- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Félagsmiðstöðin Fjörheimar býður uppá eitt virkasta félagsmiðstöðvastarf á Íslandi. Opið er alla virka daga fyrir grunnskólanemendur í Reykjanesbæ á aldrinum 10 til 15 ára.
Félagsmiðstöðin er starfrækt á fjórum starfsstöðvum.
Fjörheimar Hafnó í 88 Húsinu við Hafnargötu 88.
Fjörheimar Akur í húsnæði Akurskóla.
Fjörheimar Háaleiti í húsnæði Háaleitisskóla.
Fjörheimar Stapa í húsnæði Stapaskóla.
Kvöldopnanir félagsmiðstöðvanna eru klukkan 19:00-21:30 (22:00 á föstudögum) og eru opnar öllum ungmennum í Reykjanesbæ á aldrinum 13 til 15 ára (8. til 10. bekkur).
| Kvöldopnanir 8.-10.bekkur | Mánudaga | Þriðjudaga | Miðvikudaga | Fimmtudaga | Föstudaga* |
| Fjörheimar Hafnó. | 19:00-21:30 | 19:00-21:30 | 19:00- 22:00 annan hvern | ||
| Fjörheimar Akur | 19:00-21:30 | 19:00-21:30 | 19:00 - 22:00 annan hvern | ||
| Fjörheimar Háaleiti | 19:00-21:30 | 19:00-21:30 | 19:00-22:00 annan hvern | ||
| Fjörheimar Stapa | 19:00-21:30 | 19:00-21:30 | 19:00-22:00 annan hvern |
* Fjörheimar Hafnó og Akur eru opnar á sama tíma á föstudögum og Fjörheimar Háaleiti og Stapa föstudagana á móti. (hægt er að sjá nánari opnunartíma á samfélagsmiðlum og vefsíðu fjörheima)
Miðstigsopnanir félagsmiðstöðvanna er strax eftir að skóla lýkur tvisvar í viku á hverjum stöð (14:00-15:30).
| Kvöldopnanir 5.- 7.bekkur | Mánudaga | Þriðjudaga | Miðvikudaga | Fimmtudaga | Föstudaga |
| Fjörheimar Hafnó. | 14:00 - 15:30 | 14:00 - 15:30 | |||
| Fjörheimar Akur | 14:00 - 15:30 | 14:00 - 15:30 | |||
| Fjörheimar Háaleiti | 14:00 - 15:30 | 14:00 - 15:30 | |||
| Fjörheimar Stapa | 14:00 - 15:30 | 14:00 - 15:30 |
Starf Fjörheima byggir fyrst og fremst á unglingalýðræði þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði unglinganna sjálfra. Unglingaráð Fjörheima er valið í byrjun hvers skólaárs og starfar allan veturinn.
Félagsmiðstöðin heldur úti öflugu og vinsælu klúbbastarfi sem er breytilegt á milli skólaára. Lagt er upp úr að hafa starfið eins skemmtilegt og mögulegt er. Í dagskrá félagsmiðstöðvarinnar er boðið uppá allskyns afþreyingu og er dagskráin afar fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við hæfi.
Félagsmiðstöðin er í góðu samstarfi við alla grunnskóla Reykjanesbæjar og er stöðugt að þróa starfið í samræmi við þarfir hvers skóla fyrir sig.
| Titill | Nafn | netfang |
| Forstöðumaður Fjörheima | Gunnhildur Gunnarsdóttir | gunnhildur.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is |
| Verkefnastjóri Fjörheima | Ólafur Bergur Ólafsson | olafur.b.olafsson@reykjanesbaer.is |
| Deildarstjóri Hafnó | Melkorka Ýr Magnúsdóttir | melkorka.magnusdottir@reykjanesbaer.is |
| Deildarstjóri Akur | Davíð Már Gunnarsson | david.gunnarsson@reykjanesbaer.is |
| Deildarstjóri Háaleiti | Jón Ragnar Magnússon | jon.r.magnusson@reykjanesbaer.is |
| Deildarstjóri Stapa | Petra Wium Sveinsdóttir | petra.sveinsdottir@reykjanesbaer.is |
| Umsjónarmaður Listasmiðju Reykjaness | Omar Ricardo Rondon Guerrero | omar.r.r.guerrero@reykjanesbaer.is |
Fjörheimar eru staðsettir í 88 húsinu við Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ. Hægt er að bóka viðtalstíma í netfanginu fjorheimar@reykjanesbaer.is
Meiri upplýsingar má finna á vefsíðu Fjörheima.