Laus störf

Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa yfir 1.200 manns. Hjá sveitarfélaginu starfar samhentur hópur sem vinnur að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í þágu bæjarbúa.

Meginstefna Reykjanesbæjar ber yfirskriftina „Í krafti fjölbreytileikans“, en sveitarfélagið leggur ríka áherslu á að vera fjölskylduvænn bær sem styður og eflir hæfileika allra. Þetta kemur fram í öflugu skóla-, íþrótta- og menningarstarfi.

Reykjanesbær er vottað barnvænt sveitarfélag af UNICEF á Íslandi og vinnur markvisst að því að skapa samfélag þar sem allir hópar fá rödd og tækifæri til þátttöku.

Heiðarskóli – Umsjónarkennari á miðstigi

Starfssvið: Umsjónarkennari á miðstigi

Heiðarskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Heiðarskóla eru um 465 nemendur og um 80 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: Háttvísi, hugvit, heilbrigði. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Heiðarskóli hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Áhersla er lögð á samvinnu, skapandi hugsun, fjölbreytta kennsluhætti og gott foreldrasamstarf..  

Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. Ráðning er frá 1. ágúst 2025.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Kennsla á miðstigi í bóklegum greinum
  • Umsjón með nemendum
  • Foreldrasamstarf og fagleg vinna í skóla

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Reynsla af kennslu í leik- eða grunnskóla
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Færni í samskiptum og samvinnu
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulögð vinnubrögð

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Lóa Björg Gestsdóttir, skólastjóri, netfang: loa.b.gestsdottir@heidarskoli.is S. 6925465.

Umsóknarfrestur til: 11. ágúst 2025

Sækja um þetta starf

Leikskólinn Drekadalur - Deildarstjórar

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík sem tók til starfa í ágúst 2024 leitar eftir tveimur drífandi, skipulögðum og jákvæðum einstaklingum í störf deildarstjóra sem er tilbúnir að taka þátt í og leiða gott faglegt starf í lýðræðislegu skólaumhverfi. Um fjölbreytt framtíðarstörf er að ræða sem krefjast góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun.Drekadalur mun hefja starfsemi í nýju og glæsilegu húsnæði í haust.Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum.  Í Drekadal er lögð áhersla á samvinnu, nýtingu mannauðs, flæði og útinámi ásamt leik barna sem er gert hátt undir höfði í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans er gleði, leikur, virðing og hugrekki og einkunnarorð leikskólans er með opnum hug og gleði í hjarta þar sem við viljum að öllum börnum, foreldrum og starfsfólki líði vel.Deildarstjóri er faglegur leiðtogi og situr í stjórnendateymi leikskólans. Hann starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Reykjanesbæ með opnum hug og gleði í hjarta, uppeldi til ábyrgðar aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga ásamt starflýsingu deildarstjóra hjá FL félags leikskólakennara.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
  • Stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar
  • Situr foreldrafundi, starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans
  • Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna
  • Stjórnunarreynsla í leikskóla mikilvæg
  • Lipurð, sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Stundvísi og reglusemi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð skilyrði

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort 
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum  
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó 

Um er að ræða 100% starfshlutföll  frá og með fyrsta október 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964

Umsóknarfrestur til: 29. ágúst 2025

Sækja um þetta starf

Leikskólinn Drekadalur - Kennarar

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík sem tók til starfa í ágúst 2025 leitar eftir drífandi, skipulögðum og jákvæðum kennurum í okkar frábæra teymi þar sem starfsandinn í Drekadal er góður og einkennist af virðingu, jákvæðni, gleði og góðri samvinnu. Um fjölbreytt framtíðarstörf er að ræða sem krefst góðra hæfni í mannlegum.Drekadalur mun hefja starfsemi í nýju og glæsilegu húsnæði í haust.Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum.  Í Drekadal er lögð áhersla á samvinnu, nýtingu mannauðs, flæði og útinámi ásamt leik barna sem er gert hátt undir höfði í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans er gleði, leikur, virðing og hugrekki og einkunnarorð leikskólans er með opnum hug og gleði í hjarta þar sem við viljum að öllum börnum, foreldrum og starfsfólki líði vel. 

Helstu verkefni:

  • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Taka þátt í skipulagningu starfs
  • Taka þátt í foreldrastarfi í samráði við deildarstjóra
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur honum
  • Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna
  • Færni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakarvottorð skilyrði 

Hlunnindi 

  • Bókasafnskort 
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum  
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó 

Um er að ræða 50% til 100% starfshlutföll  frá og með 1. október 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Ef ekki fæst kennari til starfa verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun og eða reynslu innan leikskóla. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964

Umsóknarfrestur til: 29. ágúst 2025

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra

Starfssvið: Dagdvöl aldraðra

Óskum eftir að ráða einstakling í dagdvöl aldraða í Reykjanesbæ. Um er að ræða 100 % starf. Vinnutíminn er 08:00-16:00. Dagdvöl aldraða er rekin á Nesvöllum og í Selinu.

Markmiðið með þjónustunni er að styðja eldra fólk til þess að búa á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun. Ásamt því að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Umönnun
  • Félagsstarf
  • Hvatning og stuðningur

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða æskilegt
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og áhugi á teymisvinnu.
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
  • Stytting vinnuvikunnar

Um 100% starf er að ræða og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 01.09.2025 eða eftir samkomulagi. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Margrét Arnbjörg Valsdóttir teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, netfang: margret.a.valsdottir@reykjanesbaer.is S. 420-3400

Umsóknarfrestur til: 13. ágúst 2025

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Starfsmaður í frístundarstarfi (Skjólið)

Reykjanesbær auglýsir eftir starfsmanni í Skjólið, frístundarstarf sem rekið er af velferðarsviði Reykjanesbæjar. 

Um er að ræða 20% starf. Vinnutíminn sem um ræðir er 14:00-16:00 alla virka daga. Einnig kemur til greina lægra starfshlutfall. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Sinnir daglegu starfi frístundastarfsstöðvar Skjólsins og verkefnum sem fylgja þeim s.s. undirbúningi, samveru og frágangi. 
  • Aðstoð við daglegar athafnir barna og ungmenna með stuðningsþarfir 

Menntunar og hæfniskröfur

  • Reynsla af því að vinna með börnum og ungmennum með stuðningsþarfir kostur. 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og góð samstarfshæfni 
  • Heiðarleiki, stundvísi og fordómaleysi.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni.
  • Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum. 

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Lára Hanna Halldórsdóttir í gegnum netfang, lara.h.halldorsdottir@reykjanesbaer.is S. 421-6700.

Umsóknarfrestur til: 21. ágúst 2025

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ!

Hjá Reykjanesbæ starfa um 1.200 manns í fjölbreyttum störfum, og við leitum reglulega að hæfileikaríku og jákvæðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú sent inn almenna umsókn til sveitarfélagsins.

Við bjóðum eingöngu tímabundin afleysingastörf sem vara að hámarki í 12 mánuði samfellt, t.d. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Ef þú hefur ákveðnar óskir um starfshlutfall eða tímavinnu, vinsamlegast taktu það fram í umsókninni. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, en stjórnendur skoða gagnagrunninn okkar þegar störf losna og hafa samband við viðeigandi umsækjendur. Störfin geta verið bæði í 100% starfshlutfalli og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í grunninum í allt að 6 mánuði.

Við hvetjum þig einnig til að fylgjast með auglýstum störfum á heimasíðu Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef þú hefur áhuga á ákveðnu starfi.

Vinsamlegast athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Upplýsingar gefur Mannauður og starfsumhverfi, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2025

Sækja um þetta starf