Sumar/Vetur í Reykjanesbæ

Reykjanesbær heldur úti vef þar sem birtar eru upplýsingar um námskeið, tómstundir og afþreyingu sem í boði eru í bænum fyrir börn og ungmenni. Á sumrin heitir vefurinn Sumar í Reykjanesbæ og er á slóðinni www.sumar.rnb.is en á veturna heitir hann Vetur í Reykjanesbæ og er á slóðinni www.vetur.rnb.is. Engu máli skiptir hvor slóðin er slegin inn, vefurinn opnast.

Á vefnum birtist á aðgengilegan hátt listi yfir námskeið, tómstundir og afþreyingu sem eru í boði hverju sinni. Hægt er að leita eftir framboði eftir aldri barns. 

opna vefinn