Leikskólinn Völlur -Sérkennslustjóri
Starfssvið: Sérkennslustjóri
Leikskólinn Völlur á Ásbrú auglýsir eftir metnaðarfullum sérkennslustjóra í fullt starf sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum.
Leikskólinn Völlur er sex kjarna leikskóli með 95-110 nemendum sem er aldurs og kynjaskiptur. Um 75% barna eru tví-eða fjöltyngd og eru þjóðerni nemenda því fjölbreytt.
Námskrá leikskólans byggir á hugmyndafræði Hjallastefnunnar. Svokallaðar meginreglur liggja til grundvallar allri hugmyndafræði Hjallastefnunnar.
Einkunnarorð Vallar eru: Agi-Jákvæðni-Sjálfstyrking-Vinátta-Samskipti-Áræðni
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna.
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í samstarfi við aðra stjórnendur leikskólans.
- Er faglegur umsjónaraðili sérkennslu í leikskólanum, annast ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans og upplýsingagjöf til foreldra.
- Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
- Ber ábyrgð á að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni.
- Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
- Sinnir sérkennslu barna og barnahópa með íhlutun.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf sem leikskólakennari (leyfisbréf fylgi umsókn).
- Framhaldsmenntun í sérkennslu æskileg.
- Þekking og reynsla af sérkennslu í leikskólum.
- Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna.
- Góð hæfni í mannlegum í samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður.
- Góð íslenskukunnátta.
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfall eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags leikskólakennara.
Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Hulda B Stefánsdóttir, skólastjóri á Velli netfang: hulda.stefansdottir@leikskolinnvollur.is S. 421-8410.
Umsóknarfrestur til: 22. desember 2025
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Velferðarsvið - Ráðgjafi í barna- og fjölskylduteymi
Reykjanesbær leitar að öflugum og framsæknum ráðgjafa í 100% starf til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga í barna- og fjölskylduteymi velferðarsviðs bæjarins þar sem lögð er áhersla á snemmtækan stuðning og þverfaglegt samstarf i málefnum fjölskyldna.
Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði félagslegrar þjónustu, málefna fatlaðs fólks og málefnum barna og fjölskyldna.
Reykjanesbær hefur sett sér stefnu um velferð íbúa og samfélagsins til ársins 2030. Yfirskrift stefnunnar er Reykjanesbær í krafti fjölbreytileikans.
Lögð er áhersla á að nýta til fulls kosti fjölbreytileikans og efla alla bæjarbúa til að búa sér og börnum gott líf með virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt er lögð áhersla á að auka lífsgæði og samskipti bæjarbúa og veita jöfn tækifæri til heilbrigðs lífs og hamingju með vellíðan íbúa að leiðarljósi.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Félagsleg ráðgjöf, þjónusta og stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur.
- Móttaka, greining og úrvinnsla á umsóknum um þjónustu.
- Málsstjórn, gerð einstaklingsáætlana og eftirfylgd mála.
- Heildarsýn yfir málefni einstaklinga og fjölskyldna.
- Þverfaglegt samstarf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. félagsráðgjöf, uppeldis og menntunarfræði þroskaþjálfi.
- Þekking og reynsla á samþættingu mála skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
- Reynsla af því að vinna með börnum og ungmennum með stuðningsþarfir.
- Þekking og reynsla á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga kostur.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur.
- Þekking og reynsla af vinnu með fólki af erlendum uppruna kostur.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sterk leiðtogafærni.
- Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu.
- Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Hreint sakavottorð.
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbær.is, undir laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eða uppruna, eru hvattir til að sækja um.
Upplýsingar gefur Vilborg Pétursdóttir Teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis, netfang: Vilborg.Petursdottir@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur til: 30. desember 2025
Sækja um þetta starf
Deila starfi
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Hjá Reykjanesbæ starfa um 1.200 manns í fjölbreyttum störfum, og við leitum reglulega að hæfileikaríku og jákvæðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú sent inn almenna umsókn til sveitarfélagsins.
Við bjóðum eingöngu tímabundin afleysingastörf sem vara að hámarki í 12 mánuði samfellt, t.d. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Ef þú hefur ákveðnar óskir um starfshlutfall eða tímavinnu, vinsamlegast taktu það fram í umsókninni. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, en stjórnendur skoða gagnagrunninn okkar þegar störf losna og hafa samband við viðeigandi umsækjendur. Störfin geta verið bæði í 100% starfshlutfalli og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í grunninum í allt að 6 mánuði.
Við hvetjum þig einnig til að fylgjast með auglýstum störfum á heimasíðu Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef þú hefur áhuga á ákveðnu starfi.
Vinsamlegast athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Upplýsingar gefur Mannauður og starfsumhverfi, starf@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur til: 31. desember 2025
Sækja um þetta starf