Skólavegur 54, Reykjanesbær 230
asparlaut@asparlaut.is
420-3160
Opnunartími : 07:45-16:15
Um leikskólann
Heilsuleikskólinn Asparlaut hóf starfsemi 24. mars 2025. Áður hafði leikskólinn starfað undir nafninu Garðasel í rúm 50 ár frá árinu 1974. Asparlaut er sex deilda skóli fyrir 120 börn með sveigjanlegan vistunartíma, frá 4 tímum og upp í rúmlega 8 tíma vistun. Deildirnar heita Sól, Sunna, Tungl, Máni, Stjarna og Geisli. Tvær deildir fyrir sig deila sameiginlegu svæði fyrir framan deildirnar þar sem meðal annars er sameiginlegt listsköpunarsvæði, bókasafn og leiksvæði.
Leikskólastjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er B. Sif Stefánsdóttir
Hugmyndafræði
Leikskólinn Asparlaut er heilsuleikskóli sem starfar eftir heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Markmið heilsustefnunnar er að venja börn við heilbrigða lífshætti strax í barnæsku með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Heildarsýn skólans miðast við heilsueflingu í hvívetna. Markmið heilsuleikskóla er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi. Í Asparlaut er áhersla á að vinna eftir markmiðum heilsuleikskóla með því að efla alhliða þroska barnsins í samræmi við eðli, þarfir og þroska hvers og eins í gegnum leikinn. Aðrar áherslur snúa að næringu, hreyfingu, skapandi starfi, læsi í víðum skilningi og stærðfræði.
Einkunnarorð Asparlautar eru: hreyfing – næring – virðing og skapandi starf.
