Tómstundafélög

0 % Hreyfingin

0% Hreyfingin í Reykjanesbæ er með aðsetur að Hafnargötu 88 (88 Húsið). Vikulegir fundir hafa verið virkir síðan í september 2012.
Markmið hreyfingarinnar er að virkja ungt fólk til að þrífast í samfélaginu. Meðal annars er boðið upp á virkan Leiðtogaskóla 0% og tengingar í þann vettvang í Evrópu. Það gerir meðlimum kleift að ferðast og læra frá mismunandi menningarheimum. Það von aðstandenda að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi á komandi misserum hjá 0%. Hreyfingin er fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára en einnig er starf fyrir 18-30 ára. Það er einnig  markmið  hreyfingarinnar að starfið sé skipulagt og framkvæmt af unga fólkinu sjálfu. Formaður er Ástrós Ósk Karlsdóttir aok97@icloud.com

Íþróttaminjasafn

Íþróttaminjasafn Reykjanesbæjar er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Safnið er tvískipt; annars vegar gamlir verðlaunagripir og íþróttaáhöld og hins vegar varðveisla á íþróttaviðburðum á Suðurnesjum, gömlum og nýjum. Gerður hefur verið samningur um að yfirfæra gamlar kvikmyndir af íþróttaatburðum á myndbönd. Munir safnsins eru til sýnis í anddyri Sundmiðstöðvar Keflavíkur. 

Reykjanesbæjar óskar eftir munum og myndum til varðveislu sem tengjast íþróttasögu í Reykjanesbæ og félögum sem áður tengdust Keflavík, Njarðvík og Höfnum.
Munirnir verða varðveittir í Byggðasafni Reykjanesbæjar en vitað er að fjölmargir vilja gefa safninu myndir, úrklippubækur, verðlaunagripi og verðlaunapeninga svo eitthvað sé nefnt.
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við  Eirík Pál Jörundsson forstöðumann Byggðasafnsins í síma 865 6160 eða á netfangið byggdasafn@reykjanesbaer.is

Seltjörn

Seltjörn er veiðivatn á Reykjanesi, steinsnar frá þjóðveginum á leið til Grindavíkur. Umsjón með vatninu hefur Júlíus hjá Flugukofanum. Hægt er að ná í Júlíus í síma 821-4703 eða senda tölvupóst á netfangið flugukofinn@simnet.is 

Annað

LANDNÁMSDÝRAGARÐUR VIÐ VÍKINGAHEIMA     VATNSLEIKJAGARÐURINN VATNAVERÖLD