Íþróttafélög

NES - íþróttafélag fatlaðra

NES - Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum býður upp á fjölbreytt íþróttastarf fyrir einstaklinga á öllum aldri þar sem lögð er sérstök áhersla að allir geti notið sín á eigin forsendum. Nánari upplýsingar er hægt að fá á vef félagsins nessport.is eða með því að senda tölvupóst á nes.stjorn@gmail.com

Keflavík 

Sunnubraut 34, 230 Reykjanesbæ

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag býður upp á fjölbreytt íþróttastarf fyrir iðkendur á öllum aldri. Nánari upplýsingar er hægt að fá á vef félagsins, keflavik.is og eða með því að senda tölvupóst á Einar Haraldsson formann félagsins. 

Njarðvík

Norðurstíg 4, 260 Reykjanesbæ

Ungmennafélag Njarðvíkur býður upp á fjölbreytt íþróttastarf fyrir iðkendur á öllum aldri. Nánari upplýsingar er hægt að fá á vef félagsins umfn.is og eða með því að senda tölvupóst til Hámundar Helgasonar framkvæmdarstjóra UMFN á netfangið hamundur@umfn.is 

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) er héraðssamband íþróttafélaga í Reykjanesbæ. Það starfar samkvæmt lögum ÍSÍ 24. grein og íþróttalögum.

Tilgangur ÍRB er að vinna að eflingu og skipulagninu íþróttastarfsemi í Reykjanesbæ og hafa forystu sameiginlegra íþróttamála svo sem lög ÍSÍ mæla fyrir um m.a. með því að annast samstarf fyrir hönd bandalagsaðilanna við bæjarstjórn og aðra opinbera aðila. Formaður ÍRB er Rúnar Vífill Arnarson - netfang hans er hatun33@simnet.is 

Fulltrúi Íþróttabandalagsins hefur tillögurétt og málfrelsi á fundum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.

Hafþór Barði Birgisson
íþrótta- og tómstundafulltrúi