Akstursþjónusta fatlaðs fólks

Akstursþjónusta fatlaðs fólks í Reykjanesbæ er til þess að gera þeim sem búa við fötlun kleift að stunda vinnu, nám eða sækja sér þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir í Reykjanesbæ.

Fyrir hverja er þjónustan?

Fyrir þá íbúa í Reykjanesbæ, 18 ára og eldri, og nemendur í grunn- og framhaldsskóla á skólatíma sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar og hafa ekki aðgang að farartæki, geta átt rétt á akstursþjónustu. 

Athugið:

Þjónustan er ekki ætluð í þeim tilfellum þar sem einstaklingar hafa farið í liðskiptaaðgerðir eða sambærilegar aðgerðir.

    • Hægt er að sækja um endurgreiðslur fyrir ferðakostnað vegna heilbrigðisþjónustu innanlands hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sjá nánar hér.

Hvað má nýta þjónustuna mikið?

Hámarks ferðafjöldi í mánuði eru 62 ferðir.

Ferðaþjónustan er almennt veitt innan tímaramma almenningssamgangna innanbæjar.

Hvað kostar þjónustan?

Ársgjaldið er 2.000 kr.

Hvernig sæki ég um?

Þú sækir um rafrænt á Mitt Reykjanes > Umsóknir > undir Velferð er valið Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

    • Við afgreiðslu umsóknar býður starfsmaður velferðarsviðs Reykjanesbæjar umsækjanda ráðgjöf ef þörf er á og veitir upplýsingar og leiðbeiningar um réttindi sem hann kanna að eiga annars staðar.
    • Starfsmaður upplýsir umsækjanda um þær skyldur sem kunna að hvíla á umsækjanda vegna umsóknar um akstursþjónustu.
    • Velferðarsvið Reykjanesbæjar skal taka ákvörðun í máli svo fljótt sem unnt er og tryggja að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun tekin.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn velferðarsviðs í síma 421 6700.