Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeiningar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Þar sem Reykjanesbær er afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er sveitarfélaginu óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema meðheimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem sveitarfélagið vinnur því afhentar Þjóðskjalasafni að þrjátíu árum liðnum.

Mínar síður:

Hér getur þú skráð þig inn á Mínar síður til að skoða þínar umsóknir.

 

Umsóknir í vinnuskólann 2020

Forráðamaður skráir sig inn með rafrænum skilríkjum. Hér er skráningarform fyrir Vinnuskólann 2020.
Frekari upplýsingar má finna á þessari síðu eða hjá Berglindi Ásgeirsdóttur, forstöðumanni vinnuskólans á netfanginu berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is

Heiðarsel - Deildarstjóri

Heilsuleikskólinn Heiðarsel í Reykjanesbæ auglýsir stöðu deildarstjóra lausa til umsóknar frá og með 10. ágúst 2020. Um fullt starf er að ræða.

Leikskólinn er fjögurra deilda og hefur starfað samkvæmt viðmiðum Heilsustefnunnar frá 2004 þar sem markmiðin eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Aðrar áherslur í starfi leikskólans eru læsi, stærðfræði og tónlist. 

Menntun og hæfniskröfur: 

 • Leikskólakennaramenntun
 • Góð íslensku kunnátta
 • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
 • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
 • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, Aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Reykjanesbæjar
 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni
 • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Hanna Málmfríður Harðardóttir leikskólastjóri í síma 4203131/8946787  

Upplýsingar gefur hanna.m.hardardottir@heidarsel.is

Umsóknarfrestur til: 06. júní 2020

Sækja um þetta starf

Hjallatún - Leikskólakennarar

Leikskólinn Hjallatún óskar eftir leikskólakennurum í 100% stöðu frá og með 10.ágúst 2020.

Hjallatún er opin leikskóli og starfar eftir fjölgreindarkenningu Howards Garnders. Lögð er áhersla á leikinn, lýðræði og samskipti. Leikskólinn hóf innleiðingarferli á aðferðinni Leikur að læra í byrjun árs 2019 og vinnur að því að tvinna ferlið að hugmyndafræði Hjallatúns. Hjallatún er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Landlæknisembætti Íslands. Einnig vinnur leikskólinn að því að vera skóli á grænni grein sem er alþjóðlegt umhverfisverkefni á vegum Landvernd Íslands. 

Sjá nánar um Hjallatún á www.hjallatun.is

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í leikskólastarfi. 
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
 • Ábyrgð og stundvísi. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Umsóknum skal fylgja afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður litið til annarra menntunar og reynslu. Allir áhugasamir, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir Laus störf.

Nánari upplýsingar veitir Arnbjörg Elsa Hannesdóttir, leikskólastjóri. Hægt er að senda fyrirspurn á netfangið arnbjorg.e.hannesdottir@hjallatun.is eða í síma 420-3150

Upplýsingar gefur arnbjorg.e.hannesdottir@hjallatun.is

Umsóknarfrestur til: 08. júní 2020

Sækja um þetta starf

Hjallatún - Sérkennslustjóri

Leikskólinn Hjallatún óskar eftir að ráða sérkennslustjóra frá og með 10.ágúst 2020.

Hjallatún er opin leikskóli og starfar eftir fjölgreindarkenningu Howards Garnders. Lögð er áhersla á leikinn, lýðræði og samskipti. Leikskólinn hóf innleiðingarferli á aðferðinni Leikur að læra í byrjun árs 2019 og vinnur að því að tvinna ferlið að hugmyndafræði Hjallatúns. Hjallatún er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Landlæknisembætti Íslands. Einnig vinnur leikskólinn að því að vera skóli á grænni grein sem er alþjóðlegt umhverfisverkefni á vegum Landvernd Íslands.  

