Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Heiðarsel - Deildarstjóri

Leikskólinn er fjögurra deilda og hefur starfað samkvæmt viðmiðum Heilsustefnunnar frá 2004 þar sem markmiðin eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Aðrar áherslur í starfi leikskólans eru læsi, stærðfræði og tónlist. 

Menntun og hæfniskröfur: 

 • Leikskólakennaramenntun
 • góð íslensku kunnátta
 • áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
 • góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
 • jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
 • færni í mannlegum samskiptum
 • sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, Aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Reykjanesbæjar
 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni
 • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni

Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst 2021

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Hanna Málmfríður Harðardóttir leikskólastjóri í síma 4203131/8946787

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Hanna Málmfríður Harðardóttir, leikskólastjóri Heiðarsels

Umsóknarfrestur til: 19. maí 2021

Sækja um þetta starf

Heiðarsel - Leikskólakennari

Leikskólinn er fjögurra deilda og hefur starfað samkvæmt viðmiðum Heilsustefnunnar frá 2004 þar sem markmiðin eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Aðrar áherslur í starfi leikskólans eru læsi, stærðfræði og tónlist.  

Einkunnarorð skólans eru: hreyfing, næring, listsköpun og leikur.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 9. ágúst 2021 og um er að ræða fullt starf.

Menntunar- og  hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun æskileg
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Samskiptahæfni og áhugi á að vinna í hóp
 • Reynsla af störfum með börnum
 • Ábyrgð og stundvísi
 • Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða starfsmann með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veitir Hanna Málmfríður Harðardóttir leikskólastjóri í síma 4203131/8946787 eða á netfangið hanna.m.hardardottir@heidarsel.is   

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Hanna Málmfríður Harðardóttir, leikskólastjóri Heiðarsels

Umsóknarfrestur til: 19. maí 2021

Sækja um þetta starf

Holtaskóli - Starfsfólk skóla

Holtaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum í 70-100% störf starfsmanna grunnskóla á komandi skólaári.

Í Holtaskóla eru um 400 nemendur og um 70 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Virðing, ábyrgð, virkni og ánægja en Holtaskóli vinnur eftir PBS atferlisstefnunni (stuðningur við jákvæða hegðun). Í Holtaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem áhersla er lögð á heildstæða nálgun með þarfir nemanda að leiðarljósi. 

Starfssvið:

Starfsmenn skóla starfa með nemendum í leik og starfi utna og innan kesnnslustofu. Annast gangavörslu, frímínútnagæslu, vinnur á frístundaheimili, aðstoðar í matar- og nestistímum og sinnir öðrum störfum sem skólastjóri felur honum.

Vinnutími er kl. 08:00-14:00/16:00.

Ráðning er frá 15. ágúst 2021.

Menntun og hæfni:

 • Áhugi að vinna með börnum
 • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi er æskileg
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Jákvæðni, sveigjanleiki og frumkvæði
 • Góð íslenskukunnátta

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, netfang: helga.h.snorradottir@holtaskoli.is og í síma 848-1268.

Upplýsingar gefur Helga Hildur Snorradottir, skólastjóri Holtaskóla

Umsóknarfrestur til: 14. maí 2021

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli - Starfsfólk skóla

Við í Háaleitisskóla óskum eftir að ráða starfsmenn skóla í okkar flotta og samheldna starfsmannahóp. Um er að ræða störf fyrir næsta skólaár með ráðningartíma frá og með 16.8.2021. Starfsmaður skóla starfar með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu. Annast gangavörslu, frímínútnagæslu, aðstoðar í matar- og nestistímum og sinnir öðrum störfum sem skólastjóri felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla og menntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Áhugi á að vinna með börnum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Hæfni í mannlegum samskiptum

Starfshlutfall er 75 - 100% og vinnutíminn frá kl. 8:00 – 14:00/16:00. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní. Nánari upplýsingar veitir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri, í síma 420-3052/863-6810 eða í gegnum tölvupóst fridthjofur.h.karlsson@haaleitisskoli.is

Í Háaleitisskóla eru um 300 nemendur og um 70 starfsmenn. Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs. Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og Háaleitisskóli vinnur nú að viðurkenningu sem réttindaskóli UNICEF.

Í Háaleitisskóla er lögð áhersla á menntun og mannrækt, árangursríkt skólastarf og stuðning við jákvæða hegðun. Sjá nánar um skólann á www.haaleitisskoli.reykjanesbaer.is.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. 

Upplýsingar gefur Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóli

Umsóknarfrestur til: 01. júní 2021

Sækja um þetta starf

Njarðvíkurskóli - Starfsfólk skóla

Njarðvíkurskóli og sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla auglýsa eftir starfsmönnum skóla í 70% -100% stöður frá 15. ágúst n.k.

Í Njarðvíkurskóla eru um 410 nemendur og um 100 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: Menntun og mannrækt. Njarðvíkurskóli er umhverfisvænn grunnskóli sem leggur áherslu á jákvæðan skólabrag, öflugt foreldrasamstarf og er stöðugt verið að leita nýrra leiða til að gera gott starf enn betra.

Starfssvið:

Starfsmenn skóla starfar með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu. Annast gangavörslu, frímínútnagæslu, vinnur í frístundaskóla, aðstoðar í matar-og nestistímum og sinnir öðrum störfum sem skólastjóri felur honum.

Menntun og hæfni:

•     Áhugi að vinna með börnum

•     Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg.

•     Hæfni í mannlegum samskiptum

•     Góð íslenskukunnátta

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, netfang asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is

Umsóknarfrestur til: 14. maí 2021

Sækja um þetta starf

Tónlistarskólinn - Starf sellókennara

Um er að ræða 50-55% starf við kennslu á selló með möguleika á stjórnun samspils,

ásamt öðrum faglegum störfum innan skólans.  

Kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla.

Menntunar – og hæfniskröfur:

 • Umsækjandi þarf að vera sellóleikari.
 • Háskólamenntun í sellóleik. Prófgráða er kostur.
 • Tónlistarkennarapróf æskilegt.
 • Kennslureynsla æskileg.
 • Hæfni í góðum mannlegum samskiptum.
 • Ánægja af starfi með börnum og ungmennum.
 • Metnaður fyrir kennslu nemenda á öllum aldri og á öllum námsstigum.
 • Áhugi og metnaður fyrir samstarfi innan skóla.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er framsækinn skóli með rúmlega 40 starfsmenn

þar sem ríkir góður starfsandi og metnaður fyrir kraftmiklu skólastarfi.

Gildi Reykjanesbæjar eru: Virðing – Eldmóður – Framsækni.

Mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í störfum sínum.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar starfar í sérhönnuðu, rúmgóðu og glæsilegu húsnæði í Hljómahöll, Hjallavegi 2, Reykjanesbæ. Auk þess hefur skólinn góða kennsluaðstöðu í öllum sjö grunnskólum bæjarins þar sem nemendur í 3.-7. bekk sækja hljóðfæratíma á skólatíma.

Ráðið er í starfið frá og með 1. ágúst 2021.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga

og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir hlekknum „Laus störf“.

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí n.k.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri, í gegn um netfangið haraldur.a.haraldsson@tonrnb.is og Karen Janine Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri, í gegn um netfangið karen.j.sturlaugsson@tonrnb.is.

Einnig má afla nánari upplýsinga hjá þeim um starfið í síma 420-1400.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri

Umsóknarfrestur til: 16. maí 2021

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf