Sérfræðileiðsögn um sýningar
22.200 kr.
Móttaka hópa, annarra en skólahópa, í Stekkjarkoti eða Duus
22.200 kr.
Útseld vinna sérfræðings
15.475 kr. hver klukkustund
Skönnun gamalla mynda
2.200 kr. hver mynd
Afnot og birting ljósmynda og fleira:
- Mynd til notkunar í bók, kápa
23.200 kr.
- Mynd til notkunar í bók, innisíður
11.600 kr.
- Mynd til notkunar í bók, kápa - endurútgáfa
11.600 kr.
- Mynd til notkunar í bók, innisíður - endurútgáfa
6.450 kr.
- Mynd til notkunar í dagblaði
9.030 kr.
- Mynd til notkunar í vikublaði, mánaðarrit og tímarit, forsíða
11.600 kr.
- Mynd til notkunar í vikublaði, mánaðarrit og tímarit, innsíða
9.030 kr.
- Sjónvarp, fyrsta birting
11.600 kr.
- Sjónvarp, önnur birting
6.450 kr.
- Kynningarrit
24.440 kr.
- Póstkort, vörur og minjagripir, allt að 1.000 eintök
21.280 kr.
- Birtingaréttur fyrir mynd á sýningu
11.160 kr.
Athugið að gjaldskráin nær yfir birtingarétt á myndum. Í einhverjum tilvikum þarf einnig að greiða fyrir höfundarrétt. Byggðsafnið hefur ekki milligöngu um greiðslur vegna höfundarréttar.
Ef keyptar eru fleiri en 15 myndir vegna bókaútgáfu eða sýningar er veittur 30% afsláttur frá verðskrá. Vinsamlegast hafið samband við safnstjóra vegna notkunar sem kemur ekki fram i gjaldskránni. Öll verð eru með vsk.
Um afnot ljósmynda í vörslu Byggðasafns Reykjanesbæjar og sölu á þeim gilda neðangreindur skilmálar:
1. Kaupanda afnotaleyfis er ljóst að ljósmyndin kann að vera háð höfundarétti samkvæmt 1. eða 49. gr. höfundalaga nr. 73/1972 og skuldbindur sig til að öll notkun hans á ljósmyndinni samrýmist ákvæðum laganna.
2. Byggðasafn Reykjanesbæjar heimilar kaupanda afnot ljósmyndarinnar samkvæmt skilmálum þessum. Kaupanda er ljóst að enginn einkaréttur fylgir afnotaleyfinu. Í einhverjum tilvikum þarf einnig að greiða fyrir höfundarrétt. Safnið hefur ekki milligöngu u
3. Heimil afnot af ljósmyndinni takmarkast við persónuleg not kaupanda og/eða þau not sem tilgreind eru við pöntun ljósmyndarinnar. Heimil afnot takmarkast ætíð við tilgreinda útgáfu, fjölda eintaka eða það tímabil sem tilgreint er í pöntun.
4. Geta skal nafns höfundar (ljósmyndara) og Byggðasafns Reykjanesbæjar á eintökum sem gerð eru á grundvelli afnotaleyfis frá safninu og við birtingu, eftir því sem við á, sbr. 4. gr. laga nr. 73/1972.
5. Óheimilt er að gera ljósmyndina aðgengilega á samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram, Twitter, o.s.frv.
6. Eftir að ljósmynd hefur verið nýtt ber handhafa afnotaleyfis að eyða eintökum sem notuð hafa verið við vinnsluna eigi síðar en 30 dögum eftir að vinnslu lýkur .
7. Kaupandi afnotaleyfis skuldbindur sig til að afhenda Byggðasafni Reykjanesbæjar eitt eintak af útgáfu sem framleidd er á grundvelli afnotaleyfis frá safninu.
8. Afnotaleyfi þetta einskorðast við kaupanda og er ekki framseljanlegt.