- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Heima- og stuðningsþjónusta felur í sé aðstoð við athafnir daglegs lífs, heimilishald og félagsleg samskipti. Með þjónustunni er unnið að því að efla og styrkja einstaklinga til þess að þeir geti búið sem lengst heima.
Á ég rétt á þjónustunni?
Já, ef þú býrð á eigin heimili og getur ekki hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.
Ef þú deilir heimili með maka eða öðrum fullorðnum einstaklingi sem á ekki við veikindi eða skerta getu að stríða, þá er að öllu jöfnu ekki veitt heima- og stuðningsþjónusta.
Hvað felur þjónustan í sér?
Þjónustan felur í sé aðstoð við athafnir daglegs lífs, heimilishald og félagsleg samskipti.
Hvað kostar þjónustan?
Gjald fyrir heimaþjónustu er samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar, greitt er fyrir hverja klukkustund við aðstoð með þrif en önnur þjónusta er endurgjaldslaus.
Hvernig sæki ég um?
Þú sækir um rafrænt á MittReykjanes.is > Umsóknir > undir Velferð er valið Umsókn um heima- og stuðningsþjónustu
Þú getur einnig fyllt út umsókn á eyðublaði og sent á nesvellir@reykjanesbaer.is eða prentað umsóknina út og skilað á þjónustuborðið á Nesvöllum.
Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni?
Rökstutt vottorð frá viðurkenndum sérfræðingum / fagaðilum um þörf fyrir heima- og stuðningsþjónustu
Nánari upplýsingar um heima- og stuðningsþjónustu má nálgast á Nesvöllum, í síma 420 3400.