Fréttir og tilkynningar


Þrumandi þrettándagleði!

Árleg þrettándagleði verður haldin í Reykjanesbæ þriðjudaginn 6. janúar 2026 og hefst blysför kl. 18:00 frá Myllubakkaskóla. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna og eiga saman skemmtilega fjölskyldustund með púkum, álfum, Grýlu, jólasveinum og ýmsum öðrum kynjaverum. Luktarsmiðja í Myllubakkaskól…
Lesa fréttina Þrumandi þrettándagleði!

Jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar útnefnd

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja mikinn metnað í jólaskreytingar. Á aðventunni hefur því verið einstaklega notalegt að keyra um bæinn og skoða fallega upplýst hús og fyrirtæki sem lýsa upp svartasta skammdegið. Þar sem Reykjanesbær stækkar stöðugt geta glæsilegar …
Lesa fréttina Jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar útnefnd

Reykjanesbær afhendir Golfklúbbi Suðurnesja húsin í Leiru

Reykjanesbær hefur formlega afhent Golfklúbbi Suðurnesja húsin sem nýtt eru undir starfsemi klúbbsins í Leiru. Þar undir falla golfskálinn, aðstöðuhús og vélageymsla. Með þessari ákvörðun er markmiðið að styðja við áframhaldandi starfsemi Golfklúbbs Suðurnesja og tryggja að aðstaðan í Leiru nýtist …
Lesa fréttina Reykjanesbær afhendir Golfklúbbi Suðurnesja húsin í Leiru

Jólakveðja Reykjanesbæjar

Reykjanesbær sendir íbúum Reykjanesbæjar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og þakkir fyrir samstarf og samfylgd á árinu. Megi nýtt ár færa ykkur gleði og frið!    Horfið hér á rafræna jólakveðju Reykjanesbæjar!
Lesa fréttina Jólakveðja Reykjanesbæjar

Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Njarðvíkurskóla

Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, heimsótti nýverið Njarðvíkurskóla þar sem hann átti samtal við nemendur í 8. til 10. bekk. Heimsóknin var bæði hátíðleg og fræðandi og gaf nemendum dýrmætt tækifæri til að kynnast ferli hans og reynslu af forsetaembættinu. Áður en Guðni ávarpaði n…
Lesa fréttina Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Njarðvíkurskóla

Nýtt akkeri bæjarins!

Reykjanesbær vinnur nú að því að stóru og metnaðarfullu verkefni, að byggja upp nýtt og lifandi miðsvæði á Akademíureit austan við Reykjaneshöllina á horni Þjóðbrautar og Krossmóa. Þar mun rísa fjölbreytt og falleg byggð með samkomutorgi, skemmtilegum gönguás og fjölmörgum tækifærum til samveru, úti…
Lesa fréttina Nýtt akkeri bæjarins!
Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS, Eydís Rós Ármannsdóttir, verkefnastjóri skrifstofu velf…

Reykjanesbær hlýtur styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála

Reykjanesbær hefur hlotið 2 milljóna króna styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Viltu kaffi? – Íslensku spjallhópur fyrir íbúa með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Verkefnið miðar að því að skapa öruggt og afslappað rými þar sem íbúar geta æft sig í íslensku saman, kyn…
Lesa fréttina Reykjanesbær hlýtur styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála

Skjólið opnar í nýju húsnæði

Skjólið, frístund fyrir börn og ungmenni með langvarandi stuðningsþarfir hefur opnað í stærri og betri aðstöðu að Grænásbraut 910, en þar fór fram glæsileg opnunarhátíð um miðjan nóvember. Rýmið hefur verið sett upp til þess að henta fjölbreyttri starfsemi Skjólsins og mun bæta þjónustu við börn og …
Lesa fréttina Skjólið opnar í nýju húsnæði

Leikskólinn Gimli orðinn UNESCO skóli

Leikskólinn Gimli í Reykjanesbæ hefur hlotið formlega viðurkenningu sem UNESCO skóli og er þar með fyrsti leikskólinn á Suðurnesjum og annar leikskólinn á Íslandi til að verða hluti af alþjóðlegu skólaneti Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Viðurkenningin markar stórt skref fyrir skólann sem…
Lesa fréttina Leikskólinn Gimli orðinn UNESCO skóli

Nýr spjallbekkur hvetur til samtals í Skrúðgarðinum

Kvenfélag Keflavíkur hefur fært Reykjanesbæ fallega gjöf, rauðan spjallbekk sem settur hefur verið upp í Skrúðgarðinum í Keflavík. Spjallbekkurinn er þeir hluti af verkefninu Vika einmanaleikans, sem haldin er í október. Vika einmannaleikans er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd…
Lesa fréttina Nýr spjallbekkur hvetur til samtals í Skrúðgarðinum