Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem ekki geta séð fyrir sér og sínum án aðstoðar.

 • Fjárhagsaðstoð á að nýta til framfærslu, en ekki til greiðslu skulda eða fjárfestinga
 • Aðstoðin getur verið í formi styrks eða láns.
 • Öll fjárhagsaðstoð til framfærslu er skattskyld
 • Aðstoðin er alltaf tímabundið úrræði
Á ég rétt á fjárhagsaðstoð?

Já, ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

 • Ert fjárráða einstaklingur, 18 ára eða eldri
 • Átt lögheimili í Reykjanesbæ
 • Tekjur og eignir þínar (og maka) eru undir ákveðnum viðmiðunarmörkum

Áður en þú sækir um fjárhagsaðstoð skaltu athuga rétt þinn til annarra greiðslna, þar með talið frá almannatryggingum (t.d. frá Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands, Fæðingarorlofssjóði), atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóði og sjúkrasjóðum stéttarfélaga.

Hvernig sæki ég um fjárhagsaðstoð?

Sótt er um fjárhagsaðstoð í gegnum island.is

Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni?
 • Staðfest skattframtal og staðgreiðsluyfirlit Ríkisskattstjóra frá umsækjanda og maka eða sambúðaraðila, kemur sjálfkrafa inn í stafrænni umsókn. 
 • Stöðuyfirliti um innistæður í bönkum eða öðrum fjármálastofnunum.

Öðrum gögnum gæti þurft að skila inn eftir því sem við á, svo sem:

Hvernig endurnýja ég umsókn um fjárhagsaðstoð?

Sækja þarf um fjárhagsaðstoð á island.is í hverjum mánuði, á tímabilinu 17. - 25. hvers mánaðar.

Hversu há er upphæðin?
 • Fjárhagsaðstoð getur verið allt að kr. 188.240 á mánuði til einstaklings.
 • Fjárhagsaðstoð getur verið allt að 301.185 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð.
 • 80% af grunnfjárhæð (150.292 kr) er greidd ef þú ert húsnæðislaus.
 • 40% af grunnfjárhæð (75.296 kr) er greidd ef þú býrð hjá foreldrum eða öðrum ættingjum/aðstandendum.
Hefur það áhrif á upphæðina hversu mörg börn ég á?

Aðstoðin er veitt óháð barnafjölda. Gert er ráð fyrir að barnabætur, meðlög og umönnunargreiðslur mæti kostnaði vegna barna.

Hvað ef umsókninni minni er synjað?
 • Ef þér er synjað um fjárhagsaðstoð þá hefur þú rétt til að vísa málinu til áfrýjunarnefndar velferðarráðs Reykjanesbæjar. Þú hefur að hámarki fjórar vikur til að leggja inn beiðni til áfrýjunarnefndar.
 • Leggja má inn beiðni til áfrýjunarnefndar á MittReykjanes.is, undir Velferð er valið Beiðni til áfrýjunarnefndar
Hvað ef velferðarráð Reykjanesbæjar staðfestir synjun?
 • Þá átt þú rétt á að kæra niðurstöðuna til úrskurðarnefndar velferðarmála.
 • Þú hefur að hámarki þrjá mánuði til að skjóta ákvörðuninni til úrskurðarnefndar velferðarmála.