Vinnuskóli Reykjanesbæjar

Vinnuskóli Reykjanesbæjar býður öllum grunnskólanemum í 8. - 10. bekk sumarstarf. Vinnuskólinn er almennt fyrsta starf ungmenna og leggjum við áherslu á fræðandi, skemmtilegt og skapandi starfsumhverfi. Ungmenni fá tækifæri til þess að mynda ný tengsl, ásamt því að öðlast reynslu í mannlegum samskiptum og virðingu gagnvart umhverfi sínu. Vinnuskólinn tilheyrir menntasviði Reykjanesbæjar og eru því virkni, forvarnir og fræðsla í fyrirrúmi.

Hefðbundið starf Vinnuskólans felur í sér fegrun á umhverfinu, um leið og ungmennin þjálfast í vinnubrögðum sem skila sér út í samfélagið til framtíðar. Ungmenni hafa einnig kost á að sækja um fjölbreytt sumarstöf hjá samstarfsaðilum Vinnuskólans, þ.e. æskulýðs- og íþróttafélögum eða ákveðnum stofnunum Reykjanesbæjar.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskólann fyrir sumarið 2024.

Hafðu samband

Hafðu samband á netfangið vinnuskoli@reykjanesbaer.is eða í síma 420 – 3205.
Sími skrifstofu Vinnuskóla Reykjanesbæjar
er opinn frá 15. maí - 17. ágúst,
mánudaga til fimmtudaga frá kl. 07:30 - 16:00.

Forstöðumaður vinnuskólans er Viktor Emil Sigtryggsson og svarar hann fyrirspurnum á netfangi vinnuskólans þar til skrifstofa opnar.

Við hvetjum bæjarbúa til þess að fylgjast með Vinnuskóla Reykjanesbæjar á samfélagsmiðlum en þar birtast reglulega myndir og fréttir af starfinu.

Vinnuskólinn á Facebook 

Vinnuskólinn á Instagram

sækja um í vinnuskóla Reykjanesbæjar

Starfstímabil og vinnutími fyrir 2024

Vinnuskólinn hefur störf 18. júní og lýkur störfum 31. júlí  Ungmenni hafa því 7 vikur til þess að skila inn tilgreindum fjölda vinnustunda hvenær sem er á starfstíma vinnuskólans. Þar af leiðandi hafa þau svigrúm til þess að vinna upp forföll sem kunna að verða vegna veikinda, sinna tómstundum eða öðrum viðburðum.

Starfsfólk og ungmenni Vinnuskólans eiga rétt á bæði matar- og kaffitímum. Þar sem starfsfólk hefur ekki neina sérstaka aðstöðu á vinnusvæðum sínum er eðlilegt að þau sjáist sitja og hvíla sig öðru hvoru. Kaffitímar eru á milli kl. 10:00 – 10:15 og kl. 14:00 – 14:15, hádegismatur er á milli kl. 11:30 – 12:30.

Aldur Hefja störf Vinnutími (mán-fim) Heildarfjöldi vinnustunda

8. Bekkur (14 ára á árinu)(2010)

18. júní til 31.júlí

08:30 – 11:30 (3 klst)

Allt að 60 klst

9. bekkur (15 ára á árinu)(2009)

18. júní til 31. júlí

08:30 – 15:30 (6 klst)

Allt að 120 klst

10. bekkur (16 ára á árinu)(2008)

18 júní til 31. júlí

08:30 – 15:30 (6 klst)

Allt að 120 klst

Hádegismatur er klukkustund hjá ungmennum þar sem hlé er gert á vinnu. Ungmenni sem eru 15 ára og eldri vinna því 6 klukkustundir á dag.

Tímakaup 2024

Laun ungmenna í Vinnuskóla Reykjanesbæjar miðast við hlutfall af launaflokki 118. (ath laun munu hækka í samræmi við nýja kjarasamninga sem taka gildi vorið 2024)     

Laun 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur

Tímakaup

1.073 kr

1.073 kr

1.341 kr

Orlof (13,04%)

140 kr

140 kr

175 kr

Samtals með orlofi

1.213 kr

1.213 kr

1.516 kr

Mögulegar vinnustundir

60 klst

120 klst

120 klst

 

Launatímabil og launagreiðslur

Launatímabil Vinnuskóla Reykjanesbæjar er frá 15. – 14. hvers mánaðar. Launaseðlar birtast á heimabanka ungmenna fyrsta hvers mánaðar og má finna undir “rafræn skjöl”. Ef ungmenni er ekki með heimabanka þarf að stofna slíkan fyrir viðkomandi. Mikilvægt er að bankareikningur sé í eigu ungmennis, en ekki forsjáraðila.

  • 1. júlí:  engin greiðsla þar sem fyrsti vinnudagur er 18.júní
  • 1. ágúst: greiðsla fyrir 18. júní - 14. júlí.
  • 1. september: greiðsla fyrir 15. júlí - 31. júlí

Launaseðlar

Launaseðlar berast í heimabanka nemenda fyrsta hvers mánaðar og má finna undir „rafræn skjöl." Ef nemandi er ekki með heimabanka þarf að stofna slíkan í banka nemandans.

