Skipulagsfulltrúi

Skipulagsfulltrúi undirbýr erindi fyrir fundi umhverfis- og skipulagsráðs og þurfa erindi að berast til hans. Skipulagsfulltrúi metur hvort fylgigögn með erindi séu fullnægjandi svo hægt sé að afgreiða það á fundi ráðsins. Umhverfis- og skipulagsráð fundar að jafnaði annan og fjórða föstudag hvers mánaðar. Erindi fyrir fund þarf að bera í síðasta lagi viku fyrir fund.

Aðalskipulag

Aðalskipulag er stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar um þróun byggðar, landnotkun og legu helstu umferðaræða innan bæjarfélagsins og er því leiðbeinandi um uppbyggingu þess.  Gildistími aðalskipulags er 15 ár en það ber að endurskoða á fjögurra ára fresti.

Deiliskipulag

Deiliskipulag er nánari útfærsla á ákveðnum reitum innan aðalskipulags og verður að vera í samræmi við það.

Í deiliskipulagi er gerð grein fyrir notkun lands, legu gatna, lóða, íbúðarhúsa, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða, útivistarsvæða og annars er þurfa þykir.
Auk uppdrátta eru gerðir skilmálar um útfærslu skipulagsins og framkvæmdir á hverri lóð.

Áður en deiliskipulag er samþykkt í bæjarstjórn og af skipulagi ríkisins er það til sýnis á opinberum stað í a.m.k. sex vikur og eru birtar auglýsingar þar að lútandi. Á þann hátt gefst bæjarbúum kostur á að fylgjast með framvindu skipulagsmála og gera athugasemdir á þeim tíma sem mál eru á vinnslustigi.

Skipulagsauglýsingar

  • Gjaldskrá skipulagsfulltrúa

   Framkvæmdaleyfi

   Samanber skipulagslög nr. 123/2010, gr. 20.

   Tegund þjónustu
   Gjald
   Framkvæmdagjald - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðaukalaga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
   160.000 kr.
   Framkvæmdaleyfi - aðrar framkvæmdir
   84.000 kr.
   Eftirlit umfram viðmiðunargjald
   32.000 kr.

   Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga

   Tegund þjónustu
   Gjald
   Afgreiðslugjald
   15.000 kr.
   Breytingar á aðalskipulagsuppdrætti sbr. 36. gr., - aðkeypt vinna
   Samkvæmt reikningi
   Umsýslu- og auglýsingakostnaður sbr. 1. mgr. 36 gr.
   160.000 kr.
   Breyting á aðalskipulagsuppdrætti sbr. 2. mgr. 36. gr - vegna óverulegra breytinga
   105.000 kr.

   Kostnaður vegna deiliskipulags

   Tegund þjónustu
   Gjald
   Afgreiðslugjald
   15.000 kr.
   Nýtt deiliskipulag sbr. 2. mgr. 38. gr. - aðkeypt vinna
   Samkvæmt reikningi
   Umsýslu og auglýsingakostnaður sbr. 2. mgr. 38. gr
   160.000 kr.

   Verulegar breytingar

   Tegund þjónustu
   Gjald
   Breyting á deiliskipulagsuppdrætti sbr. 1. mgr. 43. gr. - aðkeypt vinna
   Samkvæmt reikningi
   Umsýslu- og auglýsingakostnaður sbr. 1. mgr. 43. gr.
   152.631 kr.

   Óverulegar breytingar

   Tegund þjónustu
   Gjald
   Breytingar á deiliskipuagsuppdrætti sbr. 2. mgr. 43. gr.
   105.000 kr.

   Grenndarkynning

   Við grenndarkynningu er heimilt að innheimta aukagjald skv. tímagjaldi skipulagsfulltrúa fyrir vinnu umfram það meðalgjald sem kynnt er.

   Tegund þjónustu
   Gjald
   Aukagjald
   17.000 kr.
   Grenndarkynning 43. og 44. gr.
   20.000 kr.

   Breytingar á lóðablöðum

   Vegna breytinga á lóðablöðum er heimilt að innheimta útlagðan kostnað.

   Breytingar á lóðablöðum
   Gjald
   Útlagður kostnaður
   Samkvæmt reikningi