Menningar- og þjónustusvið

Menningar- og þjónustusvið hefur umsjón með menningar-, þjónustu- markaðs-, vef- og ferðamálum Reykjanesbæjar.

Markmiðið með starfsemi markaðsmála er að endurspegla Reykjanesbæ og Reykjanesið sem áhugaverðan og spennandi stað með fjölbreyttu menningar- og bæjarlífi, ægifagurri náttúru og ákjósanlegum stað til að heimsækja, starfa og búa á.

Með vefmálum er leitast við að vefir Reykjanesbæjar séu notendavænir og miðli á árangursríkan hátt upplýsingum um starfsemi bæjarins til íbúa og starfsfólks. Áhersla er lögð á að stafræna þjónustan sé nútímaleg og skilvirk.

Undir deild þjónustu og þróunar heyra þjónustuver Reykjanesbæjar og tölvu- og öryggismál. Þjónustuverið leggur áherslu á sterka framlínu í krafti fjölbreytileikans og að veita faglega og skilvirka þjónustu til íbúa bæjarins. Hlutverk tölvu- og öryggismála er að veita ráðgjöf varðandi upplýsingatæknimál og fræðslu til starfsmanna varðandi tölvuöryggi og upplýsingatækni.

Menningartengd starfsemi sviðsins felur í sér viðburðahald, rekstur Hljómahallar og Rokksafn Íslands, Bókasafn Reykjanesbæjar, Listasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar. Bókasafnið starfar eftir bókasafnslögum nr. 150/2012 en að auki eru Byggðasafn og Listasafn viðurkennd söfn og starfa eftir safnalögum.

Ásamt þessu hefur sviðið forystu um þróun vinnubragða þegar kemur að aðferðafræði verkefnastjórnunar. Verkefni sviðsins eru fjölbreytt og veitir það þjónustu og ráðgjöf þvert á öll svið auk beinnar þjónustu við íbúa bæjarins.

Stjórnskipulag Reykjanesbæjar