Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Sækja þarf um fjárhagsaðstoð á island.is í hverjum mánuði, á tímabilinu 17. - 25. hvers mánaðar.
Hversu há er upphæðin?
Fjárhagsaðstoð getur verið allt að kr. 174.297 á mánuði til einstaklings.
Fjárhagsaðstoð getur verið allt að 278.875 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð.
80% af grunnfjárhæð (139.438 kr.) er greidd ef þú ert húsnæðislaus.
40% af grunnfjárhæð (69.719 kr) er greidd ef þú býrð hjá foreldrum eða öðrum ættingjum/aðstandendum.
Hefur það áhrif á upphæðina hversu mörg börn ég á?
Aðstoðin er veitt óháð barnafjölda. Gert er ráð fyrir að barnabætur, meðlög og umönnunargreiðslur mæti kostnaði vegna barna.
Hvað ef umsókninni minni er synjað?
Ef þér er synjað um fjárhagsaðstoð þá hefur þú rétt til að vísa málinu til áfrýjunarnefndar velferðarráðs Reykjanesbæjar. Þú hefur að hámarki fjórar vikur til að leggja inn beiðni til áfrýjunarnefndar.
Leggja má inn beiðni til áfrýjunarnefndar á MittReykjanes.is, undir Velferð er valið Beiðni til áfrýjunarnefndar
Hvað ef velferðarráð Reykjanesbæjar staðfestir synjun?