Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð framfylgir ákvæðum byggingarreglugerðar, veitir leyfi til byggingarframkvæmda og breytinga og gerir tillögur til bæjarstjórnar um nöfn á götum og hverfum auk lóðaúthlutuna. Ráðinu ber að fylgjast með að unnið sé eftir gildandi skipulagi hverju sinni. Ráðið fer einnig með skipulagsmál, umferðarmál, umhverfis- og náttúruverndarmál auk málefna skrúðgarðs- og fegrunarnefndar. Fulltrúi samtaka fatlaðra hefur seturétt á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétt þegar á dagskrá eru ákvarðanir um almenn skipulagsmál, opinberar byggingarframkvæmdir auk framkvæmda sem krefjast þess að allur almenningur eigi þar jafnan aðgang. Umsóknum til nefndarinnar skal skilað til byggingarfulltrúa með a.m.k. viku fyrirvara. 

Með því að setja bendilinn yfir nafn nefndarmanns birtist netfangið í vinstra horni.

Eysteinn Eyjólfsson formaður (S) 
Jóhann Snorri Sigurbergsson (D) 
Margrét Sanders (D) 
Una María Unnarsdóttir (Y)
Þórður Karlsson (Á) 

Hér má nálgast fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs