Fréttir og tilkynningar


DansKompaní og Steinn Erlingsson hljóta Súluna

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2024, verður afhent um helgina. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að auðga mannlíf og menningu samfélagsins með fjölbreyttum hætti og verður þetta í tuttugasta og áttunda sinn sem Súlan verður afhent. Að þessu sinni verða ve…
Lesa fréttina DansKompaní og Steinn Erlingsson hljóta Súluna

Hvert er jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar?

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja ofurmetnað í jólaskreytingar. Einnig eru mörg fyrirtæki og verslanir sem leggja sig fram við að glæða bæinn ljósum og lífi í mesta skammdeginu með fallegum utanhússkreytingum eða töfrandi jólagluggum. Þess vegna er líka einstaklega…
Lesa fréttina Hvert er jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar?

Reykjanesbær fyrst sveitarfélaga til að taka í notkun stafrænt byggingarleyfi

Reykjanesbær hefur tekið stórt skref í  stafrænni þróun með innleiðingu nýs umsóknarviðmóts fyrir byggingarleyfi, þróað af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Fyrsta formlega umsóknin um byggingarleyfi með þessu nýja kerfi hefur nú þegar borist sveitarfélaginu. Þetta markar upphaf að samvinnu og e…
Lesa fréttina Reykjanesbær fyrst sveitarfélaga til að taka í notkun stafrænt byggingarleyfi

Aðventuganga og ljósin tendruð á jólatrénu

Nú er aðventan handan við hornið, tími eftirvæntingar og jólaljósa sem lýsa upp skammdegið og glæða umhverfið hátíðleika. Þá opnum við líka fallega Aðventugarðinn okkar þar sem fjölskyldur geta átt saman notalegar stundir í aðdraganda jóla. Við hefjum leika með Aðventugöngu á fyrsta sunnudegi í aðv…
Lesa fréttina Aðventuganga og ljósin tendruð á jólatrénu

Dagur íslenskrar tungu er í dag!

Dagur íslenskrar tungu er árlegur hátíðisdagur sem haldinn er 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hann er tileinkaður íslenskri tungu og málrækt, með áherslu á að minna okkur á mikilvægi þess að varðveita og efla tungumálið okkar. Þessi hátíðisdagur var fyrst haldinn árið 1996 að f…
Lesa fréttina Dagur íslenskrar tungu er í dag!

Aðventusvellið opið út desember

Aðventusvellið opnaði laugardaginn 2. nóvember og verður opið allar helgar út desember. Öll eru velkomin að koma og njóta dásamlegra stunda saman í góðra vina hópi eða í kósý fjölskylduferð.  Skautasvellið er 200 fermetrar að stærð og er umhverfisvænt þar sem það þarfnast hvorki raforku né vatns. Þ…
Lesa fréttina Aðventusvellið opið út desember

Heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldið í Ljónagryfjunni í Njarðvík

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík þessa vikuna, dagana 11.–16. nóvember 2024. Mótið, sem haldið er af Massa, lyftingardeild Njarðvíkur, í samstarfi við Kraftlyftingasamband Íslands, er í fyrsta sinn haldið á Íslandi. Viðburðurinn er jafnframt úrtökumót fyrir Wo…
Lesa fréttina Heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldið í Ljónagryfjunni í Njarðvík
Hönnunarteymi Þykjó ásamt Samúel Torfa Péturssyni frá Kadeco og Hilmu Hólmfríði frá Reykjanesbæ

Börnin að borðinu hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2024

Reykjanesbær gleðst innilega yfir því að framúrskarandi verkefnið „Börnin að borðinu“ hlaut Hönnunarverðlaun Íslands fyrir verk ársins 2024. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær, 7. nóvember, í Grósku, þar sem fulltrúar frá Reykjanesbæ, Háaleitisskóla og Kadeco voru viðstaddir. Í mars …
Lesa fréttina Börnin að borðinu hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2024

Um 140 börn hafa notið stuðnings í Friðheimum síðastliðið ár

Friðheimar sem er móttökudeild fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd fagnaði eins árs afmæli sínu þann 21. október. Friðheimar eru í húsnæði við hlið Háaleitisskóla í Reykjanesbæ en verkefnið er unnið í samstarfi við Vinnumálastofnun. Makmiðið er að veita börnunum stuðning við að aðlagast íslensku …
Lesa fréttina Um 140 börn hafa notið stuðnings í Friðheimum síðastliðið ár

Börnin að borðinu er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024

Í mars á þessu ári fengu nemendur í Háaleitisskóla einstakt tækifæri til að taka þátt í þróunarverkefninu Skapaðu morgundaginn, sem að Reykjanesbæ og Kadeco unnu í samstarfi með frábæra hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Verkefnið hefur nú verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024 undir heitinu Börnin a…
Lesa fréttina Börnin að borðinu er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024