Grunnskólar

Allir grunnskólar í Reykjanesbæ eru einsetnir frá árinu 2000 í kjölfar umfangsmikilla breytinga í skólamálum sveitarfélagsins.
Í skólunum er boðið upp á heitar máltíðir í hádeginu og frístundavistun frá því að skóla lýkur til kl. 16:00.

Nemendur sækja grunnskóla samkvæmt skólahverfum. Óski foreldrar eftir öðru skólahverfi þarf að sækja um það á íbúavefnum Mitt Reykjanes.
Nemendur með lögheimili í tilteknu skólahverfi hafa forgang á skólavist ef skóli þarf að takmarka nemendafjölda. Tekið er á móti nýskráningum í viðkomandi skóla eða hjá þjónustuveri Reykjanesbæjar í síma 421 6700.

Skólahverfi

Allar upplýsingar vegna skráningu í grunnskóla eru á Mentor og eru foreldrar hvattir til þess að nota sinn aðgang þar. Aðgangur foreldra barna sem eru að hefja nám í grunnskóla er sá sami og þegar barnið var í leikskóla. Foreldrar geta breytt upplýsingum sem þar eru skráðar um barnið sjálfir og jafnframt nálgast upplýsingar um skólastarf barnsins. Ef lykilorð er glatað, eru foreldrar hvattir til að hafa samband við skólaritara viðkomandi skóla.

Umsókn um skólavist utan lögheimilis

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar afgreiðir umsóknir um skólavist utan lögheimilis á grundvelli viðmiðunarreglna frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem finna má hér til hliðar.

Frístund

Frístund býður dagskrá fyrir börn í 1. – 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16.00. Frístund starfar í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Hver skóli hefur til umráða miðstöð sem nefnd er Skjól en jafnframt er skólahúsnæði nýtt sem ekki er í notkun hverju sinni. Nánari upplýsingar um frístund er að finna á vefsíðum skólanna.

  • Gjaldskrá Frístundaskóla og Skólamatar

   Gjaldskrá

   Þjónusta
   Verð
   Frístundaskóli (síðdegishressing innifalin)
   16.480 kr. á mánuði
   Síðdegishressing
   125 kr. á dag
   Tímagjald
   365 kr. hver klukkustund
   Skólamatur í áskrift
   385 kr. hver máltíð