Laus störf

Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeingar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Hljómahöll - Veitingastjóri

Hljómahöll auglýsir lausa stöðu veitingastjóra Hljómahallar. Veitingastjóri Hljómahallar er ábyrgur fyrir allri veitingaþjónustu í húsinu s.s. vínveitingum, aðkeyptri vöru og þjónustu, mönnun á viðburðum, eftirliti og samskiptum við utanaðkomandi veitingamenn auk eftirlits og umsjónar með tengdum tækjum og búnaði Hljómahallar. Um fullt starf er að ræða. Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi þjónustulund og vera mjög sveigjanlegur varðandi vinnutíma þar sem viðburðir í Hljómahöll geta verið jafnt á daginn sem og um kvöld og helgar.

Verksvið:

 • Umsjón og eftirlit með allri veitingaþjónustu í húsinu á viðburðum
 • Áætlana- og tilboðsgerð vegna viðburða
 • Ráðningar, mönnun og stjórnun þjónustufólks 
 • Verkefnastjórn, samskipti, ráðgjöf og aðstoð við leigutaka við undirbúning viðburða
 • Samskipti við birgja um vörukaup
 • Umsjón með uppröðun og undirbúningi sala fyrir viðburði
 • Umsjón og eftirlit með eldhúsi, eldhústækjum, borðbúnaði og öðrum tengdum búnaði 
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra

Hæfniskröfur:

 • Menntun eða mikil reynsla sem nýtist í starfi 
 • Framúrskarandi þjónustulund og mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Mjög góð tölvukunnátta s.s. Word, Excel, tölvupóstur o.fl. og mikil talnagleggni
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Umsækjandi þarf að náð amk. 25 ára aldri. 

Umsókninni um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Upplýsingar gefur Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar (tomas@hljomaholl.is)

Umsóknarfrestur til: 17. júní 2019

Sækja um þetta starf

Skapandi sumarstarf - 17-25 ára

Ungu fólki á Suðurnesjum á aldrinum 17-25 ára gefst kostur á að sækja um starf við „Listhóp ungmenna“. Listhópnum er ætlað að sinna skapandi starfi í Reykjanesbæ sem tekur mið af áhuga og reynslu þátttakenda sjálfra undir leiðsögn verkefnisstjóra.  Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist 24.júní og standi í 8 vikur. Umsóknum skal skilað í gegnum sérstaka umsókn á heimasíðu Reykjanesbæjar undir laus störf og þar skulu eftirfarandi atriði m.a. koma fram:a) Hugmynd viðkomandi að skapandi verkefnum fyrir hópinnb) Rök fyrir því að viðkomandi ætti að vera valinn í hópinn

Farið verður yfir allar umsóknir og nefnd á vegum ábyrgðaraðila velur hópinn. Ekki er víst að allir komist að.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir (berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 840-1556)

Umsóknarfrestur til: 19. júní 2019

Sækja um þetta starf

Skapandi sumarstarf - Verkefnastjóri

Ungu fólki á Suðurnesjum á aldrinum 17-25 ára gefst kostur á að sækja um starf við „Listhóp ungmenna“. Listhópnum er ætlað að sinna skapandi starfi í Reykjanesbæ sem tekur mið af áhuga og reynslu þátttakenda sjálfra undir leiðsögn verkefnisstjóra.  Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist 24.júní og standi í 8 vikur. Umsóknum skal skilað í gegnum sérstaka umsókn á heimasíðu Reykjanesbæjar undir laus störf og þar skulu eftirfarandi atriði m.a. koma fram:a) Hugmynd viðkomandi að skapandi verkefnum fyrir hópinnb) Rök fyrir því að viðkomandi ætti að vera valinn í hópinn

Farið verður yfir allar umsóknir og nefnd á vegum ábyrgðaraðila velur hópinn. Ekki er víst að allir komist að.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir (berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 840-1556)

Umsóknarfrestur til: 19. júní 2019

Sækja um þetta starf

Starf við liðveislu

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Hér sækir þú um að starfa við liðveislu.

Upplýsingar gefur Freydís Aðalsteinsdóttir, félagsráðgjafi (freydis.adalsteinsdottir@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 31. janúar 2022

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf

Vinnuskólinn 2019 - Ný umsókn 8. 9. og 10.bekkur

Vilt þú starfa í vinnuskólanum í sumar?

Nú geta allir nemendur sem eru að ljúka 8., 9. og 10.bekk unnið í vinnuskólanum í sumar!

Nýtt fyrirkomulag er í vinnuskólanum en nú er eitt tímabil frá 11.júni- 31.júlí en nemendur geta skráð sig í frí á tímabilinu.

Með þessu teljum við vinnuskólann verða enn betri og fjölskylduvænni þar sem nemendum er frjálst að taka sér frí hvenær sem er á starfstíma og geta einnig alltaf mætt til vinnu þá daga sem ekki liggur fyrir önnur dagskrá, svo sem skipulagðar íþróttaæfingar, keppnisferðir, aðrar frístundir eða frí með forráðamönnum.

Í umsókninni biðjum við ykkur um að skrá hvaða dag nemandi mun mæta fyrst til vinnu og eins ef liggur fyrir einhvað sumarfrí eða frítaka á tímabilinu.  Við gerum ráð fyrir því að nemendur taki sér a.m.k. fjögurra daga frí á tímabilinu.

Við hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í Vinnuskólanum í sumar!

 

 

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir, forstöðumaður vinnuskólans (berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 420-3200)

Umsóknarfrestur til: 31. júlí 2019

Sækja um þetta starf