Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að það gangi eftir. Sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Starfsmenn Reykjanesbæjar eru um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð hópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta styrkleika sína.

Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. Það skiptir miklu máli að þær upplýsingar sem umsækjendur leggja inn séu skýrar og gefi rétta mynd af hæfileikum og þekkingu hvers og eins. Gott er að hengja ferilskrá við umsóknareyðublað. Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að nálgast góðar leiðbeiningar um gerð ferilskrár.

Úrvinnsla umsókna og ráðningarferlið í heild sinni getur tekið mislangan tíma. Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá þó svör við umsókn sinni þegar ferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Þar sem Reykjanesbær er afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er sveitarfélaginu óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem sveitarfélagið vinnur því afhentar Þjóðskjalasafni að þrjátíu árum liðnum.

 

Umsóknir í vinnuskólann 2020

Forráðamaður skráir sig inn með rafrænum skilríkjum. Hér er skráningarform fyrir Vinnuskólann 2020.
Frekari upplýsingar má finna á þessari síðu eða hjá Berglindi Ásgeirsdóttur, forstöðumanni vinnuskólans á netfanginu berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is

Stapaskóli - Deildarstjóri á leikskólastigi

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á leikskólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða – 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Næsta haust munu nemendur frá 18 mánaða aldri til 15 ára stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Hlutverk/helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati á starfi deildarinnar.
 • Vinnur að uppeldi og menntun barna og tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli skólastjórnenda og deildarinnar.
 • Foreldrasamstarf. Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.

Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið kennari skilyrði.
 • Sérhæfingu á leikskólastigi kostur.
 • Reynsla af leikskólastarfi. 
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsókn um starfið skal fylgja og skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, netfang: groa.axelsdottir@stapaskoli.is og í síma 420 – 1600 / 824-1069.

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri

Umsóknarfrestur til: 11. október 2020

Sækja um þetta starf

Starf við liðveislu

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Markmið liðveislu er að rjúfa félaglega einangrun einstaklings, efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum. Einnig að auka frumkvæði til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð. Liðveisla miðar einnig að því að styðja einstaklinginn til að njóta menningar og félagslífs að því marki sem geta hans leyfir.

Hér sækir þú um að starfa við liðveislu.

Upplýsingar gefur Freydís Aðalsteinsdóttir, félagsráðgjafi (freydis.adalsteinsdottir@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur til: 31. janúar 2022

Sækja um þetta starf

Umhverfissvið - Verkefnastjóri fráveitu

Umhverfissvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða verkefnastjóra fráveitu. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er framsýnn, hefur brennandi áhuga á tækni og nýsköpun ásamt því að eiga auðvelt með að koma auga á tækifæri til að bæta ferla og verklag. Um 100% starf er að ræða.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni eru m.a.:

 • Ber ábyrgð á eftirlits-, viðhalds- og viðbragðsáætlunum
 • Ber ábyrgð á rekstri fráveitunnar og greinir rekstrargögn
 • Gangsetur úrbætur og endurnýjun á búnaði
 • Fylgist með framkvæmdum ástandsgreininga
 • Innleiðir snjallvæðingu kerfisins
 • Stuðlar að bættum öryggismálum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Próf í verk-, tæknifræði eða annað háskólanám sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði og umbótahugsun
 • Metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af fráveitumálum kostur
 • Góð samskiptahæfni

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs, í gegnum netfang gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjori Umhverfissviðs

Umsóknarfrestur til: 30. september 2020

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Sérfræðingur í barnavernd

Langar þig til að taka þátt í uppbyggingu barnaverndarstarfs í Reykjanesbæ og veita börnum framúrskarandi þjónustu? Reykjanesbær leggur áherslu á að setja börnin í fyrsta sæti.

Velferðarsvið Reykjanesbær leitar að tveimur sérfræðingum í 100% starf í barnavernd. Helstu verkefni eru meðferð og vinnsla barnaverndar- og fósturmála, ráðgjöf við foreldra og börn í Reykjanesbæ og þverfaglegt samstarf við aðrar deildir sviðsins og helstu samstarfsstofnanir.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í félagsráðgjöf, sálfræði og/eða lögfræði.
 • Framhaldsmenntun á sviði barnaverndar er kostur.
 • Þekking og reynsla af starfi barnaverndar er kostur.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi.
 • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu.
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarf.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku er skilyrði og önnur tungumál er kostur.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjanesbæjar.

Nánari upplýsingar veitir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, í síma 421-6700, maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is.

Umsóknir þurfa að berast rafrænt á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.  

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. 

Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar

Umsóknarfrestur til: 27. september 2020

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið full störf og hlutastörf. 

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

 

 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Sækja um þetta starf

Vinnumarkaðsúrræði - Safnfræðslufulltrúi Duus Safnahúsa

Reykjanesbær óskar eftir að ráða safnfræðslufulltrúa til starfa í Duus Safnahúsum. Um tímabundið, fullt starf er að ræða til loka árs 2020. Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingi með góða samstarfshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og þekkingu á miðlun og safnastarfi. Starfið heyrir undir menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

ATH: Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 10. Gr. Reglugerðar 1224/2015 um vinnumarkaðsúrræði. Við leitum að einstaklingum sem hafa verið þrjá mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá.

