Söfn og sýningar

Í Reykjanesbæ er menningarlíf með miklum blóma og á vegum bæjarins er starfrækt Bókasafn Reykjanesbæjar, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Listasafn Reykjanesbæjar og Rokksafn Íslands. Bókasafnið hefur aðsetur í Ráðhúsi Reykjanesbæjar en sýningarsalir Byggðasafns og Listasafns eru í Duus Safnahúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar, þar sem einnig er að finna Gestastofu Reykjaness jarðvangs auk upplýsingamiðstöðvar ferðamála.  Á öllum þessum stöðum er hægt að  festa kaup á  sérstöku Menningarkorti sem veitir aðgang að öllum söfnunum og gildir um leið sem árskort í Bókasafnið. Sérstakur safnavefur er starfræktur fyrir söfn á vegum Reykjanesbæjar. 

Af öðrum söfnum í Reykjanesbæ má  nefna Víkingaheima.

Vefur Víkingaheima