Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.
Hafnagata lokuð frá hringtorgi við Duus-hús til Hafnagötu 6.
Vegna viðgerða á gangbraut sem liggur næst hringtorginu verður tiltekið svæði lokað fyrir umferð. Lokunin tekur gildi 07:30 þann 14.05 og getur staðið í allt að tvo sólarhringa, þó gert sé ráð fyrir að henni ljúki fyrr ef allt gengur samkvæmt áætlun.
Vegfarendur sem þurfa að komast til og frá Íshússtíg eru beðnir um að fylgja merktri hjáleið sem verður á staðnum.

Malbikun og fræsing á Reykjanesbraut.
Vegagerðin hefur gefið heimild til að fara í framkvæmdir á Reykjanesbraut. Framkvæmdir verða 14. til 15 maí á milli 08:00-18:00 á mismunandi stöðum á brautinni.
Hámarkshraði verður lækkaður og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.
Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar.