Heima- og stuðningsþjónusta felur í sé aðstoð við athafnir daglegs lífs, heimilishald og félagsleg samskipti. Með þjónustunni er unnið að því að efla og styrkja einstaklinga til þess að þeir geti búið sem lengst heima.
- Þjónustan er veitt til 18 ára og eldri , þjónustan er einstaklingsmiðuð og er komið til móts við þarfir hvers og eins.
Á ég rétt á þjónustunni?
Já, ef þú býrð á eigin heimili og getur ekki hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.
Ef þú deilir heimili með maka eða öðrum fullorðnum einstaklingi sem á ekki við veikindi eða skerta getu að stríða, þá er að öllu jöfnu ekki veitt heima
Hvað felur þjónustan í sér?
Þjónustan felur í sé aðstoð við athafnir daglegs lífs, heimilishald og félagsleg samskipti.
Hvernig sæki ég um?
Þú sækir um rafrænt á Velferð er valið Umsókn um heima- og stuðningsþjónustu
Þú getur einnig fyllt út umsókn á nesvellir@reykjanesbaer.is eða prentað umsóknina út og skilað á þjónustuborðið á Nesvöllum.
Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni?
Nánari upplýsingar um heima- og stuðningsþjónustu má nálgast á Nesvöllum, í síma 420 3400