Leikskólinn Vesturberg

Vesturbraut 15, Reykjanesbær 230
vesturberg@vesturberg.is
420 3115
Opnunartími : 07:45-16:15.

Um leikskólann

Stefna Vesturbergs hefur verið sú sama frá upphafi, svæðaskipting eða opinn leikskóli er leiðarljós leikskólans. Litið er á frjálsa leikinn sem rauða þráðinn í starfi skólans. Fyrirmynd leikskólans er dönsk og er upphafsmaður hennar Hulda Ólafsdóttir fyrrverandi leikskólastjóri Vesturbergs. Vesturberg er aldursblandaður leikskóli þar sem börn frá tveggja til sex ára eru saman á heimastofum.

Þann 18. júní 1997 opnaði Vesturberg, við Vesturbraut 13 í eldra íbúðarhúsi og var vígður 27. júní sama ár. Árið 2007 var hafist handa við byggingu nýs húss á lóð bakatil við Vesturbraut 15. Flutt var í nýtt og glæsilegt hús í júní 2008 og var formleg vígsla hússins þann 28. ágúst 2008. Í millitíðinni eða frá 6. nóvember 2006 var opnuð laus kennslustofa sem nefnd var Skálinn og rúmaði um það bil tuttugu börn. Skálinn og Vesturbraut 13 voru lögð niður sem húsnæði leikskólans þegar nýtt hús komst í gagnið. Húsnæði leikskólans er 757 fermetrar og skiptast í fjórar til fimm heimastofur þar sem börn frá tveggja til sex ára eru saman. Við flutning í nýtt hús voru heimastofur aldursskiptar en eftir rúmt ár var blöndun aldurs sett á þar sem aldursskipting samræmdist ekki hugmyndafræði Vesturbergs. 

Leikskólastjóri er Brynja Aðalbergsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Halldóra Magnúsdóttir

Hugmyndafræði

Hugmyndafræði Vesturbergs byggir á dönskum grunni og er svæðaskipur leikskóli með fimm heimastofum. Börnin fara frjálst um húsið en kennarar eiga ákveðið svæði og bjóða upp á örvandi og hvetjandi umhverfi þar sem námssvið Aðalnámskrá leikskóla, Menntastefna Reykjanesbæjar eru höfð að leiðarljósi. Frá upphafi hefur aðaláherslan í Vesturbergi verið á hinn frjálsa leik og lítum við á barnið sem getumikinn einstakling sem hefur þörf fyrir ást, öryggi, hlýju og viðurkenningu hins fullorðna.

Einkunnarorð Vesturbergs eru FRUMKVÆÐI -VINÁTTA-GLEÐI 

Starfsáætlun

Hægt er að sækja starfsáætlun hér

Skólanámsskrá

Hægt er að sækja skólanámskrá (í vinnslu)

Leikskóladagatal

Hægt er að sækja leikskóladagatal hér

Sækja um leikskóladvöl

Sótt er um leikskóladvöl rafrænt gegnum Völu. Sækja um leikskóladvöl

Skoða staðsetningu á korti