Menntasvið

Hlutverk menntasviðs er að annast rekstur og þjónustu vegna uppeldis- og menntamála sveitarfélagsins í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91/2008, lög um leikskóla nr. 90/2008 og æskulýðslög nr. 70/2007.

Í Reykjanesbæ eru sjö grunnskólar, ellefu leikskólar og tónlistarskóli. Jafnframt hefur menntasvið umsjón með daggæslu barna í heimahúsum samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Menntasvið veitir leik- og grunnskólum skólaþjónustu í samræmi við reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga og nemendaverndarráð í grunnskólum og er lögð áhersla á að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.

Einnig sér menntasvið um rekstur og umsjón íþrótta- og tómstundamála, rekstur íþróttamannvirkja, félagsmiðstöðvar og ungmennahúss. Menntasvið leggur áherslu á samþættingu skólastarfs/frístundaheimila við íþróttir og tómstundir en sveitarfélagið býður upp á frístundabíl þar sem börnum er komið úr skóla- og frístundastarfi í íþróttir og tómstundir. Aukning hefur orðið á framboði af fjölbreyttum íþrótta- og tómstundatilboðum seinustu ár. Einnig er lögð áhersla á að virkja einstaklinga 18 ára og eldri og rekur menntasvið tómstundastöðina Virkjun þar sem í boði er margvísleg afþreying.

Stjórnskipulag Reykjanesbæjar