Félagsmiðstöðvar

Fjörheimar

Í Reykjanesbæ er ein starfandi félagsmiðstöð fyrir unglinga sem er þjónustumiðstöð grunnskólanema í 8. - 10. bekk. Hún heitir Fjörheimar og var stofnuð árið 1983. Fjörheimar  voru fyrst til húsa að Hjallavegi í Njarðvíkurhverfi. Árið 2008 fluttu Fjörheimar upp á Ásbrú en hófu starfsemi í núverandi húsnæði árið 2011 að Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ (sama húsnæði og 88 Húsið, beint á móti Pósthúsinu).

Innra starf félagsmiðstöðvarinnar byggir fyrst og fremst á unglingalýðræði og frumkvæði unglinganna sjálfra. Þar fer fram leitarstarf sem felst m.a. í því að fylgjast með þeim ungmennum sem virðast ekki finna sig í hefðbundnu tómstunda- eða íþróttastarfi innan íþróttafélaga eða skóla. 

Fyrir utan hið hefðbundna starf Fjörheima eru ýmsir sem nota sér aðstöðu Fjörheima s.s. Nes (starf fyrir fatlaða), Hjálpræðisherinn, bekkjarkvöld fyrir grunnskólanna og margt fleira. 

Forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins er Gunnhildur Gunnarsdóttir.  

88 Húsið

88 Húsið er menningarmiðstöð ungs fólks 16 - 25 ára. 88 Húsið var stofnað 2004 og er staðsett að Hafnargötu 88. Meðal verkefna sem eru starfrækt eru forvarnardagur ungra ökumanna í samstarfi við BS, FS, FFR, tryggingarfélögin, USK og lögregluna. Spunaspilaklúbburinn Ýmir er með starfssemi tvisvar í viku í húsinu sem og hinir ýmsu lanklúbbar.

Viðburðir eru auglýstir á heimasíðu 88 Hússins sem og á Fésbókarsíðu 88 Hússins. Vinnuskóli Reykjanesbæjar hefur aðsetur í 88 Húsinu á sumrin.

Allar nánari uppl um 88 Húsið veitir Gunnhildur Gunnarsdóttir á netfangið fjorheimar@reykjanesbaer.is