- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Dagdvöl getur verið góður og hentugur stuðningur fyrir eldra fólk sem býr heima en þarf aðstoð og eftirlit til að geta búið heima.
Í dagdvölum er í boði fjölbreytt tómstundaiðja, samverustundir, hreyfing og þjálfun, fæði, hvíldaraðstaða og aðstoð við persónulega umhirðu.
Í Reykjanesbæ eru tvær dagdvalir:
Um dagdvölina á Nesvöllum
Á Nesvöllum er almenn dagdvöl einstaklinga sem þurfa félagsskap og eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs.
Símanúmer á Nesvöllum er 420 3400
Um dagdvölina í Selinu
Í Selinu við Vallarbraut er dagdvöl fyrir einstaklinga með minnisskerðingu sem þurfa félagsskap, eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs.
Símanúmer í Selinu er 421 6272
Á ég rétt á að sækja um dagdvöl?
Já, ef þú ert með lögheimili í Reykjanesbæ og hefur þörf fyrir stuðning og eftirlit.
Hvernig sæki ég um dagdvöl?
Þú sækir um rafrænt á MittReykjanes.is > Umsóknir > undir Velferð er valið Umsókn um dagdvöl.
Þú getur einnig fyllt út umsókn á PDF-formi og sent á nesvellir@reykjanesbaer.is eða prentað umsóknina út og skilað á þjónustuborðið á Nesvöllum.
Hvaða gögnum þarf ég að skila með umsókninni?
Upplýsingum frá lækni eða öðrum fagaðila sem vísa til þarfar á dagdvöl.
Hvað kostar að vera í dagdvöl?
Það kostar 1.434 kr. á dag, einnig er greitt tómstundargjald kr.1.328 á mánuði.