Leikskólar

Í Reykjanesbæ eru tíu leikskólar. Í þeim er haft að leiðarljósi að börnin njóti bernsku sinnar, læri og þroskist í leik og samveru.

Leikskólar marka sér sérstöðu með áherslu á ákveðna stefnu eða þætti í starfinu, svo sem samskipti, lestur og ritmál, stærðfræði, heilsueflingu, heimspeki, náttúru og umhverfisvernd. Reykjanesbær niðurgreiðir vistun barna í leikskólum sem og vistun barna hjá dagforeldrum.

Leikskólafulltrúi er Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir.

Vefir leikskólanna:

Akur  Garðasel   Gimli  Heiðarsel Hjallatún

Holt SKÓGARÁS TjarnarselVesturbergVöllur

 • Hverjir eiga rétt á þjónustunni?

  Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að lögheimili barnsins og föst búseta sé í Reykjanesbæ og að foreldrar barnsins séu ekki í vanskilum vegna leikskólagjalda.

 • Hvernig er sótt um leikskóla?

  Sótt er um leikskólavist á reykjanesbaer.is . Hægt er að fá aðstoð við að fylla út rafræna umsókn um leikskóladvöl í þjónustuveri Reykjanesbæjar,

  Sækja má um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð. Börn eru skráð á biðlista við eins árs aldur og raðast þau á listann eftir fæðingardegi og ári. Foreldrar geta sótt um fleiri en einn leikskóla fyrir barn sitt. Börn innritast í leikskóla eftir kennitölu, þau elstu fyrst. Það sama gildir í meginatriðum um þjónustureknu leikskólanna.

 • Gjaldskrá

  Prenta gjaldskrá

  Gjaldskrá leikskóla í Reykjanesbæ.

  Gjaldskrá

  Þjónusta
  Gjald
  Tímagjald
  3.245 kr. miðað við 8 klst. á dag
  Tímagjald (milli 16 og 17)
  4.895 kr.
  Forgangshópar tímagjald
  2.445 kr. miðað við 8 klst. á dag
  Lágmarkstími
  4 klst.
  Hámarkstími
  9 klst.

  Forgangur og/eða niðurgreiðslur leikskólagjalda fyrir eitt og / eða öll eftirtalin atriði:

  • Börn einstæðra foreldra
  • Börn þar sem annað foreldri er í fullu dagnámi (15/30 ein á önn)
  • Börn sem búa við félagslega erfiðleika eða erfiðar heimilisaðstæður
  • Foreldrar sem eiga barn undir leikskólaaldri og annað á leikskóla eiga rétt á systkinaafslætti að loknu fæðingarorlofi

  Beiðnir eru afgreiddar hjá leikskólafulltrúa og skal umsóknin endurnýjuð árlega fyrir 31. ágúst. Leikskólarýmum er úthlutað eftir aldri barna.

  Fjölskylduafsláttur

  Fjölskylduafsláttur er eingöngu af tímagjaldi.

  Tegund
  Afsláttur
  - fyrir annað barnið er greitt
  50%
  - fyrir þriðja barnið er greitt
  Frítt
  - fyrir fjórða barnið er greitt
  Frítt

  Matargjald leikskólabarna

  Tegund
  Gjald
  Heildarmatargjald leikskólabarna
  8.625 kr. á mánuði
  Gjaldið skiptist á eftirfarandi hátt:
  Morgunhressing
  2.180 kr. á mánuði
  Hádegismatur
  4.265 kr. á mánuði
  Síðdegishressing
  2.180 kr. á mánuði