Saga

Reykjanesbær varð til við sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur  og Hafna 11. júní 1994.  Sveitarfélagið er staðsett á vestanverðum Reykjanesskaganum, nær frá norðurmörkum Keflavíkur og út á Reykjanestá. Svæðið  um 145.000 hektarar. Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 16.500 íbúa. Íbúafjölgun hefur verið hröð á undanförnum árum og langt yfir landsmeðaltali. 

Keflavík og Njarðvík voru fyrst og fremst útgerðar- og fiskvinnslustaðir fyrr á tímum. Sú saga er m.a. varðveitt í Duus Safnahúsum. Þá var Nato herstöð starfrækt í tengslum við Keflavíkurflugvöll í kjölfar varnarsamnings Íslendinga og Bandaríkjamanna árið 1951. En kvótinn minnkaði og herinn yfirgaf landið árið 2006. Nú er Reykjanesbær þjónustu- og menntabær í túnfæti alþjóðaflugvallar (verslun, skólar, heilbrigðisþjónusta, hótel o. fl.) en einnig iðnaðar- og frumkvöðlabær. Frumkvöðlasetur er starfrækt á Ásbrú þar sem herstöðin var áður og þar er Keilir, Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, staðsett. Svæðið er því sannarlega svæði tækifæranna. 

Yfirlitsmynd