Stapaskóli leitar er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.
Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2 ára til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli verður hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og nánum tengslum við nánasta umhverfi.
Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.
Forstöðumaður frístundaheimilis ber ábyrgð á daglegum rekstri og faglegri stefnu frístundastarfsins fyrir börn í 1.– 4. bekk. Hann leiðir starfið í samræmi við lög og reglugerðir, gildi skólans og þarfir barnanna þar sem ögð er áhersla á vellíðan nemenda í anda Heillaspora og Uppeldi til ábyrgðar. Forstöðumaður skipuleggur dagskrá, hefur umsjón með starfsfólki, tryggir öryggi og vellíðan barnanna og stuðlar að uppbyggilegu og fjölbreyttu frístundastarfi þar sem leikur, félagsfærni og skapandi starf eru í forgrunni. Hann vinnur einnig í nánu samstarfi við skólastjórnendur, foreldra og aðra hagsmunaaðila.
Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Ráðning er frá 1. ágúst 2025.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
- Hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfsemi frístundaheimilis fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og vinnur með nemendum í almennu skólastarfi.
- Skipuleggur starfið í samráði við skólastjórnendur og starfsfólk frístundaheimilis.
- Tekur þátt í að móta stefnu og framtíðarsýn frístundaheimilisins ásamt því að sinna samskiptum og upplýsingagjöf til forráðmanna og skólasamfélagsins.
- Vinnur samkvæmt stefnu skólans.
- Skipuleggur frístundaakstur og hefur yfirumsjón með honum.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf á uppeldissviði, s.s. tómstunda- og félagsfræði eða sambærileg menntun.
- Reynsla af starfi með börnum.
- Góð íslenskukunnátta.
- Skipulags- og stjórnunarhæfileikar.
- Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
- Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi á frístundaheimilinu.
- Almenn tölvukunnátta.
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
- Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Hreint sakavottorð.
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.
Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, netfang:groa.axelsdottir@stapaskoli.is S. 420 – 1600 / 824-1069.
Umsóknarfrestur til: 20. maí 2025
Sækja um þetta starf