Fjárhagsaðstoð

Þeir sem óska eftir ráðgjöf, upplýsingum eða fjárhagsaðstoð er bent á að hafa samband við þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421 6700 og panta tíma hjá félagsráðgjafa.

Sveitafélögum er skylt, samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitafélaga nr.40/1991,  að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. 
Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að kr. 174.297 á mánuði og kr. 278.875 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda, þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis.
Umsækjandi og maki/sambúðaraðili skulu kanna til þrautar rétt til annarra greiðslna áður en leitað er eftir fjárhagsaðstoð, þar með talið frá almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga. 
Umsækjandi þarf að tilkynna um breytingar á tekjum og fjölskylduaðstæðum, en slíkar breytingar geta haft áhrif á rétt til fjárhagsaðstoðar. Fjárhagsaðstoð sem veitt er á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er alltaf endurkræf.

Fylgigögn með umsókn um fjárhagsaðstoð:

  • Persónuskilríki
  • Yfirlit yfir tekjur síðstu 3 mánaði áður en umsókn er lögð fram, svo sem launaseðla, yfirlit yfir tryggingabætur, lífeyrissjóðsgreiðslur, atvinnuleysisbætur eða annað
  • Staðgreiðsluyfirlit
  • Læknisvottorð ef við á
  • Skattaframtal
  • Upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar  

Öll fjárhagsaðstoð til framfærslu er skattskyld. 

Sjá nánar í reglum um fjárhagsaðstoð.