- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Félagsleg samvera skiptir miklu máli fyrir almenna vellíðan og er fjöldi námskeiða og skipulagðir viðburðir í boði hverju sinni fyrir eldra fólk víðs vegar í samfélaginu allt árið um kring.
Fjölbreytt félagsstarf í boði, svo sem listasmiðja, leikfimi, bingó, félagsvist, boccia, pútt, ganga í Reykjaneshöllinni og fleira.
Greitt er fyrir með klippikorti í leikfimi, listasmiðju og boccia. Klippikort má kaupa á þjónustuborði á Nesvöllum.
Viðburðir á Nesvöllum eru auglýstir í fréttabréfi Nesvalla og á Facebook síðunni Nesvellir.
Félagsstarfið fer að mestu fram í þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum, einnig í Virkjun, Reykjaneshöll og Íþróttaakademíu.
Þú gætir einnig haft áhuga á að skoða nánar:
Heilsuefling eldra fólks
Janus heilsuefling er fjölþætt heilsuefling sem byggir á markvissri þol- og styrktarþjálfun, reglulegum heilsufarsmælingum, fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti.
Með þátttöku í verkefninu ert þú að vinna markvisst að því að vera hæfari að takast á við öldrunareinkenni og þeim heilsutengdu breytingum sem geta fylgt hækkandi aldri.
Hvað felst í þátttöku í verkefninu?
Má ég skrá mig í Janus heilsueflingu?
Já, ef þú ert 65 ára og eldri og með lögheimili í Reykjanesbæ, þá getur þú sótt um þátttöku í verkefninu.
Hvernig skrái ég mig?
Þú sækir um þátttöku rafrænt á vef Janusar heilsueflingar, smelltu hér til að sækja um.
Þú getur einnig fengið aðstoð frá starfsfólki Nesvalla við skráningu, í síma 420 3400, eða mæta á þjónustuborð Nesvalla.
Félag eldri borgara á Suðurnesjum (FEBS) er frjáls félagsskapur fyrir 60 ára og eldri, félagið er með aðstöðu á Nesvöllum þjónustumiðstöð.
Formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum er Guðrún Eyjólfsdóttir. Upplýsingar um félagið gefa:
Viðburðir á vegum FEBS eru auglýstir í staðarblöðum, þjónustumiðstöðvum eldri borgara á Suðurnesjum og á Facebook síðunni FEBS fréttir.
Þú getur sótt um aðild í félagið með því að senda póst á gjaldkerifebs@simnet.is. Í póstinum þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang.