- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Ef þú verður fyrir heimilisofbeldi er mikilvægt að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum með því að hringja í 112 eða í velferðarsvið Reykjanesbæjar í síma 421 6700. Enginn á að þurfa að búa við ofbeldi frá sínum nánustu.
Heimilisofbeldi, einnig kallað ofbeldi í nánu sambandi, getur haft varanleg andleg og líkamleg áhrif á manneskju sem verður fyrir því.
Börn sem alast upp við ofbeldi á heimilinu þróa oft með sér depurð, lágt sjálfsmat, verkkvíða, skerta félagsfærni, samskiptavanda og tilfinninga- og hegðunarvanda. Börn sem verða vitni að ofbeldi á heimilinu sýna svipuð einkenni og ef þau eru sjálf beitt ofbeldi.
Það er því mikilvægt að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi stuðning svo þau geti unnið úr reynslu sinni.
Lesa um ofbeldi í nánum samböndum.
Markmiðið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.
Suðurhlíð býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, 18 ára og eldri.
Nánari upplýsingar og tímabókanir á vef Suðurhlíðar.