- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Björgin er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fullorðið fólk með geðheilsuvanda á aldrinum 18 til 67 ára.
Markmið Bjargarinnar er að:
Notendur Bjargarinnar eru hvattir til þess að vinna í sínum markmiðum á forsendum eigin getu og styrkleika til þess að njóta sín sem best í samfélaginu.
Þjónusta Bjargarinnar skiptist í tvær leiðir, endurhæfingu og athvarf
Um endurhæfingu
Endurhæfing miðar að því að gefa einstaklingum tækifæri til að efla færni sína á ýmsum sviðum.
Unnið er að því að þjálfa þá grunnhæfni sem nauðsynleg er til þess að blómstra og vera virkur meðlimur samfélagsins.
Einstaklingar sem stunda endurhæfingu í Björginni fá ráðgjafa sem heldur utan um þeirra endurhæfingu og veitir aðstoð við að sækja um endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Hvernig sæki ég um í endurhæfingu?
Endurhæfing Bjargarinnar tekur inn nýja einstaklinga á haustönn og vorönn.
Um athvarf
Athvarfið er miðað að einstaklingum sem óska þess að geta sótt Björgina án þess að taka markvisst þátt í dagskrá.
Helsta markmið athvarfsins er að rjúfa félagslega einangrun með samveru og iðju.
Samveran á sér bæði stað innan Bjargarinnar og annars staðar úti í samfélaginu.
Hvernig sæki ég um í athvarfið?
Öllum sem glíma við geðheilsuvanda er velkomið að leita sér ráðgjafar hjá Björginni og hana má sækja að eigin frumkvæði eða með tilvísun.
Athvarfinu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun íbúa og aðstoða þá við að komast í einhverskonar virkni.
Í Björginni er alltaf heitt á könnunni og við hvetjum fólk til þess að koma í samveru.
Bóka má inntökuviðtal áður en fólk mætir í athvarfið, þá skal senda tölvupóst á:
Ráðgjafi sér um innskráningu og hjálpar einstaklingi að aðlagast.
Áhersla er lögð á að innan veggja Bjargarinnar ríki virðing, tillitssemi og umburðarlyndi í öruggu rými þar sem allir geta notið sín.
Hvað kostar þjónustan?
Mánaðargjald Bjargarinnar er 2.000 kr. og er greitt í byrjun hvers mánaðar.
Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja
Suðurgötu 12-14 og 15-17.
Sími 420 3270
Vefsíða Bjargarinnar
Björgin á Facebook
Opnunartímar Bjargarinnar: