- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Stuðningur fyrir börn og fjölskyldur er fyrir þau sem þurfa aðstoð vegna félagslegra aðstæðna, skertrar getu, álags, veikinda eða fötlunar.
Hægt er að bóka viðtal hjá ráðgjafa í félagslega ráðgjöf með því að:
Stuðningur getur verið veittur með ýmsum leiðum, þær eru:
Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf
Það snýr að því aðstoða og leiðbeina foreldrum, forsjáraðilum eða vistunaraðilum við að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði og aðbúnað barna.
Allur stuðningur miðar að því að mæta mismunandi þörfum foreldra og að því að valdefla þá í hlutverki sínu.
Hópastarf fyrir 6-18 ára
Hópastarfið er til þess að rjúfa félagslega einangrun og efla lífsleikni og samfélagsþátttöku.
Lögð er áhersla á félagsfærni og athafnir sem krefjast samskipta auk þess að kenna barni að vera í hópi og efla sjálfstraust þess og jákvæð samskipti.
Hópastarfið er liður í að efla einstaklinga til aukinnar sjálfshjálpar og kynna börnum fyrir skipulögðu tómstundarstarfi í sveitarfélaginu.
Einstaklingsstarf fyrir 6-18 ára
Einstaklingsstarfið er til þess að rjúfa félagslega einangrun, efla lífsleikni, samfélagsþátttöku og efla börn til aukinnar sjálfshjálpar.
Einstaklingsstarf getur verið að hámarki 12 klst á mánuði.
Stuðningsfjölskylda fyrir 0-18 ára
Stuðningsfjölskyldur eru til þess að styðja foreldra í foreldrahlutverki sínu, veita þeim hvíld og/eða styrkja stuðningsnet barns eftir því sem við á og auka möguleika barnsins á félagslegri þátttöku.
Heimilt er að veita þeim sem orðnir eru 18 ára og búa í foreldrahúsum áframhaldandi stuðningsfjölskyldu á meðan beðið er eftir annars konar stuðningi.
Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu getu verið að hámarki tveir sólarhringar á mánuði.
Vilt þú gerast stuðningsforeldri?
Þú getur sótt um leyfi til að gerast stuðningsforeldri á vefsíðu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála
Skammtímadvöl fyrir 0-18 ára
Hvað er skammtímadvöl?
Skammtímadvöl er tímabundin dvöl utan heimilis til að létta álagi af fjölskyldum og veita börnum og ungmennum með langvarandi stuðningsþarfir sjálfum tilbreytingu.
Heimilt er að veita þeim sem orðin eru 18 ára og búa í foreldrahúsum áframhaldandi skammtímadvöl á meðan beðið er eftir annars konar stuðningi.
Getur barnið mitt fengið skammtímadvöl?
Skammtímadvöl er fyrir börn og ungmenni með langvarandi stuðningsþarfir sem þurfa á slíkri þjónustu að halda samkvæmt mati á stuðingsþörf.
Í hve langan tíma getur skammtímadvöl verið?
Stuðningur í skammtímadvöl getur verið allt frá hluta úr degi og í allt að 15 sólahringa á mánuði.
Algengur dvalartími barna og ungmenna eru 2 til 4 sólarhringar á mánuði.
Dvöl barns í skammtímadvöl og hjá stuðningsfjölskyldu getur samanlagt verið að hámarki 15 sólahringar á mánuði.
Hvernig sæki ég um skammtímadvöl?
Sótt er um skammtímadvöl í viðtali hjá ráðgjafa velferðarsviðs.
Hvað kostar skammtímadvöl?
Börn taka með sér vasapening til eigin nota.
Foreldrar greiða að öðru leyti ekki fyrir þjónustuna.
Hvar er skammtímadvölin?
Í Heiðarholti 14-16 í Garði í Suðurnesjabæ.
Þar er sameiginleg skammtímadvöl fyir sveitarfélögin á Suðurnesjum.
Hvar nálgast ég nánari upplýsingar?
Ráðgjafar barna- og fjölskylduteymis veita nánari upplýsingar í síma 421 6700.
Einnig í gegnum tölvupóst reykjanesbaer@reykjanesbaer.is
Skólaakstur fatlaðra barna
Fyrir hverja er þjónustan?
Skólaakstur fatlaðra barna er fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla á skólatíma.
Hvenær má nýta þjónustuna?
Hvað kostar?
Ársgjaldið er 2.000 kr.
Skjólið – Frístundaþjónusta
Hvað er Skjólið frístundaþjónusta?
Skjólið er frístundaþjónusta fyrir fötluð börn og ungmenni með langvarandi stuðningsþarfir í 5.-10.bekk og ungmenni í framhaldsskólum.
Skjólið er vetrarfrístund og fer fram eftir að hefðbundnum skóladegi er lokið.
Hvar er Skjólið?
Skjólið er staðsett í 88 húsinu, Hafnargötu 88, 230 Reykjanesbæ.
Skjólið er opið alla virka daga frá kl. 13:00 – 16:00, lokað er á lögbundnum frídögum.
Hvar sæki ég um í Skjólið fyrir barnið mitt?
Sótt er um Skjólið í viðtali hjá ráðgjafa velferðarsviðs.
Einnig má sækja um rafrænt í gegnum Mitt Reykjanes à Undir Menntun og fræðsla à þar er valið Umsókn í Skjólið
Hvað kostar?
Sjá í gjaldskrá, undir Frístundaskóli og Skólamatur, undir Frístundaskóli (síðdegishressing innifalin)
Það á við þegar um fulla viðveru er um að ræða ásamt síðdegishressingu alla virka daga.
Hvar get ég fengið nánari upplýsingar um Skjólið?
Ævintýrasmiðja - Sumarfrístund
Hvað er og fyrir hverja er Ævintýrasmiðja?
Ævintýrasmiðja er frístundarþjónusta að sumri til fyrir börn og ungmenni með langvarandi stuðningsþarfir í 1.-10.bekk.
Get ég skráð barnið mitt í Ævintýrasmiðju?
Fyrst þarf að fara fram mat á stuðningsþörf hjá ráðgjafa barna- og fjölskylduteymis.
Hægt er að bóka viðtal hjá ráðgjafa í ráðgjöf með því að:
Umsóknareyðublað er á MittReykjanes.
Hvenær og hvar er Ævintýrasmiðjan?
Kostar eitthvað að taka þátt í Ævintýrasmiðju?
Já, það er greitt daggjald fyrir þjónustuna.