- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Ef börn og fjölskyldur þurfa aðstoð vegna félagslegra aðstæðna, skertrar getu, álags, veikinda eða fötlunar geta þau fengið stuðning frá Reykjanesbæ. Stuðningsþörfin fer eftir aðstæðum, aldri og þroska og er metin í félagslegri ráðgjöf skv. reglum.
Ef þú telur svo að barninu þínu vantar aukinn stuðning þá skal panta tíma hjá ráðgjafa sem metur stuðningsþörfina.
Hægt er að bóka viðtal hjá ráðgjafa með því að:
Foreldrum, forsjáraðilum og vistunaraðilum er leiðbeint við að tryggja þroskavænleg skilyrði fyrir uppeldi og aðbúnað barna. Allur stuðningur miðar að því að mæta mismunandi þörfum foreldra og valdefla þá í hlutverki sínu.
Markmið hópastarfs (áður kallað liðveisla) er að rjúfa félagslega einangrun, styrkja lífsleikni og samfélagsþátttöku og auka sjálfshjálp. Hluti af starfinu er að kynna skipulagt tómstundastarf í Reykjanesbæ.
Lögð er áhersla á félagsfærni, að kenna barni að vera í hópi og efla sjálfstraust og jákvæð samskipti.
Markmið með einstaklingsstarfi (áður kallað liðveisla) er að rjúfa félagslega einangrun, efla lífsleikni, samfélagsþátttöku og efla börn til aukinnar sjálfshjálpar. Starfið er í allt að 12 klukkustundir á mánuði.
Markmið með stuðningsfjölskyldu er styðja foreldra í foreldrahlutverki sínu, veita þeim hvíld og/eða styrkja stuðningsnet barns.
Þau sem eru orðin 18 ára og búa hjá foreldrum geta fengið áframhaldandi stuðningsfjölskyldu á meðan beðið er eftir öðrum stuðningi.
Sækja um að gerast stuðningsforeldri
Skammtímadvöl er tímabundin dvöl utan heimilis til að létta álagi af fjölskyldum og veita börnum og ungmennum með langvarandi stuðningsþörf tilbreytingu. Dvölin getur verið allt frá hluta úr degi til 15 sólahringa á mánuði. Algengur dvalartími er 2 sólarhringar á mánuði. Þjónustan er ókeypis en börn taka með sér vasapening.
Sameiginleg skammtímadvöl fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum er í Heiðarholti 14–16 í Garði, Suðurnesjabæ.
Þau sem eru orðin 18 ára og búa hjá foreldrum geta fengið áframhaldandi stuðningsfjölskyldu á meðan beðið er eftir öðrum stuðningi.
Börn í grunn og framhaldsskóla með langvarandi stuðningsþarfir sem geta ekki ferðast með strætó eiga rétt á skólaakstri á skólatíma (samkvæmt mati á stuðningsþörf).
Þjónustan er fyrir ferðir innan Reykjanesbæjar í og úr skóla eða í stoðþjónustu, til dæmis talþjálfun og sjúkraþjálfun, eða vegna tómstunda. Ársgjaldið er 2.000 krónur.
Sótt er um skólaakstur fatlaðra barna í gegnum MittReykjanes, undir Velferð og valið Umsókn um akstursþjónustu fatlaðs fólks
Skjólið er vetrarfrístund fyrir börn og ungmenni með langvarandi stuðningsþarfir í 5.–10. bekk og í framhaldsskóla og fer fram eftir að hefðbundnum skóladegi er lokið. Skjólið er opið alla virka daga, nema á lögbundnum frídögum, þá er lokað.
Skjólið er til húsa við Grænásbraut 910.
Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á skjolid@reykjanesbaer.is
Gjald fyrir Skjólið má finna í gjaldskrá, undir Frístundaskóli.
Fyrsta skrefið er að bóka viðtal hjá ráðgjafa á velferðarsviði. Bóka má viðtal með eftirfarandi hætti:
Ævintýrasmiðja er sumarstarf Skjólsins, fyrir þau sem sækja Skjólið og börn og ungmenni á grunnskólaaldri með langvarandi stuðningsþarfir.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í boði, meðal annars er farið í vettvangsferðir, sund og söfn.
Ævintýrasmiðjan hefst í lok skólaárs.