Leikskólar

Í Reykjanesbæ eru 10 leikskólar og rekur bæjarfélagið 6 þeirra en 4 eru þjónustureknir. Þar er haft að leiðarljósi að börnin njóti bernsku sinnar, læri og þroskist í leik og samveru.

Leikskólar marka sér sérstöðu með áherslu á ákveðna stefnu eða þætti í starfinu, svo sem samskipti, lestur og ritmál, stærðfræði, heimspeki, náttúru og umhverfisvernd. Reykjanesbær niðurgreiðir vistun barna í leikskólum sem og vistun barna hjá dagforeldrum.

Akur     Garðasel     Gimli     Háaleiti     Heiðarsel

Hjallatún     Holt     Tjarnarsel     Vesturberg     Völlur

Hverjir eiga rétt á þjónustunni?

Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að lögheimili barnsins og föst búseta sé í Reykjanesbæ og að foreldrar barnsins séu ekki í vanskilum vegna leikskólagjalda.

Hvernig er sótt um leikskóla?

Sótt er um leikskólavist á reykjanesbaer.is . Hægt er að fá aðstoð við að fylla út rafræna umsókn um leikskóladvöl í þjónustuveri Reykjanesbæjar,

Sækja má um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð. Börn eru skráð á biðlista við eins árs aldur og raðast þau á listann eftir fæðingardegi og ári. Foreldrar geta sótt um fleiri en einn leikskóla fyrir barn sitt. Börn innritast í leikskóla eftir kennitölu, þau elstu fyrst. Það sama gildir í meginatriðum um þjónustureknu leikskólanna.

Hvað kostar þjónustan?

Leikskólar Reykjanesbæjar starfa samkvæmt lögum um leikskóla og reglugerð um þau lög frá 2008.
Stofnun leikskóla og rekstur er á ábyrgð sveitarfélaga en menntamálaráðuneytið fer með faglega yfirstjórn og gefur út Aðalnámskrá leikskóla.

Leikskólarnir eru opnir frá kl. 7:30 og 7:45 til 16:15 og 17:15. Lokað er vegna sumarleyfa í 5 vikur.

Leikskólafulltrúi er Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir.