Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeiningar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Þar sem Reykjanesbær er afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er sveitarfélaginu óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem sveitarfélagið vinnur því afhentar Þjóðskjalasafni að þrjátíu árum liðnum.

Velferaðarsvið - Deildarstjóri á Hæfingarstöð

Hæfingarstöð Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða deildarstjóra í 80-100% starf. Hæfingarstöð Reykjanesbæjar er dagþjónusta fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum sem starfar með það að markmiði að efla atvinnutengda færni þjónustunotenda auk þess að veita fötluðu fólki vettvang til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Starfið felur í sér stjórnun og umsjón verkefna og/eða samræmingu faglegs starfs á þjónustueiningunni. Með umsjón er m.a. átt við skipulagningu, samhæfingu og viðvarandi verkefnastjórnun. Veitir leiðsögn og ráðgjöf til samstarfsfólks og samstarfsaðila.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau í sínum störfum.

Hæfniskröfur eru:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af störfum með fötluðu fólki.
 • Samstarfs- og skipulagshæfileikar.
 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólk.
 • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
 • Samviskusemi, þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hreint sakavottorð.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Jón Kristinn Pétursson, forstöðuþroskaþjálfi

Umsóknarfrestur til: 08. mars 2021

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Starfsmaður á heimili fatlaðra barna

Velferðarsvið óskar eftir að ráða starfsmann á heimili fatlaðra barna.

Um er að ræða vakta- og tímavinnu þar sem unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Sjúkraliðanám, félagsliðanám eða annað nám sem nýtist í starfi er kostur

 • Reynsla og þekking af málefnum fatlaðs fólks
 • Reynsla af umönnunarstörfum
 • Hæfni og virðing í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og þolinmæði

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Ólafur Garðar Rósinkarsson, olafur.g.rosinkarsson@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 07. mars 2021

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf

Vinnuskóli - Almennur flokkstjóri

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir sumarstörf flokkstjóra laus til umsóknar.

Í störfunum felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 14 til 18 ára við ýmis umhverfisstörf. 

Flokkstjórar þurfa að vera hvetjandi, stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir unglinganna.

Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. 

Flokkstjórar hefja störf 20. maí n.k.

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars n.k. og aðeins er tekið við rafrænum umsóknum.

Vinnuskólinn er tóbaks- og veiplaus vinnustaður.

Um launakjör fer eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir, berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 17. mars 2021

Sækja um þetta starf

Vinnuskóli - Skrúðgarðaflokkstjóri

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir sumarstörf flokkstjóra laus til umsóknar.

Í störfunum felst skipulagning og stýring á vinnuhópum ungmenna við störf í skrúðgörðum og gróðurtengdum verkefnum. 

Flokkstjórar þurfa að vera hvetjandi, stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir unglinganna.

Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. 

Flokkstjórar hefja störf 20. maí n.k.

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars n.k. og aðeins er tekið við rafrænum umsóknum.

Vinnuskólinn er tóbaks- og veiplaus vinnustaður.

Um launakjör fer eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir, berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 17. mars 2021

Sækja um þetta starf

Vinnuskóli - Sérverkefnaflokkstjóri

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir sumarstörf flokkstjóra í sérverkefni laus til umsóknar.

Í störfunum felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga með sérþarfir á aldrinum 14 til 18 ára við ýmis umhverfisstörf. 

Menntun í uppeldis- eða félagsfræði er kostur.

Flokkstjórar þurfa að vera hvetjandi, stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir unglinganna.

Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. 

Flokkstjórar hefja störf 20. maí n.k.

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars n.k. og aðeins er tekið við rafrænum umsóknum.

Vinnuskólinn er tóbaks- og veiplaus vinnustaður.

Um launakjör fer eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir, berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 17. mars 2021

Sækja um þetta starf

Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri á skrifstofu

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir sumarstörf yfirflokkstjóra laus til umsóknar.

Í starfinu felst:

 • Skipulagning og stýring á vinnuskólanum sumarið 2021
 • Samskipti við launadeild og tímaskráning/skil á tímum
 • Dagleg verkefnastýring í samvinnu við forstöðumann
 • Önnur tilfallandi verkefni

Yfirflokkstjóri þarf að vera stundvís, skipulagður, áreiðanlegur og góður í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 22 ára aldri.

Umsækjendur þurfa að vera með bílpróf.

Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. 

Vinnuskólinn er tóbaks- og veiplaus vinnustaður.

Um launakjör fer eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir, berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 17. mars 2021

Sækja um þetta starf

Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri í virku eftirliti

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir sumarstörf yfirflokkstjóra laus til umsóknar.

Í starfinu felst:

 • Skipulagning og stýring á vinnuskólanum sumarið 2021
 • Eftirlit með vinnuhópum, flokkstjórum og tímaskráningu
 • Dagleg verkefnastýring í samvinnu við forstöðumann
 • Önnur tilfallandi verkefni

Yfirflokkstjóri þarf að vera stundvís, metnaðarfullur, áreiðanlegur og góður í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 22 ára aldri.

Umsækjendur þurfa að vera með bílpróf.

Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. og aðeins er tekið við rafrænum umsóknum

Vinnuskólinn er tóbaks- og veiplaus vinnustaður.

Um launakjör fer eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar.

Upplýsingar gefur Berglind Ásgeirsdóttir, berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 17. mars 2021

Sækja um þetta starf