Íbúðir fyrir eldra fólk

Félagslegar leiguíbúðir fyrir eldra fólk í Reykjanesbæ eru eftirfarandi:

  • Aðalgata 5
  • Kirkjuvegur 5
  • Kirkjuvegur 11

Á ég rétt á að fá félagslega leiguíbúð fyrir eldra fólk?

Öllum 67 ára og eldri með skráð lögheimili í Reykjanesbæ er heimilt að sækja um félagslega leiguíbúð.
Misjafnt er eftir íbúðum hvort íbúð feli í sér kauphlut eða uppfylla þurfi skilyrði um ákveðin eigna- og tekjumörk.

Hvernig sæki ég um?

Þú sækir um rafrænt á MittReykjanes.is > Umsóknir > undir Velferð er valið Umsókn um íbúð fyrir aldraða.

Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni?

  • Skattframtali
  • Staðgreiðsluyfirliti
  • Staðgreiðsluyfirliti annarra skráðra heimilismanna 18 ára og eldri sem eru með lögheimili hjá þér sem umsækjanda.

Hvenær þarf ég að endurnýja umsóknina?

Umsókn þarf að endurnýja á 12 mánaða fresti með því að sækja um að nýju inn á MittReykjanes. Send er inn ný umsókn og skilað inn nýjum gögnum.