- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Stuðningsþjónusta er til handa þeim sem búa á eigin heimilum og þurfa stuðning vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags eða veikinda. Stuðningsþjónusta er veitt bæði innan heimilis og utan.
Heima- og stuðningsþjónusta er fyrir fatlað fólk sem býr á eigin heimili og getur ekki séð hjálparlaust um heimilishald eða persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar.
Þegar þú hefur sent inn umsókn fer fram mat á aðstæðum og þörfum þínum fyrir stuðning áður en þjónustan hefst.
Ertu með spurningar? Hafðu samband við Þjónustumiðstöðina á Nesvöllum í síma 420 3400 eða á netfangið nesvellir@reykjanesbaer.is.
Þú sækir um á vefnum Mitt Reykjanes. Þar velur þú Umsóknir og undir Velferð velur þú Umsókn um heima- og stuðningsþjónustu.
Með umsókninni þarf að fylgja:
Þú getur líka fyllt út þetta eyðublað og sent á nesvellir@reykjanesbaer.is eða prentað það út og skilað á þjónustuborðið á Nesvöllum.
Kostnaður fer eftir tekjunum þínum. Hver klukkustund við þrif kostar samkvæmt gjaldskrá en önnur þjónusta er ókeypis.