Stjórnsýslusvið annast miðlæga þjónustu innan sviðs og við önnur svið bæjarins.

Stjórnsýslusvið annast þjónustu við bæjarráð og bæjarstjórn, undirbýr stefnumótun og áætlanagerð, sinnir lögfræðilegri ráðgjöf og beitir sér fyrir stjórnsýsluumbótum og þróunarstarfi.

Atvinnu- og ferðamál, menningarmál, mannauðs- og gæðamál heyra undir stjórnsýslusvið.

Helstu verkefni stjórnsýslusviðs eru:

 • Atvinnuþróun utan hafnsækinnar starfsemi
 • Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaðila
 • Undirbúningur stefnumótunar
 • Áætlanagerð
 • Menningarmál
 • Upplýsinga- og kynningarmál
 • Starfsmannamál
 • Gæðastjórnun
 • Jafnréttismál
 • Rekstur menningahúsa og viðburðastjórnun
 • Vinabæjartengsl

Fundargerðir bæjarráðs   Fundargerðir bæjarstjórnar   Fundargerðir menningarráðs