Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016.
Hann er veittur á grundvelli 45.gr.laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og byggist á meginreglu þeirra laga, sbr. einkum 1.gr. og IV.kafla
og skal ætíð veita í samhengi við félagslega ráðgjöf, sbr. V.kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Hann er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra tekna, lítilla eigna og þungrar framfærslubyrðar. Sérstakur húsnæðisstuðningur er reiknaður sem ákveðið hlutfall af húsnæðisbótum þannig að fyrir hverjar 1.000 kr. fær leigjandi greiddar 600 kr. í sérstakan húsnæðisstuðning, að teknu tilliti til lækkunar samkvæmt öðrum skilyrðum reglna um sérstakan húsnæðisstuðning. Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geta aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 60.000 kr. Sú fjárhæð kemur til endurskoðunar þegar breyting verður á grunnfjárhæðum húsnæðisbóta samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.
Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geta aldrei farið yfir 75% af leigufjárhæð. Ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur þegar húsnæðiskostnaður að frádregnum húsnæðisbótum er 60.000 kr. eða lægri.
Velferðarsvið Reykjanesbæjar annast afgreiðslu umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning, Umsóknir skulu vera skriflegar á sérstöku eyðublaði sem er inn á „mitt Reykjanes“. Umsækjandi skal uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að umsókn öðlist gildi og verða skilyrðin að vera uppfyllt á meðan umsækjandi fær greiddan sérstakan húsnæðisstuðning:

1. Umsækjandi skal hafa fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur á grundvelli laga
     nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
2. Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára á umsóknardegi og eiga lögheimili í
     Reykjanesbæ.
3. Leiguhúsnæði skal vera í lögheimilissveitarfélagi nema um sé að ræða húsnæði fyrir
    15-17 ára börn sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri
    lögheimili.
4. Samanlagðar tekjur umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, séu undir
    efri mörkum skv. viðmiðum 5. gr.
5. Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á
     síðastliðnu ári séu ekki hærri en 5.510.000 kr.

Fara á vef húsnæðisbóta 

Reglur um húsnæðisbætur