Gjaldskrá leikskóla í Reykjanesbæ.
Tímagjald, dæmi: Ef barn er 8 klst. á dag í leikskóla er tímagjaldið fyrir mánuðinn 3.918 kr. x 8 = 31.344 kr. Ofan á tímagjald leggst síðan matargjald.
Sjá einnig reiknivél leikskólagjalda.
Gjaldskrá
Forgangur / niðurgreiðslur leikskólagjalda fyrir eitt eða öll eftirtalin atriði:
- Börn einstæðra foreldra
- Börn þar sem annað foreldri er í fullu dagnámi (15/30 einingar á önn)
- Foreldrar sem eiga barn undir leikskólaaldri og annað á leikskóla eiga rétt á systkinaafslætti að loknu fæðingarorlofi
Beiðnir eru afgreiddar hjá leikskólafulltrúa á fræðsluskrifstofu og skal umsóknin endurnýjuð árlega fyrir 31. ágúst. Leikskólarýmum er úthlutað eftir aldri barna.
Fjölskylduafsláttur
Fjölskylduafsláttur er eingöngu af tímagjaldi.