Upplifðu Reykjanes jarðvang

Reykjanesviti. Ljósmynd Gunnar Hörður Garðarsson
Reykjanesviti. Ljósmynd Gunnar Hörður Garðarsson

Reykjanes hefur verið útnefndur jarðvangur fyrir sína einstöku jarðmyndun. Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum sem dýralífsunnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara. Reykjanes er þar sem Norður-Atlantshafshryggurinn rís úr sjó. Hér er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur. Hér fyrir neðan er listi af nokkrum áhugaverðum náttúrufyrirbærum. Reykjanes jarðvangur nær yfir allt land sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Voga og Suðurnesjabæjar.

Reykjanesskaginn er í dag Reykjanes Unesco Hnattrænn Jarðvangur (e. Reykjanes Unesco Global Geopark). Hann er hluti af netverki jarðvanga um allan heim sem allir eiga það sameiginlegt að búa að einstakri náttúru og jarðminjum. Fimmtíu staðir eða svæði á Reykjanesi hafa verið skilgreind sem sérstakir staðir eða áfangastaðir innan jarðvangsins, svokölluð geosites. Þeir staðir eru sérstaklega merktir sem slíkir á vef Reykjanes jarðvagns, þar sem nálgast má allar frekari upplýsingar.

Vefur Reykjanes jarðvangs

Merki Reykjanes Unesco jarðvangs