Helstu verkefni:

 • Að móta og skipuleggja fræðslustarf í Duus Safnahúsum í samstarfi við menningarfulltrúa, safnstjóra Byggðasafns Reykjanesbæjar og safnstjóra Listasafns Reykjanesbæjar.
 • Að sjá um samskipti við skóla og framkvæmd fræðslustarfs fyrir skólahópa af öllum skólastigum.
 • Að sjá um leiðsagnir og fræðslu fyrir almenning um húsin og sýningar þess.
 • Að vinna drög að fræðsluáætlun fyrir Duus Safnahús.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði myndlistar, listfræði eða sagnfræði.
 • Kennslufræðimenntun er kostur.
 • Reynsla af safnastarfi og/eða kennslu er mikilvæg.
 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi, í gegnum netfang gudlaug.lewis@reykjanesbaer.is.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi

Umsóknarfrestur til: 30. september 2020

Sækja um þetta starf

Vinnumarkaðsúrræði - Starfsmaður í atvinnu- og viðskiptaþróun

Reykjanesbær óskar eftir að ráða starfsmann í atvinnu- og þróunarmál. Viðkomandi starfar í Súlunni og vinnur náið með verkefnastjóra atvinnu- og viðskiptaþróunar.

ATH: Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 10. gr. reglugerðar 1224/2015 um vinnumarkaðsúrræði. Við leitum að einstaklingum sem hafa verið þrjá mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá.

Helstu verkefni: gagnaöflun, greiningar, samskipti við mögulega fjárfesta, frumkvöðla og hagaðila sem og við aðrar einingar Reykjanesbæjar. Hugmyndavinna við viðskiptaþróun og hvernig sé hægt að koma verkefnum áfram. Viðkomandi starfsmaður vinnur náið með verkefnastjóra atvinnu- og viðskiptaþróunar að framþróun svæðisins og við undirbúning atvinnuþróunarstefnu fyrir Reykjanesbæ.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Starfssvið:

 • Þátttaka og aðstoð við verkefni sem tengjast atvinnu- og viðskiptaþróun.
 • Samskipti við fyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta og aðra hagaðila vegna skilgreindra verkefna.
 • Samskipti við önnur svið sveitarfélagsins.
 • Þátttaka í öðrum verkefnum Súlunnar, verkefnastofu.

Hæfniskröfur:

 • Háskólanám sem nýtist í starfi, helst á sviði viðskipta eða hagfræði.
 • Þekking og reynsla af atvinnulífi svæðisins er kostur.
 • Reynsla af stefnumótun er kostur.
 • Geta til að koma frá sér efni í rituðu máli.
 • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt er mjög mikilvæg.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 27.september nk.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurgestur Guðlaugsson, í gegnum netfang sigurgestur.gudlaugsson@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar

Umsóknarfrestur til: 27. september 2020

Sækja um þetta starf

Vinnumarkaðsúrræði - Vefþróun og stafræn markaðssetning

Reykjanesbær óskar eftir að ráða starfsmann til að starfa við vefþróun og stafræna markaðssetningu. Starfsmaður yrði hluti af teymi Súlunnar. Um tímabundið, fullt starf er að ræða til loka árs 2020.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

ATH: Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 10. gr. reglugerðar 1224/2015 um vinnumarkaðsúrræði. Við leitum að einstaklingum sem hafa verið þrjá mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá.

Starfssvið:

• Ábyrgð og umsjón með vef Reykjanesbæjar, þar með talið þróun, viðhald, verkefnastjórnun, framsetning á efni, notendaviðmót og uppbygging vefsins

• Samskipti við öll svið bæjarins vegna vefmála

• Umsjón með notkun Reykjanesbæjar á samfélagsmiðlum

• Þátttaka í ytri og innri markaðssetningu Reykjanesbæjar

HÆFNISKRÖFUR:

• Háskólanám sem nýtist í starfi

• Þekking og reynsla af vefmælingum

• Reynsla af vefstjórn og verkefnastjórnun

• Reynsla og hæfni í textagerð ásamt góðri íslensku- og enskukunnáttu

• Reynsla af notkun vefumsjónarkerfa og þróun notendaviðmóts

• Færni í framsetningu efnis fyrir vefi

• Kunnátta og reynsla af notkun samfélagsmiðla og samspili þeirra við vefsíðu

• Færni í leitarvélabestun (SEO)

• Reynsla af notkun Siteimprove er kostur

• Reynsla af myndvinnslu er kostur

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 13.september.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar í gegnum netfangið thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Þórdís Ósk Helgadóttir

Umsóknarfrestur til: 27. september 2020

Sækja um þetta starf

Vinnumarkaðsúrræði - Verkefnastjóri í Súluna

Reykjanesbær óskar eftir að ráða verkefnastjóra til starfa. Verkefnastjóri verður hluti af teymi Súlunnar. Um fullt starf er að ræða til loka árs 2020.

ATH: Í starfið verður ráðið af atvinnuleysisskrá en um starfstengt vinnumarkaðsúrræði er að ræða skv. 10. gr. reglugerðar 1224/2015 um vinnumarkaðsúrræði. Við leitum að einstaklingum sem hafa verið þrjá mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni verkefnastjóra

 • Ber ábyrgð á að innleiðingu aðferðafræði verkefnastjórnunar í stjórnsýslu bæjarins.
 • Sér til þess að handbók bæjarins um stýringu verkefna sé uppfærð
 • Ber ábyrgð á að móta innleiðingu Lean inn í stjórnsýslu bæjarins

Hæfniskröfur:

 • Háskólagráða í verkefnastjórnun eða háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af verkefnastjórnun.
 • Þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunar
 • Þekking á LEAN straumlínustjórnun.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Hæfni í miðlun upplýsinga í töluðu og rituðu máli.
 • Sjálfstæð, öguð og nákvæm vinnubrögð

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 13.september nk.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar í gegnum netfangið thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Þórdís Ósk Helgadóttir

Umsóknarfrestur til: 27. september 2020

Sækja um þetta starf