Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á mið- og elsta stig

Starfssvið:

Kennsla á mið- og elsta stigi (7.- 10. bekkur). Kennslugrein danska ásamt umsjón.

Háaleitisskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Háaleitisskóla eru um 330 nemendur og um 80 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs. Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og skólinn er Réttindaskóli UNICEF. Einnig er unnið að því að fá viðurkenningu sem Grænfánaskóli með markvissu starfi í umhverfismálum. Allir skólar í Reykjanesbæ vinna einnig að því að verða Heilsueflandi grunnskólar. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá 1. ágúst 2022. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Hlutverk/helstu verkefni:

Kennsla í dönsku á mið- og elsta stigi, umsjón með nemendum, foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
 • Reynsla af kennslu í leik- grunn eða framhaldsskóla
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun 

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf.

Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri í tölvupósti og í símum 420 3050/863-6810.

Upplýsingar gefur fridthjofur.h.karlsson@haaleitisskoli.is

Umsóknarfrestur til: 31. maí 2022

Sækja um þetta starf

Leikskólinn Tjarnasel - Leikskólakennarar

Leikskólinn Tjarnarsel óskar eftir leikskólakennurum í 100% stöður. Í leikskólanum er unnið faglegt og metnaðarfullt skólastarf þar sem sérstök áhersla er lögð á mál og læsi, útinám í náttúrulegum garði skólans og á vettvangsferðir um nánasta umhverfi hans. Tjarnarsel er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli og vinnutstaður á vegum Embættis landlæknis. Sjá nánar um Tjarnarsel á www.tjarnarsel.is og á fésbókarsíðu skólans, Leikskólinn Tjarnarsel.

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Leikskólakennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla.
 • Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í leikskólastarfinu.
 • Frumkvæði og faglegur metnaður.
 • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Ábyrgð og stundvísi. 

Ráðið er í starfið frá og með 8. ágúst 2022 eða í síðasta lagi frá 1. september 2022.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is  undir Laus störf.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL.

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður litið til annarrar menntunar og reynslu. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Árdís H. Jónsdóttir, leikskólaskólastjóri í gegnum netfang og í síma 420-3100 eða 896-2578. 

Upplýsingar gefur ardis.h.jonsdottir@tjarnarsel.is

Umsóknarfrestur til: 31. maí 2022

Sækja um þetta starf

Starf við liðveislu

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Snædís Góa Guðmundsdóttir í tölvupósti og í síma 421-6700.

Upplýsingar gefur Snaedis.G.Gudmundsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. ágúst 2022

Sækja um þetta starf

Umsjónarmenn í starfi með ungmönnum með stuðningsþarfir.

Velferðarsvið óskar eftir 2 starfsmönnum til að halda utan um vinnuhóp ungmenna með stuðningsþarfir.

Um er að ræða 6 vikna verkefni þar sem unnið er alla virka daga frá 10-14. Lögð er áhersla á félagslegt samneyti og virkni.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Aðstoða við daglegt skipulag
 • Samskipti við aðstandendur
 • Aðstoða við daglegar athafnir notenda

Hæfniskröfur:

 • Reynsla í starfi með ungmennum með stuðningsþarfir
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Heiðarleiki og stundvísi
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni

Gert er ráð fyrir að verkefnið verði frá 20. júní-29. júli 2022.

Tímabilið gæti breyst lítillega.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Harpa Hrund, í gegnum netfang og í síma 421-6700.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur skjolid@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 01. júní 2022

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur

Stuðningsfjölskyldur óskast

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur fyrir börn með stuðningsþarfir. 

Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn tímabundið í umsjá sína til að létta álagi af fjölskyldu þess og veita barninu tilbreytingu.

Hjá stuðningsfjölskyldum fá börn tilbreytingu, hvatningu og stuðning auk þess sem þau fá tækifæri til þess að efla félagsleg tengsl sín og virkni. Stuðningsfjölskylda hefur barnið í umsjá sinni að jafnaði tvo sólahringa í mánuði.

Nánari upplýsingar gefur Linda Pálmadóttir í síma 421-6700 eða í tölvupósti.

Upplýsingar gefur linda.palmadottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. maí 2022

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf