Heima- og stuðningsþjónusta

Heima- og stuðningsþjónusta

Stuðningsþjónusta er til handa þeim sem búa á eigin heimilum og þurfa stuðning vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags eða veikinda. Stuðningsþjónusta er veitt bæði innan heimilis og utan.

Hverjir geta fengið þjónustuna?

Heima- og stuðningsþjónusta er fyrir fatlað fólk sem býr á eigin heimili og getur ekki séð hjálparlaust um heimilishald eða persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar.

Þegar þú hefur sent inn umsókn fer fram mat á aðstæðum og þörfum þínum fyrir stuðning áður en þjónustan hefst.

Ertu með spurningar? Hafðu samband við Þjónustumiðstöðina á Nesvöllum í síma 420 3400 eða á netfangið nesvellir@reykjanesbaer.is.

Sækja um

Þú sækir um á vefnum Mitt Reykjanes. Þar velur þú Umsóknir og undir Velferð velur þú Umsókn um heima- og stuðningsþjónustu.

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Skattframtal síðasta árs.
  • Afrit af skattframtali maka (ef þú átt maka).
  • Rökstutt vottorð frá viðurkenndum sérfræðingum eða fagaðilum um þörf fyrir heima- og stuðningsþjónustu.

 

Þú getur líka fyllt út þetta eyðublað og sent á nesvellir@reykjanesbaer.is eða prentað það út og skilað á þjónustuborðið á Nesvöllum.

Kostnaður

Kostnaður fer eftir tekjunum þínum. Hver klukkustund við þrif kostar samkvæmt gjaldskrá en önnur þjónusta er ókeypis.

  • Gjaldskrá velferðar/félagsþjónustu

    Heimaþjónusta/heimilishjálp

    Tekjuviðmið einstaklinga
    Gjald
    Tekjur undir 316.000 kr. á mánuði
    0 kr.
    Tekjur 316.001 - 376.000 kr. á mánuði
    582 kr. hver klukkustund
    Tekjur 376.001 - 448.000 kr. á mánuði
    1.096 kr. hver klukkustund
    Tekjur frá 448.001 kr. á mánuði
    2.035 kr. hver klukkustund

    Heimaþjónusta/heimilishjálp

    Tekjuviðmið hjóna / sambýlisfólks
    Gjald
    Tekjur undir 487.500 kr. á mánuði
    0 kr.
    Tekjur 487.501 - 585.000 kr. á mánuði
    582 kr. hver klukkustund
    Tekjur 585.001 - 702.000 kr. á mánuði
    1.096 kr. hver klukkustund
    Tekjur frá 702.001 kr. á mánuði
    2.035 kr. hver klukkustund

    Önnur þjónusta

    Tegund þjónustu
    Gjald
    Akstursþjónusta fatlaðs fólks innanbæjar
    skv. gjaldskrá Strætó
    Dagdvöl aldraðra, tómstundadaggjald
    1.509 kr.
    Félagsstarf athvarfs aldraðra, þjónustukort (þátttakendur greiða sjálfir efnisgjald)
    3.359 kr.
    Heimsendur matur
    1.950 kr. máltíðin
    Heimsendingarkostnaður á hverja máltíð
    389 kr.
    Akstur fatlaðra, kr. pr. ferð innanbæjar á áætlunartíma strætó
    300 kr.