Opið bókhald

Reykjanesbær hefur opnað bókhald bæjarins til þess að auka aðgengi íbúa að fjárhagsupplýsingum.
Nú er hægt að sækja gögn beint í bókhaldskerfi bæjarins og í svokallað „Opið bókhald“.

Við hönnun og uppsetningu hefur sérstök áhersla verið lögð á skýrt, einfalt og notendavænt viðmót þannig að ekki sé þörf á mikilli fjármálaþekkingu til að afla sér gagnlegra upplýsinga.

Smelltu hér til að skoða í nýjum glugga

Opna bókhaldinu er skipt í þrjá hluta; tekjur, gjöld og birgjar. 

Tekjur

Á tekjusíðu opna bókhaldsins sjást tekjuskiptingu eftir málaflokkum, stofnunum, deildum og tekjuliðum í bókhaldi. Einnig sést þróun tekna eftir mánuðum og hlutfallsskipting heildartekna.

Gjöld

Á gjaldasíðu opna bókhaldsins sjást gjöld skiptast eftir málaflokkum, stofnunum, deildum og gjaldaliðum í bókhaldi. Einnig sést þróun gjalda eftir mánuðum og hlutfallsskiptingu heildargjalda.

Birgjar

Á birgjasíðu opna bókhaldsins má sjá viðskipti bæjarins við lánardrottna niður á málaflokka, deildir og tímabil. Allar upphæðir sem birtast á síðunni hafa farið í gegnum samþykktarferil í bókhaldskerfi Reykjanesbæjar. Síðan sýnir viðskipti síðustu þriggja ára en hægt er að skoða gögn frá 2018.

Aðrar upplýsingar og leiðbeiningar

Kerfið er gagnvirkt og hægt er að velja hvern málaflokk, þjónustuþátt, tekju- eða gjaldalið og skoða hvernig skiptingin er.

Tímabil skýrslunnar er valið í haus skýrslunnar. Svartur litur á afmörkun tímabils segir til um hvaða tímabil er valið. Ef engin svartur litur er á tímabilsafmörkun er allt tímabilið sjálfskrafa valið.

Efst í vinstra horni á hverri síðu er valmyndartákn (menu). Ef smellt er á valmyndina þá kemur upp afmörkunargluggi þar sem hægt er að afmarka sig á sérstakan málaflokk, stofnanir eða deildir.Til þess að taka afmörkunina út er hægt að klikka á síuna við hliðina á valmyndartákninu.
Einnig er hægt að velja „Select all“ til að fá öll svið aftur inn í skýrsluna.

Fjárhagsupplýsingar eru uppfærðar ársfjórðungslega.

Hlekkur á opið bókhald Reykjanesbæjar

Fyrirspurnum og athugasemdum má beina til Hagdeildar Reykjanesbæjar á netfangið hagdeild@reykjanesbaer.is.

*Allar tölur eru birtar með fyrirvara um kerfisvillur.