- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Við upphaf starfstíma þurfa öll þau sem hefja störf hjá Reykjanesbæ að skila ýmsum gögnum til launa- og kjaradeildar. Öll störf eru launasett samkvæmt starfsmati en finna má upplýsingar um það á vefsíðunni þeirra. Þau gögn sem skila þarf eru bæði til þess fallin að raða starfsmanni í ákveðna launaflokka skv. starfsmati en einnig til þess að meta persónubundna þætti. Persónubundnir þættir miðast af því námi sem viðkomandi hefur lokið og þeirri starfsreynslu sem viðkomandi hefur aflað sér við fyrri störf. Reykjanesbær hefur öðlast jafnlaunavottun og eru allar launaákvarðanir í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST85.
Það sama gildir um núverandi starfsfólk. hafi það áunnið sér ríkari rétt varðandi launakjör, svo sem bætt við sig viðbótarmenntun á starfstímanum.
Öllum gögnum þarf að skila forstöðumanni stofnunar/starfseiningar, sem kemur þeim til launa- og kjaradeildar.
Gögn sem þarf að skila inn
Til þess að hægt sé að launasetja starfsfólk þarf áður en ráðningarsamningur er gerður að skila eftirfarandi gögnum:
Fylgdu þessum leiðbeiningum:
Stéttarfélög og styrktarsjóðir
Stéttarfélögin hafa öll góðar vefsíður þar sem finna má upplýsingar um þá sjóði sem hægt er að sækja styrki í en þeir eru fjölmargir. Til dæmis má sækja styrk vegna náms, námskeiða, lækniskostnaðar, líkamsræktar, gleraugna og fleiru.
Reykjanesbær hvetur starfsfólk til þess að kynna sér sín stéttarfélög og hvaða sjóðir eiga við um hvert félag.