Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS) er framhaldsskóli með annakerfi og er staðsettur við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Hann var stofnaður sumarið 1976 og settur í fyrsta sinn 11. september það ár.  

FS kappkostar við að bjóða upp á nám við hæfi og undirbúa nemendur sem best fyrir þátttöku í frekara námi og í atvinnulífinu. 

Það er stefna Fjölbrautaskóla Suðurnesja að vera einn af bestu framhaldsskólum landsins og bjóða menntun í hæsta gæðaflokki. Einnig kappkostar skólinn við að bjóða Suðurnesjamönnum upp á fjölbreytt nám í heimabyggð í samræmi við áhuga og getu, eins og segir í stefnu FS.

Vefur Fjölbrautaskóla Suðurnesja