Opið bókhald Reykjanesbæjar

Reykjanesbær hefur stigið skref inn í framtíðina og opnað bókhald bæjarins.  Nú er hægt að sækja gögn beint í bókhaldskerfi bæjarins og kallast það „Opið bókhald Reykjanesbæjar“ sem er unnið í samvinnu við ráðgjafasvið KPMG á Íslandi.

Við hönnun og uppsetningu hefur sérstök áhersla verið lögð á skýrt, einfalt og notendavænt viðmót þannig að ekki sé þörf á mikilli fjármálaþekkingu til að afla sér gagnlegra upplýsinga.

Opna bókhaldinu er skipt í tvo hluta; tekjur og gjöld. 

Gjöld

Á fyrstu síðu sést skipting gjalda eftir málaflokkum. Þar er einnig hægt að sjá gjöld skipt niður á stofnanir og þjónustuþætti en einnig skipt niður á gjaldaliði. Á seinni síðu gjaldahlutans er yfirlit yfir birgja bæjarins og sjást þar útgjöld sundurliðuð niður á birgja. Kerfið er gagnvirkt og hægt er að velja hvern málaflokk, þjónustuþátt eða gjaldalið og skoða hvernig skiptingin er.

Opið bókhald - gjöld

Tekjur

Á fyrri síðu tekjuhlutans sjást tekjur skiptar eftir málaflokkum, stofnunum og tekjuliðum. Á seinni síðunni er yfirlit yfir skatttekjur bæjarfélagsins og hvernig þær skiptast, t.d. útsvör, fasteignaskattur o.s.frv.

Opið bókhald-tekjur

 Fyrirspurnum og athugasemdum má beina til Hagdeildar Reykjanesbæjar á netfangið hagdeild@reykjanesbaer.is.

*Allar tölur eru birtar með fyrirvara um kerfisvillur.