Hvatagreiðslur

Ballettmeyjar úr Bryn ballett Akademíunni
Ballettmeyjar úr Bryn ballett Akademíunni

Reykjanesbær greiðir árlega hverju barni sem lögheimili á í bæjarfélaginu og er í grunnskóla kr. 21.000 (frá 1. janúar 2017) til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta,- tómstunda og listgreinastarfi. Greiðslan getur aldrei orðið hærri en sem nemur kostnaði við námskeið. Skilyrði þess að hægt sé að nýta hvatagreiðslurnar er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara og kennara/leiðbeinanda. Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur að hluta eða að fullu þá falla eftirstöðvar niður um áramót.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar biður gjaldkera íþrótta- og tómstundafélaga (líka listgreinar s.s. dans, söngur og ballett og móðurmálskennsla) í Reykjanesbæ að senda á rafrænu formi (exelskjal) eftirfarandi upplýsingar á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is.

Staðfestingu á að iðkandi /þátttakandi hjá deild/félagi hafi greitt æfinga- eða þátttökugjald vegna ársins 2017, upphæð gjaldsins, kennitölu og nafn barns og kennitölu, reikningsnúmer og nafn foreldris/forráðamanns.

Þegar þessar upplýsingar hafa borist Þjónustuveri bæjarins mun Reykjanesbær greiða kr. 21.000.- til foreldra barna í gegnum kerfið mittreykjanes.is  Greiðsla fer fram 10. hvers mánaðar í fyrsta skipti 10.febrúar og lýkur 10. desember 2017.  Hvatagreiðslur nýtast ekki fyrir Frístundaskólann.

Skilyrði er að bæði barn og foreldri eigi lögheimili í Reykjanesbæ.

(Yfirfarið og samþykkt 06.06.2017)