Heima- og stuðningsþjónusta

Heima- og stuðningsþjónusta felur í sé aðstoð við athafnir daglegs lífs, heimilishald og félagsleg samskipti. Með þjónustunni er unnið að því að efla og styrkja einstaklinga til þess að þeir geti búið sem lengst heima.

 • Þjónustan er veitt til allra aldurshópa, þjónustan er einstaklingsmiðuð og er komið til móts við þarfir hvers og eins.

Á ég rétt á þjónustunni?

Já, ef þú býrð á eigin heimili og getur ekki hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.

Ef þú deilir heimili með maka eða öðrum fullorðnum einstaklingi sem á ekki við veikindi eða skerta getu að stríða, þá er að öllu jöfnu ekki veitt heima- og stuðningsþjónusta.

Hvað felur þjónustan í sér?

Þjónustan felur í sé aðstoð við athafnir daglegs lífs, heimilishald og félagsleg samskipti.

Hvað kostar þjónustan?

Gjald fyrir heimaþjónustu er samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar, greitt er fyrir hverja klukkustund við aðstoð með þrif en önnur þjónusta er endurgjaldslaus.

Sjá nánar í gjaldskrá Reykjanesbæjar

Hvernig sæki ég um?

Þú sækir um rafrænt á MittReykjanes.is > Umsóknir > undir Velferð er valið Umsókn um heima- og stuðningsþjónustu

Þú getur einnig fyllt út umsókn á eyðublaði og sent á nesvellir@reykjanesbaer.is eða prentað umsóknina út og skilað á þjónustuborðið á Nesvöllum.

Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni?

 • Annað hvort afrit af skattframtali síðasta árs eða afrit af staðgreiðsluyfirliti sl. 3 mánuði
 • Afrit af staðgreiðsluyfirliti maka (ef við á)
 • Rökstutt vottorð frá viðurkenndum sérfræðingum / fagaðilum um þörf fyrir heima- og stuðningsþjónustu

Nánari upplýsingar um heima- og stuðningsþjónustu má nálgast á Nesvöllum, í síma 420 3400.

 • Gjaldskrá velferðar/félagsþjónustu

  Heimaþjónusta/heimilishjálp

  Tekjuviðmið einstaklinga
  Gjald
  Tekjur undir 300.000 kr. á mánuði
  0 kr.
  Tekjur 300.001 - 360.000 kr. á mánuði
  498 kr. hver klukkustund
  Tekjur 360.001 - 432.000 kr. á mánuði
  938 kr. hver klukkustund
  Tekjur frá 432.001 kr. á mánuði
  1.742 kr. hver klukkustund

  Heimaþjónusta/heimilishjálp

  Tekjuviðmið hjóna / sambýlisfólks
  Gjald
  Tekjur undir 487.500 kr. á mánuði
  0 kr.
  Tekjur 487.501 - 585.000 kr. á mánuði
  498 kr. hver klukkustund
  Tekjur 585.001 - 702.000 kr. á mánuði
  938 kr. hver klukkustund
  Tekjur frá 702.001 kr. á mánuði
  1.742 kr. hver klukkustund

  Önnur þjónusta

  Tegund þjónustu
  Gjald
  Akstursþjónusta fatlaðs fólks innanbæjar
  skv. gjaldskrá Strætó
  Dagdvöl aldraðra, tómstundadaggjald
  1.328 kr.
  Félagsstarf athvarfs aldraðra, þjónustukort (þátttakendur greiða sjálfir efnisgjald)
  2.958 kr.
  Heimsendur matur (1.400 kr. máltíðin)
  333 kr. fyrir hverja máltíð
  Akstur fatlaðra, kr. pr. ferð innanbæjar á áætlunartíma strætó
  300 kr.