Dagdvöl

Dagdvöl getur verið góður og hentugur stuðningur fyrir eldra fólk sem býr heima en þarf aðstoð og eftirlit til að geta búið heima.

Í dagdvölum er í boði fjölbreytt tómstundaiðja, samverustundir, hreyfing og þjálfun, fæði, hvíldaraðstaða og aðstoð við persónulega umhirðu.

  • Gestir eru sóttir að morgni og ekið heim síðdegis.
  • Dagdvalirnar eru opnar mánudaga til föstudaga frá kl. 8 til 16.
  • Einstaklingar geta verið í dagdvöl allt frá einum degi í viku til fimm daga vikunnar.

Í Reykjanesbæ eru tvær dagdvalir:

  • Á Nesvöllum, við Njarðarvelli 4.
  • Í Selinu, við Vallarbraut 4.

Um dagdvölina á Nesvöllum

Á Nesvöllum er almenn dagdvöl einstaklinga sem þurfa félagsskap og eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

  • Ýmis önnur þjónusta er í þjónustumiðstöðinni sem einstaklingar geta nýtt sér, svo sem:
    - Hárgreiðslustofa, fótaaðgerðastofa og sjúkraþjálfun.
    - Gestir greiða sjálfir fyrir þá þjónustu vilji þeir nýta sér hana.
  • Fjölbreyttir viðburðir félagsstarfs eldra fólks.

Símanúmer á Nesvöllum er 420 3400

Um dagdvölina í Selinu

Í Selinu við Vallarbraut er dagdvöl fyrir einstaklinga með minnisskerðingu sem þurfa félagsskap, eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

  • Í boði er að fá fót- og hársnyrtingu, sem gestir greiða fyrir sjálfir.

Símanúmer í Selinu er 420 3413

Á ég rétt á að sækja um dagdvöl?

Já, ef þú ert með lögheimili í Reykjanesbæ og hefur þörf fyrir stuðning og eftirlit.

Hvernig sæki ég um dagdvöl?

Þú sækir um rafrænt á MittReykjanes.is > Umsóknir > undir Velferð er valið Umsókn um dagdvöl.

Þú getur einnig fyllt út umsókn á PDF-formi og sent á nesvellir@reykjanesbaer.is eða prentað umsóknina út og skilað á þjónustuborðið á Nesvöllum.

Hvaða gögnum þarf ég að skila með umsókninni?

Upplýsingum frá lækni eða öðrum fagaðila sem vísa til þarfar á dagdvöl. 

Hvað kostar að vera í dagdvöl?

Það kostar 1.579 kr. á dag, einnig er greitt tómstundargjald kr.1.395 á mánuði.