Heilsuleikskólinn Garðasel

Hólmgarður 4, Reykjanesbær 230
gardasel@leikskolinngardasel.is
420-3160
Opnunartími : 07:30-16:30

Um leikskólann

Heilsuleikskólinn Garðasel tók til starfa um mánaðarmótin maí / júní 1974. Hann var gefinn til Keflavíkur vegna eldgossins í Vestmannaeyjum af sænskum barnasamtökum sem kalla sig “Reddabarnet.” Skólinn er fjögurra deilda með sveigjanlegan vistunartíma, frá 4 tímum og upp í 9 tíma vistun. Deildirnar heita Lundur, Þúfa, Hvammur og Varða. Í skólanum dvelja 94 börn samtímis á aldrinum 2ja til 6 ára. Leikskólinn er aldursskiptur og er markmiðið að koma til móts við þarfir mismunandi aldurs barnanna. Leikskólinn Garðasel mun hætta starfsemi í núverandi húsnæði eftir 50 ár í rekstri á haustmánuðum 2024 og flytur starfsemin í nýtt leikskólahúsnæði í Hlíðarhverfi undir öðru nafni.

Leikskólastjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er B. Sif Stefánsdóttir

Hugmyndafræði

Leikskólinn Garðasel er heilsuleikskóli sem starfar eftir heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Markmið heilsustefnunnar er að venja börn við heilbrigða lífshætti strax í barnæsku með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Heildarsýn skólans miðast við heilsueflingu í hvívetna. Markmið heilsuleikskóla er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi. Í Garðaseli er áhersla á að vinna eftir markmiðum heilsuleikskóla með því að efla alhliða þroska barnsins í samræmi við eðli, þarfir og þroska hvers og eins í gegnum leikinn. Aðrar áherslur snúa að næringu, hreyfingu, skapandi starfi, læsi í víðum skilningi og stærðfræði.

Einkunnarorð Garðasels eru: hreyfing – næring – virðing og skapandi starf.

Starfsáætlun

Hægt er að sækja starfsáætlun hér

Skólanámsskrá

Hægt er að sækja skólanámskrá hér

Leikskóladagatal

Hægt er að sækja leikskóladagatal hér

Sækja um leikskóladvöl

Sótt er um leikskóladvöl rafrænt gegnum Völu. Sækja um

Skoða staðsetningu á korti