Sjá nánar um Hjallatún á  www.hjallatun.is

Starfssvið:

 • Er faglegur umsjónamaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til starfsmanna.
 • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámsskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
 • Veitir foreldrum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
 • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.
 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, örðum lögum er við eiga, aðalnáskrá leikskóla og stefnu Reykjanesbæjar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfi eða önnur uppeldis-/háskólamenntun.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.
 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Umsóknum skal fylgja afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Arnbjörg Elsa Hannesdóttir, leikskólastjóri. Fyrirspurnir fara í gegnum netfang arnbjorg.e.hannesdottir@hjallatun.is og í síma 420-3150.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.

Upplýsingar gefur arnbjorg.e.hannesdottir@hjallatun.is

Umsóknarfrestur til: 08. júní 2020

Sækja um þetta starf

Háaleitisskóli - Náms- og starfsráðgjafi

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og framsækna skólasýn.

Skólinn er staðsettur á Ásbrú með um 300 nemendur í 1. – 10. bekk og um 60 starfsmenn. 

Í Háaleitisskóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs. Í skólanum er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Í skólanum er lögð áhersla á fjölmenningarlegt skólastarf og Háaleitisskóli vinnur nú að viðurkenningu sem réttindaskóli UNICEF. Einkunnarorð skólans eru menntun og mannrækt.

Ráðning er frá 1. ágúst 2020.

Hlutverk/helstu verkefni:

Standa vörð um velferð allra nemenda. Vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að öllu því sem snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Að vera talsmaður og trúnaðarmaður nemenda.

Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélagi. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun í náms- og starfsráðgjöf.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Sævarsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla. netfang: johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is. Sími 420-3050. 420-3052.

Upplýsingar gefur johanna.savarsdottir@haaleitisskoli.is

Umsóknarfrestur til: 10. júní 2020

Sækja um þetta starf

Stapaskóli - Deildarstjóri á leikskólastig

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á leikskólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða – 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Næsta haust munu nemendur frá 18 mánaða aldri til 15 ára stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2020.

Hlutverk/helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati á starfi deildarinnar.
 • Vinnur að uppeldi og menntun barna og tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli skólastjórnenda og deildarinnar.
 • Foreldrasamstarf. Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.

Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
 • Sérhæfingu á leikskólastigi.
 • Reynsla af leikskólastarfi. 
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsókn um starfið skal fylgja og skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Ef ekki fæst kennari með sérhæfingu á leikskólastigi til starfa verður litið til annarra menntunar og reynslu.

Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, netfang: groa.axelsdottir@stapaskoli.is og í síma 420 – 1600 / 824-1069.

Upplýsingar gefur groa.axelsdottir@stapaskoli.is

Umsóknarfrestur til: 14. júní 2020

Sækja um þetta starf

Starf við liðveislu

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Hér sækir þú um að starfa við liðveislu.

Upplýsingar gefur Freydís Aðalsteinsdóttir, félagsráðgjafi (freydis.adalsteinsdottir@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 31. janúar 2022

Sækja um þetta starf

Sumarátak námsmanna: UMFN - Glímuþjálfari

Lýsa starfinu sem um ræðir, starfshlutfall, draga fram helstu atriði sem varða starfið sjálft.

Fullt starf þjalfara á námskeiðum og tímum Judódeildar UMFN

Starfið felur í sér Skipulagningu og þjálfun og utanumhald á námskeiðum og föstum tímum Judódeildar UMFN

Verkefnið er hluti af sumarátaksverkefni námsmanna sem styrkt er af Félagsmálaráðuneytinu. Viðkomandi þarf að vera 18 ára á árinu 2020 eða eldri og vera námsmaður sem er að koma úr námi að vori og skráður í nám að hausti.

Helstu verkefni:

·      Þjálfun

·      Áætlanagerð

·      Umsjón með æfingarými

Menntunar- og hæfniskröfur:

·      Reynsla af þjálfun í Glímu eðaöðrum tengdum greinum íþrótta.

·      Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði

·      Stundvísi

Ráðningatími er að hámarki 2 mánuðir á tímabilinu 1.júní-31.ágúst 2020.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Eydis Mary Jónsdóttir, í gegnum netfang Judo@umfn.is og í síma 6169963.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur judo@umfn.is

Umsóknarfrestur til: 03. júní 2020

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf