- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Dagdvöl getur verið góður og hentugur stuðningur fyrir eldra fólk sem þarf aðstoð og eftirlit til að geta búið heima. Í Reykjanesbæ eru tvær dagdvalir: á Nesvöllum og í Selinu við Vallarbraut.
Í dagdvölum er í boði fjölbreytt tómstundaiðja, samverustundir, hreyfing og þjálfun, fæði, hvíldaraðstaða og aðstoð við persónulega umhirðu.
Með umsókninni þarf að fylgja upplýsingar frá lækni eða öðrum fagaðila varðandi þörf á dagdvöl.
Á Nesvöllum er almenn dagdvöl fyrir fólk sem þarf félagsskap og eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Á staðnum eru fjölbreyttir viðburðir félagsstarfs eldra fólks og ýmis þjónusta í boði (sem gestir greiða fyrir), meðal annars hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa.
Símanúmerið á Nesvöllum er 420 3400.
Á Facebook-síðu Nesvalla má sjá matseðil og dagskrá Þjónustumiðstöðvarinnar.
Í Selinu við Vallarbraut 4 er dagdvöl fyrir fólk með minnisskerðingu sem þarf félagsskap, eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs.
Í boði er að fá fót- og hársnyrtingu, sem gestir greiða fyrir sjálfir.Símanúmerið í Selinu er 420 3413.