Rafrænn persónuafsláttur

Mikilvægt er að ungmenni sem eru 16 ára á árinu (10. bekkur), skili skattkorti til laundeildar tímalega fyrir fyrstu útborgun launa til að nýta persónuafslátt sinn og að laun þeirra skili sér að fullu. Skil á skattkortum eru nú með rafrænum hætti.

Fylgdu þessum leiðbeiningum:
1. Farðu inn á https://www.rsk.is
2. Veldu "Þjónustuvefur" og skráðu þig inn með rafrænum hætti, rafrænu skilríki eða íslykli.
3. Veldu "Mín þjónustusíða".
4. Undir "Almennt" er að finna "Staðgreiðsluskrá RSK".
5. Þar skaltu velja "yfirlit til launagreiðanda".
6. Þar til hægri á síðunni er að finna "sækja pdf".
7. Sendu þetta skjal á netfangið  hjalp.launadeild@reykjanesbaer.is ásamt nafni, kennitölu og taktu fram að þú sért að fara starfa fyrir Vinnuskólann.

Forföll og leyfi

Forsjáraðila ber að tilkynna forföll eða leyfi til skrifstofu Vinnuskólans með því að senda tölvupóst á netfangið vinnuskoli@reykjanesbaer.is eða hringja í síma 420-3205. Ef tilkynning berst ekki um fjarveru ungmennis verður haft samband við forsjáraðila.

Samskiptavandi og einelti

Vinnuskólinn leggur áherslu á jákvæð samskipti og stuðlar að öryggi og vellíðan ungmenna í starfi. Ef starfsmenn Vinnuskólans verða vitni af eða er tilkynnt um samskiptavanda og/eða einelti, mun samskiptateymi Vinnuskólans leita leiða til að leysa úr tilteknu máli í samráði við ungmenni og forsjáraðila.

Fyrirbyggjandi aðgerðir Vinnuskóla Reykjanesbæjar

Starfsfólk Vinnuskólans fær fræðslu um mörk og samskipti, vinnuvernd ungmenna, skyndihjálp, algenga heilsukvilla og sértækar stuðningsþarfir. Starfsfólki er einnig gert kunnugt um stefnu og aðgerðaráætlun Vinnuskóla Reykjanesbæjar þegar kemur að samskiptavanda og/eða eineltismálum.  

Reglur Vinnuskólans

 1. Vanvirðing af einhverjum toga, svo sem niðrandi tal, fordómar, hættulegt atferli og annað ofbeldi er með öllu óheimilt.
 2. Notkun tóbaks og nikótíns er óheimil. Sama gildir um áfengi, veip og önnur vímuefni.
 3. Orku/koffíndrykkir eru ekki leyfðir.
  Í kaffitímum eru ungmenni hvött til að hafa með sér heilsusamlegt nesti.
 4. Símanotkun, þ.m.t. myndbands-, hljóð- og myndataka er óheimil á vinnutíma.
  Gerð er undantekning varðandi tónlist, hún er aðeins leyfileg í öðru eyra, öryggisins vegna. Sjá persónuverndarstefnu Reykjanesbæjar
 5. Notkun faratækja ungmenna er á óheimil á vinnutíma til þess að gæta öryggis þeirra, sem og jafnréttis hvað varðar burð á verkfærum.
  Starfsfólk metur hvert tilfelli fyrir sig og í samráði við forsjáraðila.
 6. Ungmenni skulu ávallt vera í vinnuvestum á vinnutíma.
 7. Ungmennum ber að gæta vel að umhverfi sínu þar á meðal eigum Vinnuskólans og annarra.
 8. Ungmenni bera ábyrgð á fatnaði og öðrum eigum sínum.

Ungmennum ber að fara eftir reglum og hlíta fyrirmælum starfsfólks vinnuskólans í því sem starfinu viðkemur. Ef hegðun ungmennis reynist verulega áfátt ber starfsfólki að leita orsaka þess og reyna að ráða bót á því í samvinnu við ungmennið. Verði ekki breyting til batnaðar kemur samskiptateymi Vinnuskólans til með að leita úrbóta í samráði við forsjáraðila. Brot á reglum vinnuskólans geta varðað áminningu, sem getur leitt til brottvísunar úr starfi ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða.

Samskiptateymi Vinnuskóla Reykjanesbæjar leitast við að leysa úr ágreiningi og samskiptavanda um leið og hann kemur upp. Yfirleitt tekst að leysa vandamál áður en grípa þarf til frekari aðgerða, aðkomu forsjáraðila eða þriðja aðila. Reynslan sýnir að samvinna starfsfólks vinnuskóla og forsjáraðila er lykilatriði við að leysa úr málum.

  Ábendingar til Vinnuskólans

Allar ábendingar berast í gegnum þennan hlekk.