Saga

Reykjanesbær varð til við sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur  og Hafna 11. júní 1994.  Sveitarfélagið er staðsett á vestanverðum Reykjanesskaganum, nær frá norðurmörkum Keflavíkur og út á Reykjanestá. Svæðið  um 145.000 hektarar. Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 16.500 íbúa. Íbúafjölgun hefur verið hröð á undanförnum árum og langt yfir landsmeðaltali. 

Keflavík og Njarðvík voru fyrst og fremst útgerðar- og fiskvinnslustaðir fyrr á tímum. Sú saga er m.a. varðveitt í Duus Safnahúsum. Þá var Nato herstöð starfrækt í tengslum við Keflavíkurflugvöll í kjölfar varnarsamnings Íslendinga og Bandaríkjamanna árið 1951. En kvótinn minnkaði og herinn yfirgaf landið árið 2006. Nú er Reykjanesbær þjónustu- og menntabær í túnfæti alþjóðaflugvallar (verslun, skólar, heilbrigðisþjónusta, hótel o. fl.) en einnig iðnaðar- og frumkvöðlabær. Frumkvöðlasetur er starfrækt á Ásbrú þar sem herstöðin var áður og þar er Keilir, Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, staðsett. Svæðið er því sannarlega svæði tækifæranna. 

Reykjanesbær er innan Reykjanes jarðvangs sem er vottaður UNESCO jarðvangur. Jarðvangar UNESCO búa yfir merkilegum jarðminjum á heimsvísu sem samanlagt skýra frá mótun lands frá upphafi og áhrif jarðfræðinnar á þróunarsögu, menningu og lífríki svæðanna. Jarðvangar eru því áhugaverð svæði vegna fræðslugildis, fjölbreytilegrar náttúru og sjaldgæfra jarðminja. Flekaskil Norður Ameríku og Evrasíu eru sýnileg á Reykjanesi og gerir svæðið einstakt á heimsvísu. Hægt er að ganga yfir flekaskilin á Brú milli heimsálfa, sem er einn af fjölmennustu ferðamannastöðum Reykjaness.

Yfirlitsmynd