember. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Umsókn fylgi ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur.

Karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin.

Í Heiðarskóla er öflugur starfsmannahópur og þar er lögð áhersla á metnaðarfullt skólastarf. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Nánar um skólann á www.heidarskoli.is.

Upplýsingar gefur Haraldur Axel Einarsson, skólastjóri Heiðarskóla (haraldur.a.einarsson@heidarskoli.is, sími: 698-7862) eða Bryndís Jóna Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla (bryndis.j.magnusdottir@heidarskoli.is, sími: 868-4906)

Umsóknarfrestur til: 29. október 2018

Sækja um þetta starf

Njarðvíkurskóli - Skólaliði í 70% starf

Njarðvíkurskóli auglýsir eftir skólaliða í 70% starf.

Skólaliði starfar með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu. Hann annast gangavörslu, frímínútnagæslu, vinnur í frístundaskóla, aðstoðar í matar- og nestistímum og sinnir öðrum störfum sem skólastjóri felur honum.

Menntun og hæfni:

 • Áhugi að vinna með börnum
 • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslenskukunnátta

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Sjá nánar um Njarðvíkurskóla á njardvikurskoli.is

 

 

Upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjori Njarðvíkurskóla (netfang: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is, sími: 420-3000/863-2426 )

Umsóknarfrestur til: 05. nóvember 2018

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf