Hæfingarstöðin

Markmið hæfingar er að auka hæfni fatlaðs fólks til starfa og að taka þátt í daglegu lífi. Í hæfingu eru þjónustunotendur búnir undir að takast á við viðfangsefni utan heimilis sem og störf á almennum vinnumarkaði eða í verndaðri vinnu.

Sótt er um þjónustu Hæfingarstöðvarinnar hjá Vinnumálastofnun.

Hæfingarstöðin er staðsett að Keilisbraut 755 í Reykjanesbæ, sími 420 3250. Þar er jafnfram rekin verslunin Hæfó með varningi sem gerður er af þjónustunotendum og starfsfólki.